Mannréttindi allra kvenna Stella Samúelsdóttir skrifar 10. desember 2023 08:01 Á alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag 10. desember fögnum við 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er enn í dag undirstaða alþjóðlegs mannréttindakerfis okkar og grundvöllur alþjóðlegra mannréttindasamninga sem ríki heims hafa skuldbundið sig til að byggja á. UN Women á Íslandi vill árétta að UN Women stendur með mannréttindum allra kvenna og stúlkna, alltaf og alls staðar. UN Women er alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarstofnun og eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu jafnréttis. Sundrungin sem við sjáum svo víða hefur aukist og ógnar bæði lýðræði og alþjóðasamstarfi. Gildi UN Women eru enn sem fyrr gagnsæi, hlutleysi, ábyrgð og virðing fyrir sáttmálum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Starf UN Women hefur líklega aldrei verið jafnmikilvægt og á tímum sem þessum þegar við verðum ítrekað vitni að því að konur missa áunnin réttindi sín á einu augabragði, þar sem upplýsingaóreiðu og falsfréttum, sem við höfum svo sannarlega ekki farið varhluta af um okkar eigin störf, er beitt í áróðursskyni gegn mannréttindum og vopnuð átök færast í vöxt. Fleiri en 108 milljónir voru á flótta í heiminum í lok árs 2022. Þessi tala er nú orðin enn hærri vegna átakanna í Súdan og Gaza og mun halda áfram að hækka á næstu árum m.a. vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þverrandi auðlinda. UN Women á Íslandi ítrekar að allar konur og stúlkur, þar með taldar konur og stúlkur í Ísrael og Palestínu, eiga rétt á lífi án ofbeldis. Kynbundið ofbeldi er gróft brot á mannréttindum kvenna og stúlkna sem verður að uppræta. Við vitum að kynbundnu ofbeldi og nauðgunum er alltof oft beitt sem vopni í stríðsátökum. UN Women tekur undir ákall framkvæmdastjóra SÞ um að rannsaka þurfi allar fregnir um að kynbundnu ofbeldi hafi verið beitt í átökum og gerendur í slíkum málum sóttir til saka. Þá er mikilvægt að þolendur hljóti viðeigandi aðstoð og að réttindi þeirra séu tryggð. UN Women hefur hvað eftir annað kallað eftir vopnahléi og friði í Palestínu og Ísrael og að alþjóðalög séu virt í hvívetna. UN Women hefur einnig krafist þess ítrekað að öllum gíslum verði sleppt og að neyðaraðstoð fái að berast óhindrað til Gaza. UN Women styður við störf óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur til rannsóknar mannréttindabrot og brot á alþjóðalögum, þar með talið tilkynningar um kynbundna ofbeldisglæpi. Þessi nefnd hóf störf skömmu eftir árásir Hamas í Ísrael 7. október sl. Með þessi gildi að leiðarljósi og með ykkar stuðningi munum við saman halda áfram að vinna í þágu mannúðar og jafnréttis um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Á alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag 10. desember fögnum við 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er enn í dag undirstaða alþjóðlegs mannréttindakerfis okkar og grundvöllur alþjóðlegra mannréttindasamninga sem ríki heims hafa skuldbundið sig til að byggja á. UN Women á Íslandi vill árétta að UN Women stendur með mannréttindum allra kvenna og stúlkna, alltaf og alls staðar. UN Women er alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarstofnun og eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu jafnréttis. Sundrungin sem við sjáum svo víða hefur aukist og ógnar bæði lýðræði og alþjóðasamstarfi. Gildi UN Women eru enn sem fyrr gagnsæi, hlutleysi, ábyrgð og virðing fyrir sáttmálum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Starf UN Women hefur líklega aldrei verið jafnmikilvægt og á tímum sem þessum þegar við verðum ítrekað vitni að því að konur missa áunnin réttindi sín á einu augabragði, þar sem upplýsingaóreiðu og falsfréttum, sem við höfum svo sannarlega ekki farið varhluta af um okkar eigin störf, er beitt í áróðursskyni gegn mannréttindum og vopnuð átök færast í vöxt. Fleiri en 108 milljónir voru á flótta í heiminum í lok árs 2022. Þessi tala er nú orðin enn hærri vegna átakanna í Súdan og Gaza og mun halda áfram að hækka á næstu árum m.a. vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þverrandi auðlinda. UN Women á Íslandi ítrekar að allar konur og stúlkur, þar með taldar konur og stúlkur í Ísrael og Palestínu, eiga rétt á lífi án ofbeldis. Kynbundið ofbeldi er gróft brot á mannréttindum kvenna og stúlkna sem verður að uppræta. Við vitum að kynbundnu ofbeldi og nauðgunum er alltof oft beitt sem vopni í stríðsátökum. UN Women tekur undir ákall framkvæmdastjóra SÞ um að rannsaka þurfi allar fregnir um að kynbundnu ofbeldi hafi verið beitt í átökum og gerendur í slíkum málum sóttir til saka. Þá er mikilvægt að þolendur hljóti viðeigandi aðstoð og að réttindi þeirra séu tryggð. UN Women hefur hvað eftir annað kallað eftir vopnahléi og friði í Palestínu og Ísrael og að alþjóðalög séu virt í hvívetna. UN Women hefur einnig krafist þess ítrekað að öllum gíslum verði sleppt og að neyðaraðstoð fái að berast óhindrað til Gaza. UN Women styður við störf óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur til rannsóknar mannréttindabrot og brot á alþjóðalögum, þar með talið tilkynningar um kynbundna ofbeldisglæpi. Þessi nefnd hóf störf skömmu eftir árásir Hamas í Ísrael 7. október sl. Með þessi gildi að leiðarljósi og með ykkar stuðningi munum við saman halda áfram að vinna í þágu mannúðar og jafnréttis um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar