Óskhyggja er ekki skjól Hörður Arnarson skrifar 9. desember 2023 10:01 Við vinnum eins mikla raforku og virkjanir okkar og vatnsbúskapur framast leyfa. Nýjar virkjanir eru löngu klárar á teikniborðinu en þær skila ekki orku til samfélagsins fyrr en að nokkrum árum liðnum. Erfitt er að tímasetja það með vissu, þar sem þær velkjast enn í löngu og flóknu leyfisveitingaferli. Við þessar aðstæður er raforkuöryggi heimilanna í landinu ógnað. Ekki bara heimilanna, heldur líka fyrirtækjanna sem kaupa raforku á sama markaði. Það eru öll smærri fyrirtæki landsins og um leið lang flest fyrirtæki og atvinnurekendur. Ýmsir lýsa furðu á þessari stöðu. Hún kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart, enda höfum við árum saman varað við þessari atburðarás. Við sáum að eftirspurnin jókst sífellt á sama tíma og leyfisveitingaferli nýrra virkjana, sem alltaf hefur verið langt og tyrfið, varð enn tímafrekara og flóknara. Við bentum á að orkuvinnslan gæti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Hörð samkeppni um orkuna Nú er svo komið að orkan er uppseld. Við þurfum að hafna mörgum góðum hugmyndum um áhugaverða uppbyggingu í atvinnulífinu af því að rafmagnið er ekki til. Það er nógu slæmt í sjálfu sér. Hitt er verra, að sívaxandi eftirspurn eftir rafmagni þýðir að heimili og smærri fyrirtæki mæta allt í einu harðari samkeppni um orkuna á heildsölumarkaði sem hingað til hefur verið örugg og þeim öllum tryggð. Það er við þessar aðstæður sem Alþingi ætlar að grípa í taumana og setja lög um raforkuöryggi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Orkustofnun fái heimild til að grípa inn í raforkumarkaðinn til að tryggja að ekki verði gengið á hlut heimila og smærri fyrirtækja, þannig að þau geti áfram treyst á örugga afhendingu orku á stöðugu verði. Ekki er um nein afskipti af sölu til stórnotenda að ræða, þeir munu áfram keppa um raforkuna á markaðsforsendum. Önnur leið væri að láta markaðslögmálin einfaldlega ráða. Sú færa leið myndi leiða til mikillar hækkunar á raforkuverði, a.m.k. þar til nýjar virkjanir kæmu í rekstur eftir 3-4 ár. Á því tímabili væri reyndar alls óvíst hvort öll heimili og smærri fyrirtæki fengju yfir höfuð raforku ef aðrir, t.d. aðilar sem stunda rafmyntagröft, byðu betur í þá orku sem fengist á markaði. Þessa leið eru án efa fáir ábyrgir stjórnmálamenn tilbúnir að styðja. Vandi nútíðar Að sjálfsögðu hefði verið ákjósanlegt að leysa vandann með því að tryggja nægilega uppbyggingu orkuvinnslu, fremur en með lagasetningu af þessu tagi. Það er þó því miður of seint í rassinn gripið, því jafnvel þótt Alþingi setti núna lög til að tryggja aukna orkuvinnslu myndu nokkur ár líða þar til ný virkjun yrði gangsett, hvers eðlis sem hún væri. Á þeim árum væri orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja ógnað. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman varað við þessum framtíðarvanda, sem er núna orðinn nútíðarvandi. Hann hefur þegar raungerst. Heimili og smærri fyrirtæki eru óvarin og Alþingi hefur kosið að koma þeim til varnar. Allir sem að málum koma vona auðvitað að ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum væntanlegra laga með inngripum á markaði. Við getum hins vegar ekki látið óskhyggjuna vera eina skjól þeirra sem eiga rétt á tryggri orku í daglegu lífi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Hörður Arnarson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Við vinnum eins mikla raforku og virkjanir okkar og vatnsbúskapur framast leyfa. Nýjar virkjanir eru löngu klárar á teikniborðinu en þær skila ekki orku til samfélagsins fyrr en að nokkrum árum liðnum. Erfitt er að tímasetja það með vissu, þar sem þær velkjast enn í löngu og flóknu leyfisveitingaferli. Við þessar aðstæður er raforkuöryggi heimilanna í landinu ógnað. Ekki bara heimilanna, heldur líka fyrirtækjanna sem kaupa raforku á sama markaði. Það eru öll smærri fyrirtæki landsins og um leið lang flest fyrirtæki og atvinnurekendur. Ýmsir lýsa furðu á þessari stöðu. Hún kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart, enda höfum við árum saman varað við þessari atburðarás. Við sáum að eftirspurnin jókst sífellt á sama tíma og leyfisveitingaferli nýrra virkjana, sem alltaf hefur verið langt og tyrfið, varð enn tímafrekara og flóknara. Við bentum á að orkuvinnslan gæti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Hörð samkeppni um orkuna Nú er svo komið að orkan er uppseld. Við þurfum að hafna mörgum góðum hugmyndum um áhugaverða uppbyggingu í atvinnulífinu af því að rafmagnið er ekki til. Það er nógu slæmt í sjálfu sér. Hitt er verra, að sívaxandi eftirspurn eftir rafmagni þýðir að heimili og smærri fyrirtæki mæta allt í einu harðari samkeppni um orkuna á heildsölumarkaði sem hingað til hefur verið örugg og þeim öllum tryggð. Það er við þessar aðstæður sem Alþingi ætlar að grípa í taumana og setja lög um raforkuöryggi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Orkustofnun fái heimild til að grípa inn í raforkumarkaðinn til að tryggja að ekki verði gengið á hlut heimila og smærri fyrirtækja, þannig að þau geti áfram treyst á örugga afhendingu orku á stöðugu verði. Ekki er um nein afskipti af sölu til stórnotenda að ræða, þeir munu áfram keppa um raforkuna á markaðsforsendum. Önnur leið væri að láta markaðslögmálin einfaldlega ráða. Sú færa leið myndi leiða til mikillar hækkunar á raforkuverði, a.m.k. þar til nýjar virkjanir kæmu í rekstur eftir 3-4 ár. Á því tímabili væri reyndar alls óvíst hvort öll heimili og smærri fyrirtæki fengju yfir höfuð raforku ef aðrir, t.d. aðilar sem stunda rafmyntagröft, byðu betur í þá orku sem fengist á markaði. Þessa leið eru án efa fáir ábyrgir stjórnmálamenn tilbúnir að styðja. Vandi nútíðar Að sjálfsögðu hefði verið ákjósanlegt að leysa vandann með því að tryggja nægilega uppbyggingu orkuvinnslu, fremur en með lagasetningu af þessu tagi. Það er þó því miður of seint í rassinn gripið, því jafnvel þótt Alþingi setti núna lög til að tryggja aukna orkuvinnslu myndu nokkur ár líða þar til ný virkjun yrði gangsett, hvers eðlis sem hún væri. Á þeim árum væri orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja ógnað. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman varað við þessum framtíðarvanda, sem er núna orðinn nútíðarvandi. Hann hefur þegar raungerst. Heimili og smærri fyrirtæki eru óvarin og Alþingi hefur kosið að koma þeim til varnar. Allir sem að málum koma vona auðvitað að ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum væntanlegra laga með inngripum á markaði. Við getum hins vegar ekki látið óskhyggjuna vera eina skjól þeirra sem eiga rétt á tryggri orku í daglegu lífi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun