Hálftími leið frá því að bjöllu var hringt þar til fanga var sinnt Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2023 07:40 Lögreglustöðin við Hörðuvelli á Selfossi. Umboðsmaður Alþingis beinir ýmsum tilmælum til lögreglu og dómsmálaráðherra varðandi hvernig skuli bæta eftirlit með föngum á stöðinni. Vísir/Vilhelm Bæta þarf eftirlit með þeim sem vistuð eru í fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi. Í of miklum mæli er eingöngu notast við myndvöktun og reglubundnu innliti í klefa ekki sinnt sem skyldi. Þetta er meðal niðurstaða úttektar umboðsmanns Alþingis á aðstöðu, aðbúnaði og meðferð þeirra sem vistuð eru í fangageymslum. Fram kemur að starfsmenn hafi orðið varir við að töluverður tími gæti liðið þar til brugðist væri við hringingum neyðarbjöllu eftir aðstoð. Starfsfólk embættisins hafi orðið vitni að því að meira en hálf klukkustund leið frá því að bjöllunni var hringt þar til viðkomandi var sinnt. Innan úr fangaklefa.UA „Óhjákvæmilega vakna því spurningar um hvort öryggi vistaðra sé nægilega tryggt, s.s. ef upp kæmi neyðartilvik. Mælst er til að litið sé inn í fangaklefa á a.m.k. 20 mínútna fresti og oftar sé þess þörf. Jafnframt að brugðist sé strax eða mjög fljótlega við ef boð berast frá neyðarbjöllu í klefa og skýrt og samræmt verklag gildi um þetta,“ segir á vef embættsins. Dýna og bekkur í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Gera athugasemdir við lýsingu og drykkjarvatn Ennfremur segir að umboðsmaður Alþingis geri töluverðar athugasemdir við aðbúnað í fangageymslunni og á lögreglustöðinni við Hörðuvelli, meðal annars vegna staðsetningar neyðarhnappa, lýsingar og drykkjarvatns í klefum. „Húsnæðið sé komið til ára sinna og með auknum umsvifum lögreglunnar hafi þrengt að allri starfsemi hennar. Þá sé staðsetning lögreglustöðvarinnar innan um íbúðarhús óheppileg m.t.t. einkalífs handtekinna. Einnig þurfi að ganga betur frá bæði sorpi með lífsýnum og munum eins og blóðsýnahólkum og sýnatökusettum sem ekki voru í lokuðum hirslum við heimsókn umboðsmanns. Því er beint til dómsmálaráðherra að meta hvort húsnæðið sé fullnægjandi og þá til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo bæta megi úr. Þá er lögreglustjóra bent á að búa þannig um hnútana að skaðlegir munir séu ekki í seilingarfjarlægð handtekinna við komu og hann tryggi að gengið sé frá lífsýnum með viðunandi hætti. Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm Ýmislegt annað er áréttað sem bent hefur verið á í öðrum skýrslum umboðsmanns vegna OPCAT-eftirlits embættisins. Til dæmis að gæta þess að skráning upplýsinga í vistunarskýrslu við komu sé í samræmi við kröfur þar um, tryggja handteknum heilbrigðisþjónustu ef þörf krefur, að hægt sé að fylgjast með hvað tímanum líður í klefum, að tryggja þurfi þjálfun, fræðslu og símenntun lögreglumanna og kynna handteknum upplýsingar um kvörtunar- og kæruleiðir. Þá er bent á að konur eigi að geta nálgast viðeigandi tíðavörur í fangageymslu,“ segir á vef umboðsmanns. Embættið hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurlandi og dómsmálaráðherra við ábendingum og tilmælum umboðsmanns eigi síðar en 1. júní 2024. Hreinlætisaðstaða fanga á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Árborg Lögreglan Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaða úttektar umboðsmanns Alþingis á aðstöðu, aðbúnaði og meðferð þeirra sem vistuð eru í fangageymslum. Fram kemur að starfsmenn hafi orðið varir við að töluverður tími gæti liðið þar til brugðist væri við hringingum neyðarbjöllu eftir aðstoð. Starfsfólk embættisins hafi orðið vitni að því að meira en hálf klukkustund leið frá því að bjöllunni var hringt þar til viðkomandi var sinnt. Innan úr fangaklefa.UA „Óhjákvæmilega vakna því spurningar um hvort öryggi vistaðra sé nægilega tryggt, s.s. ef upp kæmi neyðartilvik. Mælst er til að litið sé inn í fangaklefa á a.m.k. 20 mínútna fresti og oftar sé þess þörf. Jafnframt að brugðist sé strax eða mjög fljótlega við ef boð berast frá neyðarbjöllu í klefa og skýrt og samræmt verklag gildi um þetta,“ segir á vef embættsins. Dýna og bekkur í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Gera athugasemdir við lýsingu og drykkjarvatn Ennfremur segir að umboðsmaður Alþingis geri töluverðar athugasemdir við aðbúnað í fangageymslunni og á lögreglustöðinni við Hörðuvelli, meðal annars vegna staðsetningar neyðarhnappa, lýsingar og drykkjarvatns í klefum. „Húsnæðið sé komið til ára sinna og með auknum umsvifum lögreglunnar hafi þrengt að allri starfsemi hennar. Þá sé staðsetning lögreglustöðvarinnar innan um íbúðarhús óheppileg m.t.t. einkalífs handtekinna. Einnig þurfi að ganga betur frá bæði sorpi með lífsýnum og munum eins og blóðsýnahólkum og sýnatökusettum sem ekki voru í lokuðum hirslum við heimsókn umboðsmanns. Því er beint til dómsmálaráðherra að meta hvort húsnæðið sé fullnægjandi og þá til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo bæta megi úr. Þá er lögreglustjóra bent á að búa þannig um hnútana að skaðlegir munir séu ekki í seilingarfjarlægð handtekinna við komu og hann tryggi að gengið sé frá lífsýnum með viðunandi hætti. Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm Ýmislegt annað er áréttað sem bent hefur verið á í öðrum skýrslum umboðsmanns vegna OPCAT-eftirlits embættisins. Til dæmis að gæta þess að skráning upplýsinga í vistunarskýrslu við komu sé í samræmi við kröfur þar um, tryggja handteknum heilbrigðisþjónustu ef þörf krefur, að hægt sé að fylgjast með hvað tímanum líður í klefum, að tryggja þurfi þjálfun, fræðslu og símenntun lögreglumanna og kynna handteknum upplýsingar um kvörtunar- og kæruleiðir. Þá er bent á að konur eigi að geta nálgast viðeigandi tíðavörur í fangageymslu,“ segir á vef umboðsmanns. Embættið hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurlandi og dómsmálaráðherra við ábendingum og tilmælum umboðsmanns eigi síðar en 1. júní 2024. Hreinlætisaðstaða fanga á lögreglustöðinni á Selfossi.UA
Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Árborg Lögreglan Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira