Var „dauður“ í fyrri hálfleik en of góður fyrir toppliðið í þeim síðari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 12:31 Tyrese Haliburton og Buddy Hield fagna saman í sigri Indiana Pacers á Boston Celtics í nótt. AP/Darron Cummings Indiana Pacers sló topplið Boston Celtics út úr átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins í nótt og er þar með búið að tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas ásamt liði New Orleans Pelicans sem vann líka sinn leik í gær. Indiana vann 122-112 sigur á Boston og eru Pacers menn þar með búnir að vinna alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Maður kvöldsins hjá Indiana Pacers var án efa Tyrese Haliburton sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst úr leikinn á undan vegna meiðsla. MONDAY'S IN-SEASON TOURNAMENT QUARTERFINALS FINAL SCORES Tyrese Haliburton's first career triple-double leads the @Pacers to an electric W as they advance to the Semifinals in Vegas!Myles Turner: 17 PTS, 10 REBJayson Tatum: 32 PTS, 12 REB, 6 AST pic.twitter.com/ATheu5tiKR— NBA (@NBA) December 5, 2023 Haliburton var ekki sannfærandi framan af leik en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hann náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með því að skora 26 stig, taka 10 fráköst og gefa 13 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskorun var Buddy Hield með 21 stig. „Í fyrri hálfleiknum þá var ég dauður,“ sagði Tyrese Haliburton en komst svo á flug eftir hlé. Hann skoraði sjálfur eða átti stoðsendinguna í fyrstu nítján stigum Indiana liðsins í seinni hálfleiknum. Indiana var sjö stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 37-23 og leit ekki til baka eftir það. Tyrese Haliburton showed OUT to lead the Pacers to the In-Season Tournament Semifinals 26 PTS10 REB13 ASTHis first career triple-double pic.twitter.com/HLbmDNh6SR— NBA (@NBA) December 5, 2023 „Það fylgir því góð tilfinning að vinna ekki síst leik sem enginn bjóst við að við myndum vinna,“ sagði Haliburton. Það dugði ekki Boston að bæði Jayson Tatum (32 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar) og Jaylen Brown (30 stig og 9 fráköst) skoruðu yfir þrjátíu stig. Fyrsta liðið úr Vesturdeildinni til þess að komast áfram í undanúrslitin í Vegas var lið New Orleans Pelicans sem vann 127-117 útisigur á Sacramento Kings. Brandon Ingram var frábær með 30 stig en Herb Jones skoraði 23 stig og Jonas Valanciunas var með 18 stig. Brandon Ingram showed OUT as the Pelicans advanced to the In-Season Tournament Semifinals in Vegas 30 PTS \ 8 REB \ 6 AST pic.twitter.com/Qra1ot9FZr— NBA (@NBA) December 5, 2023 Stórstjörnur Kings spiluðu vel en það var ekki nóg. De'Aaron Fox skoraði 30 stig og Domantas Sabonis bætti við 26 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þetta var fyrsta tap Sacramento liðsins í keppninni því liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlinum. Átta liða úrslitin klárast síðan í nótt. Milwaukee Bucks fær þá New York Knicks í heimsókn og Los Angeles Lakers tekur á móti Phoenix Suns í seinni leiknum. Leikur Bucks og Knicks verður sýndur beint og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Two tickets to Vegas have been punched.The Pacers and Pelicans advance to the In-Season Tournament Semifinals Quarterfinals continue Tuesday night on TNT pic.twitter.com/00x1iWnblJ— NBA (@NBA) December 5, 2023 NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Indiana vann 122-112 sigur á Boston og eru Pacers menn þar með búnir að vinna alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Maður kvöldsins hjá Indiana Pacers var án efa Tyrese Haliburton sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst úr leikinn á undan vegna meiðsla. MONDAY'S IN-SEASON TOURNAMENT QUARTERFINALS FINAL SCORES Tyrese Haliburton's first career triple-double leads the @Pacers to an electric W as they advance to the Semifinals in Vegas!Myles Turner: 17 PTS, 10 REBJayson Tatum: 32 PTS, 12 REB, 6 AST pic.twitter.com/ATheu5tiKR— NBA (@NBA) December 5, 2023 Haliburton var ekki sannfærandi framan af leik en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hann náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með því að skora 26 stig, taka 10 fráköst og gefa 13 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskorun var Buddy Hield með 21 stig. „Í fyrri hálfleiknum þá var ég dauður,“ sagði Tyrese Haliburton en komst svo á flug eftir hlé. Hann skoraði sjálfur eða átti stoðsendinguna í fyrstu nítján stigum Indiana liðsins í seinni hálfleiknum. Indiana var sjö stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 37-23 og leit ekki til baka eftir það. Tyrese Haliburton showed OUT to lead the Pacers to the In-Season Tournament Semifinals 26 PTS10 REB13 ASTHis first career triple-double pic.twitter.com/HLbmDNh6SR— NBA (@NBA) December 5, 2023 „Það fylgir því góð tilfinning að vinna ekki síst leik sem enginn bjóst við að við myndum vinna,“ sagði Haliburton. Það dugði ekki Boston að bæði Jayson Tatum (32 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar) og Jaylen Brown (30 stig og 9 fráköst) skoruðu yfir þrjátíu stig. Fyrsta liðið úr Vesturdeildinni til þess að komast áfram í undanúrslitin í Vegas var lið New Orleans Pelicans sem vann 127-117 útisigur á Sacramento Kings. Brandon Ingram var frábær með 30 stig en Herb Jones skoraði 23 stig og Jonas Valanciunas var með 18 stig. Brandon Ingram showed OUT as the Pelicans advanced to the In-Season Tournament Semifinals in Vegas 30 PTS \ 8 REB \ 6 AST pic.twitter.com/Qra1ot9FZr— NBA (@NBA) December 5, 2023 Stórstjörnur Kings spiluðu vel en það var ekki nóg. De'Aaron Fox skoraði 30 stig og Domantas Sabonis bætti við 26 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þetta var fyrsta tap Sacramento liðsins í keppninni því liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlinum. Átta liða úrslitin klárast síðan í nótt. Milwaukee Bucks fær þá New York Knicks í heimsókn og Los Angeles Lakers tekur á móti Phoenix Suns í seinni leiknum. Leikur Bucks og Knicks verður sýndur beint og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Two tickets to Vegas have been punched.The Pacers and Pelicans advance to the In-Season Tournament Semifinals Quarterfinals continue Tuesday night on TNT pic.twitter.com/00x1iWnblJ— NBA (@NBA) December 5, 2023
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira