Losunarsvið 3 Sigurpáll Ingibergsson skrifar 13. desember 2023 07:32 COP 28 ráðstefnan í Dubai lýkur formlega í dag, það er því tilefni að skoða losunarsvið 3 í loftslagsbókhaldi fyrirtækja. Losunarsvið 3 (e. scope3) sýnir losun í virðiskeðju fyrirtækja. Bæði ílag og frálag. Losunarmælingar í virðiskeðjunni eru nauðsynlegar til að fyrirtæki skilji rekstur sinn og ábyrgð og lykilatriði til að ná kolefnishlutleysi (Net Zero emissions). Í GHG staðlinum eru skilgreindir upp 15 losunarþættir. Þeir hafa verið valkvæðir en mun verða skylda á komandi árum með auknum kröfum alþjóðasamfélagsins. En ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna er mikil og þau verða að axla hana með því að kortleggja losunarsvið 3 vandlega. Í rannsókn sem gerð á sjálfbærniskýrslum 3.200 fyrirtækja sem eru í MSCI World vísitölunni þá var niðurstaðan: 88% losunar er í losunarsviði 3. GHG Protocol hefur gefið út að 79% af losun sé í umfangi 3 og Carbon Trust research áætlar að losunin sé 65-95% í umfangi 3. Mikilvægi losunarsviðs 3 felst í því að þar er stærsti hluti í heildar kolefnisfótspori fyrirtækis. Þó að losun sé mismunandi eftir atvinnugreinum. Með því að kortleggja losunarsvið 3 geta fyrirtæki haft yfirgripsmeiri og heildstæðari nálgun til að draga úr heildar umhverfisáhrifum sínum. Helstu kostir aðrir en að ná markmiði um kolefnishlutleysi eru: Alhliða áhrif, draga úr áhættu, þátttaka hagsmunaaðila og nýsköpunartækifæri. Skoðum stöðuna í losunarsviðum hjá íslenskum fyrirtækjum sem losa meira en 20 þúsund tonn CO2. Rauður litur í losunarsviðum segir að losunarbókhald er óviðunandi. Grænt þýðir að losunartala er rétt. Gulur litur er nálægt markmiði. Blár litur hjá Samherja er áætlun en fyrirtækið hefur ekki birt loftslagsbókhald sitt opinberlega. Niðurstaðan er að aðeins rúm 100 þúsund tonn CO2 eða 2% losunar er í losunarsviði 3, virðiskeðjunni og það er mjög slök útkoma. Þegar öll fyrirtæki á Íslandi eru skoðuð, þá hækkar talan í 9%. Litlu fyrirtæki eru að standa sig miklu betur. Flugfélagið Play er með nokkuð gott loftslagsbókhald og eina sem uppfyllir alþjóðlega kröfur. Orkufyrirtækin geta gert betur en á góðri leið. Landsvirkjun er með vottun frá CDP en skv. gögnum frá CDP þá lítur út að eitthvað sé enn vantalið. Sjávarútvegsfyrirtækin sýna framfarir á hverju ári. Álfyrirtækin þrjú skila núll í losunarsviðið 3, það sýnir algert áhuga- og metnaðarleysi. Þó má hrósa ÍSAL fyrir að gera vel í losunarsviði 2, orkunotkun. Hellnasker, hugveita í sjálfbærni, hefur reiknað út líklega niðurstöðu úr losunarsviðunum þrem og telur að svona eigi loftslagsbókhald fyrirtækjanna að vera. Heimildir: CDP, sjálfbærniskýrslur og lífsferilsgreiningar. Losun í virðiskeðjunni er áætluð tæplega 9 milljón tonn CO2 eða 66% hlutfall af losunarsviði 3. Álfyrirtækin skulda að gefa upp rúmlega 5 milljón tonn. Kísiliðjurnar tvær, Elkem og PCC Bakki Silicon skulda 2,2 milljón tonn CO2 en mest óvissa er með þessa tölu. Það er krafa um að lönd og stórfyrirtæki fylgi markmiðum Parísarsamkomulagsins og dragi úr losun um 50% fyrir 2030. Hefðu þessi fyrirtæki kortlagt losun í losunarsviði 3, þá væru þau að vinna að því að draga úr losun um tæplega 4,5 milljón tonn en þegar ekkert er gefið upp, þá þurfa menn ekki að greiða skatt. Vissulega er megnið af losuninni erlendis en allt tengist og neikvæðu áhrifin koma niður á okkur öllum. Eins og sjá má þá getur hlutfall losunar verið breytilegt á milli atvinnugeira. Í flugi eru 80% losunar í losunarsviði 1 en 77% í losunarsviði 3 hjá álframleiðendum. Stóru losunarfyrirtækin á Íslandi eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð, stjórnvöld þurfa að taka frumkvæðið með réttlátum umskiptum í loftslagsmálum, setja þarf neyðarlög (herlög) og skylda fyrirtækin til að gera metnaðarfulla aðgerðaráætlun sem stjórnvöld fylgja eftir. Ljóst er að Íslendingar þurfa að taka sig verulega á ef Parísarsamkomulagið 2030 og markmiði kolefnishlutleysi 2040 á að nást. Það er allt of ódýrt að menga! Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
COP 28 ráðstefnan í Dubai lýkur formlega í dag, það er því tilefni að skoða losunarsvið 3 í loftslagsbókhaldi fyrirtækja. Losunarsvið 3 (e. scope3) sýnir losun í virðiskeðju fyrirtækja. Bæði ílag og frálag. Losunarmælingar í virðiskeðjunni eru nauðsynlegar til að fyrirtæki skilji rekstur sinn og ábyrgð og lykilatriði til að ná kolefnishlutleysi (Net Zero emissions). Í GHG staðlinum eru skilgreindir upp 15 losunarþættir. Þeir hafa verið valkvæðir en mun verða skylda á komandi árum með auknum kröfum alþjóðasamfélagsins. En ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna er mikil og þau verða að axla hana með því að kortleggja losunarsvið 3 vandlega. Í rannsókn sem gerð á sjálfbærniskýrslum 3.200 fyrirtækja sem eru í MSCI World vísitölunni þá var niðurstaðan: 88% losunar er í losunarsviði 3. GHG Protocol hefur gefið út að 79% af losun sé í umfangi 3 og Carbon Trust research áætlar að losunin sé 65-95% í umfangi 3. Mikilvægi losunarsviðs 3 felst í því að þar er stærsti hluti í heildar kolefnisfótspori fyrirtækis. Þó að losun sé mismunandi eftir atvinnugreinum. Með því að kortleggja losunarsvið 3 geta fyrirtæki haft yfirgripsmeiri og heildstæðari nálgun til að draga úr heildar umhverfisáhrifum sínum. Helstu kostir aðrir en að ná markmiði um kolefnishlutleysi eru: Alhliða áhrif, draga úr áhættu, þátttaka hagsmunaaðila og nýsköpunartækifæri. Skoðum stöðuna í losunarsviðum hjá íslenskum fyrirtækjum sem losa meira en 20 þúsund tonn CO2. Rauður litur í losunarsviðum segir að losunarbókhald er óviðunandi. Grænt þýðir að losunartala er rétt. Gulur litur er nálægt markmiði. Blár litur hjá Samherja er áætlun en fyrirtækið hefur ekki birt loftslagsbókhald sitt opinberlega. Niðurstaðan er að aðeins rúm 100 þúsund tonn CO2 eða 2% losunar er í losunarsviði 3, virðiskeðjunni og það er mjög slök útkoma. Þegar öll fyrirtæki á Íslandi eru skoðuð, þá hækkar talan í 9%. Litlu fyrirtæki eru að standa sig miklu betur. Flugfélagið Play er með nokkuð gott loftslagsbókhald og eina sem uppfyllir alþjóðlega kröfur. Orkufyrirtækin geta gert betur en á góðri leið. Landsvirkjun er með vottun frá CDP en skv. gögnum frá CDP þá lítur út að eitthvað sé enn vantalið. Sjávarútvegsfyrirtækin sýna framfarir á hverju ári. Álfyrirtækin þrjú skila núll í losunarsviðið 3, það sýnir algert áhuga- og metnaðarleysi. Þó má hrósa ÍSAL fyrir að gera vel í losunarsviði 2, orkunotkun. Hellnasker, hugveita í sjálfbærni, hefur reiknað út líklega niðurstöðu úr losunarsviðunum þrem og telur að svona eigi loftslagsbókhald fyrirtækjanna að vera. Heimildir: CDP, sjálfbærniskýrslur og lífsferilsgreiningar. Losun í virðiskeðjunni er áætluð tæplega 9 milljón tonn CO2 eða 66% hlutfall af losunarsviði 3. Álfyrirtækin skulda að gefa upp rúmlega 5 milljón tonn. Kísiliðjurnar tvær, Elkem og PCC Bakki Silicon skulda 2,2 milljón tonn CO2 en mest óvissa er með þessa tölu. Það er krafa um að lönd og stórfyrirtæki fylgi markmiðum Parísarsamkomulagsins og dragi úr losun um 50% fyrir 2030. Hefðu þessi fyrirtæki kortlagt losun í losunarsviði 3, þá væru þau að vinna að því að draga úr losun um tæplega 4,5 milljón tonn en þegar ekkert er gefið upp, þá þurfa menn ekki að greiða skatt. Vissulega er megnið af losuninni erlendis en allt tengist og neikvæðu áhrifin koma niður á okkur öllum. Eins og sjá má þá getur hlutfall losunar verið breytilegt á milli atvinnugeira. Í flugi eru 80% losunar í losunarsviði 1 en 77% í losunarsviði 3 hjá álframleiðendum. Stóru losunarfyrirtækin á Íslandi eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð, stjórnvöld þurfa að taka frumkvæðið með réttlátum umskiptum í loftslagsmálum, setja þarf neyðarlög (herlög) og skylda fyrirtækin til að gera metnaðarfulla aðgerðaráætlun sem stjórnvöld fylgja eftir. Ljóst er að Íslendingar þurfa að taka sig verulega á ef Parísarsamkomulagið 2030 og markmiði kolefnishlutleysi 2040 á að nást. Það er allt of ódýrt að menga! Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun