Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2023 19:21 Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld eiga að leiða stjórn efnahagsmála í stað þess að bíða eftir niðurstöðu kjarasamninga og sýna gott fordæmi með hækkun vaxta- og barnabóta. Forystufólk ASÍ og SA mega hvorugt hugsa til þess ef ekki tekst að ná samstöðu um aðgerðir til að ná niður verðbólgu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að fara á undan með góðu fordæmi í stað þess að bíða eftir gerð kjarasamninga.Vísir/Vilhelm „Það er töluvert margt í húfi. Það er að verðbólgan verði áframhaldandi og verðbólgan gerir ekkert annað en éta undan samfélaginu í heild sinni. Ég held að sá möguleiki að þetta takist ekki er eiginlega ekki í boði,“ sagði Finnbjörn í Pallborðinu. Sigríður Margrét segir ekki hægt að humma stöðu mála fram af sér. Sigríður Margrét Oddsdóttir segir þann tíma liðinn að öllum hækkunum sé hleypt út í verðlagið.Vísir/Vilhelm „Það liggur alveg fyrir. Ég er algerlega sammála Finnbirni hvað þetta varðar. Það er gríðarlega mikið í húfi og það er ákall bæði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjunum í landinu um að við brjótumst út úr þessum vítahring sem við erum föst í,“ sagði Sigríður Margrét. „Það er búið að tefja okkur svolítið núna þetta ábyrgðarleysi sem við viljum meina að sé hjá þeim aðilum sem eiga að halda uppi stöðugleika hérna. Þeir eru alltaf að bíða eftir okkur. Það eru þeir sem eiga að halda uppi stöðugleikanum og þeir eiga að sýna á spilin hjá sér,“ sagði forseti ASÍ. Sigríður Margrét alla þurfa að leggja sitt að mörkum. „Ef við ætlum okkur raunverulega að brjótast út úr þessum vítahring þurfum við að læra að tala um tölur upp á nýtt. Sá tími þar sem umhugsunarlaust menn hækka laun eða veltir einhverju út í verðlagið; hann er liðinn,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild. Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Tengdar fréttir Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld eiga að leiða stjórn efnahagsmála í stað þess að bíða eftir niðurstöðu kjarasamninga og sýna gott fordæmi með hækkun vaxta- og barnabóta. Forystufólk ASÍ og SA mega hvorugt hugsa til þess ef ekki tekst að ná samstöðu um aðgerðir til að ná niður verðbólgu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að fara á undan með góðu fordæmi í stað þess að bíða eftir gerð kjarasamninga.Vísir/Vilhelm „Það er töluvert margt í húfi. Það er að verðbólgan verði áframhaldandi og verðbólgan gerir ekkert annað en éta undan samfélaginu í heild sinni. Ég held að sá möguleiki að þetta takist ekki er eiginlega ekki í boði,“ sagði Finnbjörn í Pallborðinu. Sigríður Margrét segir ekki hægt að humma stöðu mála fram af sér. Sigríður Margrét Oddsdóttir segir þann tíma liðinn að öllum hækkunum sé hleypt út í verðlagið.Vísir/Vilhelm „Það liggur alveg fyrir. Ég er algerlega sammála Finnbirni hvað þetta varðar. Það er gríðarlega mikið í húfi og það er ákall bæði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjunum í landinu um að við brjótumst út úr þessum vítahring sem við erum föst í,“ sagði Sigríður Margrét. „Það er búið að tefja okkur svolítið núna þetta ábyrgðarleysi sem við viljum meina að sé hjá þeim aðilum sem eiga að halda uppi stöðugleika hérna. Þeir eru alltaf að bíða eftir okkur. Það eru þeir sem eiga að halda uppi stöðugleikanum og þeir eiga að sýna á spilin hjá sér,“ sagði forseti ASÍ. Sigríður Margrét alla þurfa að leggja sitt að mörkum. „Ef við ætlum okkur raunverulega að brjótast út úr þessum vítahring þurfum við að læra að tala um tölur upp á nýtt. Sá tími þar sem umhugsunarlaust menn hækka laun eða veltir einhverju út í verðlagið; hann er liðinn,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild.
Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Tengdar fréttir Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33