„Ég fyrirlít þessi stjórnvöld!“ Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:01 Inga Sæland er ekki ánægð með stjórnvöld. Vísir/Vilhelm Inga Sæland var ómyrk í máli þegar hún ræddi nýja skýrslu um stöðu fatlaðra á Íslandi á Alþingi í dag. „Þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín,“ hrópaði hún úr pontu Alþingis. Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks.Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði skýrsluna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan: „Virðulegi forseti. Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega þrjátíu prósent þeirra búa við fátækt, tuttugu prósent við sára fátækt. Sjötíu prósent gætu ekki mætt neinu sem heita óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir.“ Yfir fimmtíu prósent búi við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra, um fimmtíu prósent neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu. „Þau geta ekki farið í bíó og þau geta ekki keypt sér pitsu. Þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. Fjörutíu prósent neita sér um nauðsynlega klæðnað og næringarríkan mat.“ Geti ekki gefið börnum sínum jólagjafir Inga segir fatlað fólk ekki geta mætt grunnþörfum barna sinna, veitt þeim tækifæri til að taka þátt í tómstundum eða gefið þeim jólagjafir. „Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega níutíu prósent einhleypra mæðra getur ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. Fjörutíu prósent þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. Fimmtíu prósent einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða næringarríkan mat.“ Hátt hlutfall hugsi daglega um að taka eigið líf Inga segir sjötíu prósent svarenda í könnuninni búa við slæma andlega líðan og það hlutfall sé áttatíu prósent meðal einstæðra foreldra. „Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf. Það væri betur komið án þeirra. Sextíu prósent býr við félagslega einangrun og fjörutíu prósent neita sér um tannlækna og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti. Ég segi þetta: þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín!“ sagði Inga að lokum. Alþingi Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks.Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerði skýrsluna að umfjöllunarefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan: „Virðulegi forseti. Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega þrjátíu prósent þeirra búa við fátækt, tuttugu prósent við sára fátækt. Sjötíu prósent gætu ekki mætt neinu sem heita óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir.“ Yfir fimmtíu prósent búi við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra, um fimmtíu prósent neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu. „Þau geta ekki farið í bíó og þau geta ekki keypt sér pitsu. Þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. Fjörutíu prósent neita sér um nauðsynlega klæðnað og næringarríkan mat.“ Geti ekki gefið börnum sínum jólagjafir Inga segir fatlað fólk ekki geta mætt grunnþörfum barna sinna, veitt þeim tækifæri til að taka þátt í tómstundum eða gefið þeim jólagjafir. „Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega níutíu prósent einhleypra mæðra getur ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. Fjörutíu prósent þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. Fimmtíu prósent einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða næringarríkan mat.“ Hátt hlutfall hugsi daglega um að taka eigið líf Inga segir sjötíu prósent svarenda í könnuninni búa við slæma andlega líðan og það hlutfall sé áttatíu prósent meðal einstæðra foreldra. „Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf. Það væri betur komið án þeirra. Sextíu prósent býr við félagslega einangrun og fjörutíu prósent neita sér um tannlækna og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti. Ég segi þetta: þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín!“ sagði Inga að lokum.
Alþingi Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira