Sektaður fyrir jómfrúarferðina á rafhlaupahjóli kærustunnar í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 10:36 Árekstur rafhlaupahjólsins, sem var af gerðinni Kaabo Wolf Warrior 11, og bílsins varð við Flatahraun 25 í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm/Kaboo Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða 80 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ekið óskráðu rafhlaupahjóli á gangstétt í Hafnarfirði og verið án ökuréttinda í ágúst 2021. Málið kom upp eftir árekstur rafhlaupahjólsins, sem ekið var á miklum hraða, og bíls. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað 5. ágúst 2021 á gangstétt við Flatahraun í Hafnarfirði. Fóru saksóknarar fram á að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu sektar og að rafhlaupahjólið, sem var að gerðinni, Kaabo Wolf Warrior 11, yrði gert upptækt. Skall í hlið bílsins Í dómi kemur fram að lögreglu hafi lögreglu hafi borist tilkynning um umferðaróhapp við Flatahraun 25 umræddan dag. Þar hafi verið sjáanlegt tjón á vinstri hlið kyrrstæðs bíls og hafi lögregla rætt við ökumann bílsins sem sagðist hafa ekið norður Flatahraun og beygt inn á bílastæði við húsið þegar maður á rafhlaupahjóli hafi komið eftir gangstéttinni á miklum hraða. Hafi ökumaður rafhlaupahjólsins snarhemlað með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vélarhlíf bílsins Deilt um hraða hjólsins Ökumaður bílsins sagði bílinn hafa verið kyrrstæðan þegar slysið varð. Ákærði, ökumaður rafhlaupahjólsins, var hins vegar ekki sammála þessu og sagði ökumann bílsins hafa ekið í veg fyrir sig. Hann hafi þá þurft að snarhemla og hafnað í hlið bílsins. Ökumaður rafhlaupahjólsins sagðist hafa verið á 25 kílómetra hraða, en vitni í málinu sagðist hafa séð ákærða aka norður Flatahraun á gangstétt á „ofsahraða.“ Taldi vitnið að hjólinu hafi verið ekið á um 50 kílómetra hraða. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að hraðinn hafi verið rúmlega 40 kílómetrar á klukkustund í aðdraganda slyssins. Var á hjóli kærustunnar í fyrsta sinn Ákærði í málinu neitaði sök og vísaði til þess að hjólið væri í flokki léttra bifhjóla og falli því undir undanþáguákvæði umferðarlaga. Hann sagðist hafa í umrætt sinn verið að nota hjólið í fyrsta sinn, en það hafi verið í eigu kærustu hans sem hafi fest kaup á því fjórum dögum fyrir atvikið. Hann hafi talið hámarkshraða hjólsins verið 25 kílómetrar á klukkustund, enda hafi það verið skilaboðin sem hafi borist frá seljanda hjólsins. Á heimasíðu framleiðanda kemur hins vegar fram að hámarkshraði hjólsins sé 80, en stillingar séu mismundandi. Sakfelldur en hjólið ekki gert upptækt Maðurinn var sakfelldur í málinu og segir í dómi að hjólið sé skráningarskylt og ekki heimilt að aka slíkum hjólum án sérstakra réttinda. Ennfremur sé kveðið svo á um í umferðarlögum að óheimilt sé að aka eftir gangstétt, göngustíg, hjólastíg og göngugötu, en ágreiningslaust væri að maðurinn hafi ekið rafhjólinu á gangstétt líkt og lýst hafi verið í ákæru. Ákæruvaldið fór jafnframt fram á upptöku hjólsins. Í dómi segir að fáheyrt sé að ökutæki séu með dómi gerð upptæk vegna brota á umferðarlögum. Er vísað til þess að í umferðarlögum komi fram að unnt sé að gera upptækt vélknúið ökutæki vegna stórfellds eða ítrekaðs brots á ákvæðum laganna. „Upptaka ökutækis er afar íþyngjandi úrræði sem túlka ber þröngt og ber þar einkum að horfa til þeirrar háttsemi sem sakfellt er vegna. Að þessu virtu þykja hér engin efni til þess að fallast á kröfu ákæruvalds um að bifhjólið verði gert upptækt til ríkissjóðs og er kröfunni hafnað,“ segir í dómnum. Dómari mat hæfilega sekt vera 80 þúsund krónur sem greiða skal til ríkissjóða innan fjögurra vikna. Málsvarðarlaun skipaðs verjanda skuli ákærður greiða til hálfs og ríkissjóður til hálfs. Dómsmál Hafnarfjörður Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað 5. ágúst 2021 á gangstétt við Flatahraun í Hafnarfirði. Fóru saksóknarar fram á að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu sektar og að rafhlaupahjólið, sem var að gerðinni, Kaabo Wolf Warrior 11, yrði gert upptækt. Skall í hlið bílsins Í dómi kemur fram að lögreglu hafi lögreglu hafi borist tilkynning um umferðaróhapp við Flatahraun 25 umræddan dag. Þar hafi verið sjáanlegt tjón á vinstri hlið kyrrstæðs bíls og hafi lögregla rætt við ökumann bílsins sem sagðist hafa ekið norður Flatahraun og beygt inn á bílastæði við húsið þegar maður á rafhlaupahjóli hafi komið eftir gangstéttinni á miklum hraða. Hafi ökumaður rafhlaupahjólsins snarhemlað með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vélarhlíf bílsins Deilt um hraða hjólsins Ökumaður bílsins sagði bílinn hafa verið kyrrstæðan þegar slysið varð. Ákærði, ökumaður rafhlaupahjólsins, var hins vegar ekki sammála þessu og sagði ökumann bílsins hafa ekið í veg fyrir sig. Hann hafi þá þurft að snarhemla og hafnað í hlið bílsins. Ökumaður rafhlaupahjólsins sagðist hafa verið á 25 kílómetra hraða, en vitni í málinu sagðist hafa séð ákærða aka norður Flatahraun á gangstétt á „ofsahraða.“ Taldi vitnið að hjólinu hafi verið ekið á um 50 kílómetra hraða. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að hraðinn hafi verið rúmlega 40 kílómetrar á klukkustund í aðdraganda slyssins. Var á hjóli kærustunnar í fyrsta sinn Ákærði í málinu neitaði sök og vísaði til þess að hjólið væri í flokki léttra bifhjóla og falli því undir undanþáguákvæði umferðarlaga. Hann sagðist hafa í umrætt sinn verið að nota hjólið í fyrsta sinn, en það hafi verið í eigu kærustu hans sem hafi fest kaup á því fjórum dögum fyrir atvikið. Hann hafi talið hámarkshraða hjólsins verið 25 kílómetrar á klukkustund, enda hafi það verið skilaboðin sem hafi borist frá seljanda hjólsins. Á heimasíðu framleiðanda kemur hins vegar fram að hámarkshraði hjólsins sé 80, en stillingar séu mismundandi. Sakfelldur en hjólið ekki gert upptækt Maðurinn var sakfelldur í málinu og segir í dómi að hjólið sé skráningarskylt og ekki heimilt að aka slíkum hjólum án sérstakra réttinda. Ennfremur sé kveðið svo á um í umferðarlögum að óheimilt sé að aka eftir gangstétt, göngustíg, hjólastíg og göngugötu, en ágreiningslaust væri að maðurinn hafi ekið rafhjólinu á gangstétt líkt og lýst hafi verið í ákæru. Ákæruvaldið fór jafnframt fram á upptöku hjólsins. Í dómi segir að fáheyrt sé að ökutæki séu með dómi gerð upptæk vegna brota á umferðarlögum. Er vísað til þess að í umferðarlögum komi fram að unnt sé að gera upptækt vélknúið ökutæki vegna stórfellds eða ítrekaðs brots á ákvæðum laganna. „Upptaka ökutækis er afar íþyngjandi úrræði sem túlka ber þröngt og ber þar einkum að horfa til þeirrar háttsemi sem sakfellt er vegna. Að þessu virtu þykja hér engin efni til þess að fallast á kröfu ákæruvalds um að bifhjólið verði gert upptækt til ríkissjóðs og er kröfunni hafnað,“ segir í dómnum. Dómari mat hæfilega sekt vera 80 þúsund krónur sem greiða skal til ríkissjóða innan fjögurra vikna. Málsvarðarlaun skipaðs verjanda skuli ákærður greiða til hálfs og ríkissjóður til hálfs.
Dómsmál Hafnarfjörður Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira