Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum? Ólafur Stephensen skrifar 6. desember 2023 12:31 Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Ráðherra væri þannig í raun að semja við einn einkaaðila, Bændasamtökin, um að hækka skatta á keppinautum hans, matvöruinnflytjendum, til að rýra samkeppnisstöðu þeirra. Endurskoða ber búvörusamninga ríkisins og Bændasamtakanna öðru sinni nú á árinu 2023. Fram hefur komið opinberlega að Bændasamtökin setji í viðræðum um endurskoðunina fram kröfur um hækkun tolla á innfluttum búvörum og er í erindi FA vísað í að sumir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi tekið undir slíkar hugmyndir. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í Kastljósi RÚV 27. september síðastliðinn er rætt var um hækkun tolla að slíkt „kosti ekki ríkissjóð nokkra krónu en myndi hjálpa landbúnaðinum.“ Þetta er reyndar útúrsnúningur; eigendur ríkissjóðs eru skattgreiðendur, sem eru sama fólkið og neytendur. Engum vafa er undirorpið að hækkun tolla bitnar á buddu neytenda og skattgreiðenda, bara með minna sýnilegum hætti en þegar stuðningur við landbúnaðinn kemur beint úr ríkissjóði. Í Félagi atvinnurekenda eru margir af helztu matvöruinnflytjendum landsins. Hækkun tolla á innfluttum matvörum fæli í sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart þeim fyrirtækjum og rekstri þeirra. Rétt er að rifja upp að í 30. grein búvörulaga, sem búvörusamningar byggjast á, er enga heimild að finna til handa ráðherra að semja við einkaaðila, Bændasamtökin, um að leggja skatta á aðra einkaaðila, innflytjendur matvöru, sem eru í samkeppni við þann fyrrnefnda, jafnvel þótt slíkt hafi verið gert með búvörusamningum sem voru undirritaðir árið 2016. Verður að telja það einsdæmi að ríkið semji sérstaklega um það við eina atvinnugrein að hækka skatta á keppinautum hennar og skaða þannig hagsmuni eins einkaaðila í samkeppni hans við annan. „Semji ráðherra við Bændasamtökin um að hann beiti sér fyrir hækkun tolla á innfluttum búvörum er hann að taka stjórnsýsluákvörðun sem hefur rík áhrif á starfsskilyrði og hagsmuni félagsmanna FA. Í því ljósi fer félagið fram á að fá stöðu aðila að endurskoðun búvörusamninganna hvað tollamál varðar, til samræmis við meginreglur um aðild að stjórnsýslumálum, enda hafa félagsmenn FA beinna, sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af ákvörðuninni,“ segir í erindi FA til matvælaráðherra. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Búvörusamningar Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Ráðherra væri þannig í raun að semja við einn einkaaðila, Bændasamtökin, um að hækka skatta á keppinautum hans, matvöruinnflytjendum, til að rýra samkeppnisstöðu þeirra. Endurskoða ber búvörusamninga ríkisins og Bændasamtakanna öðru sinni nú á árinu 2023. Fram hefur komið opinberlega að Bændasamtökin setji í viðræðum um endurskoðunina fram kröfur um hækkun tolla á innfluttum búvörum og er í erindi FA vísað í að sumir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi tekið undir slíkar hugmyndir. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í Kastljósi RÚV 27. september síðastliðinn er rætt var um hækkun tolla að slíkt „kosti ekki ríkissjóð nokkra krónu en myndi hjálpa landbúnaðinum.“ Þetta er reyndar útúrsnúningur; eigendur ríkissjóðs eru skattgreiðendur, sem eru sama fólkið og neytendur. Engum vafa er undirorpið að hækkun tolla bitnar á buddu neytenda og skattgreiðenda, bara með minna sýnilegum hætti en þegar stuðningur við landbúnaðinn kemur beint úr ríkissjóði. Í Félagi atvinnurekenda eru margir af helztu matvöruinnflytjendum landsins. Hækkun tolla á innfluttum matvörum fæli í sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart þeim fyrirtækjum og rekstri þeirra. Rétt er að rifja upp að í 30. grein búvörulaga, sem búvörusamningar byggjast á, er enga heimild að finna til handa ráðherra að semja við einkaaðila, Bændasamtökin, um að leggja skatta á aðra einkaaðila, innflytjendur matvöru, sem eru í samkeppni við þann fyrrnefnda, jafnvel þótt slíkt hafi verið gert með búvörusamningum sem voru undirritaðir árið 2016. Verður að telja það einsdæmi að ríkið semji sérstaklega um það við eina atvinnugrein að hækka skatta á keppinautum hennar og skaða þannig hagsmuni eins einkaaðila í samkeppni hans við annan. „Semji ráðherra við Bændasamtökin um að hann beiti sér fyrir hækkun tolla á innfluttum búvörum er hann að taka stjórnsýsluákvörðun sem hefur rík áhrif á starfsskilyrði og hagsmuni félagsmanna FA. Í því ljósi fer félagið fram á að fá stöðu aðila að endurskoðun búvörusamninganna hvað tollamál varðar, til samræmis við meginreglur um aðild að stjórnsýslumálum, enda hafa félagsmenn FA beinna, sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af ákvörðuninni,“ segir í erindi FA til matvælaráðherra. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar