Segir áreitið gagnvart James vera ógeðslegt Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2023 07:01 Atvikið í leik Chelsea og Arsenal. James á hér í höggi við Lia Walti leikmann Arsenal en James fékk gult spjald fyrir brotið og var tekin af velli strax í kjölfarið. Vísir/Getty Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, segir áreiti sem Lauren James hefur mátt þola vera ógeðslegt. Hún segir leikmanninn ekki vera á góðum stað andlega. Lauren James er leikmaður Chelsea og enska landsliðsins og af mörgum talin ein af betri leikmönnum ensku deildarinnar. James hefur fengið gagnrýni vegna eftir atvik í leik Chelsea gegn Arsenal á sunnudag. Hún virtist þá sparka til eða stíga á Lia Walti, leikmann Arsenal. Chelsea tapaði leiknum 4-1 en atvikið átti sér stað í stöðunni 3-1. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, tók James af velli strax í kjölfar atviksins en James fékk gult spjald frá dómara leiksins. Í sumar var James rekin af velli í leik Englands og Nígeríu á heimsmeistaramótinu fyrir að stíga ofan á Michelle Alozie leikmann Nígeríu. Lauren James fékk rautt spjald á heimsmeistaramótinu í sumar eftir þetta atvik þar sem hún steig á bak Michelle Alozie leikmanns Nígeríu.Vísir/Getty Á mánudag gaf Chelsea út yfirlýsingu þar sem liðið gagnrýndi það áreiti sem James hefur mátt þola eftir leikinn gegn Chelsea. Emma Hayes knattspyrnustjóri sagði síðan á blaðamannafundi í gær að hún teldi kynþáttahyggju búa að baki. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Allt áreitið sem hún hefur fengið frá almenningi og fjölmiðlum. Við erum að tala um ungan leikmann sem án nokkurs vafa er að vinna að því að bæta sig. En sumt af því sem ég hef lesið er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Hayes á blaðamannafundi Chelsea í gær. Ber áreitið saman við meðferðina sem Beckham fékk Hayes sagðist ekki sjá álíka áreiti gagnvart öðrum leikmönnum í deildinni þegar þeir hafa lent í vafasömum atvikum. „Ég held að það sé sanngjarnt að segja að ef ég væri í hennar stöðu þá myndi ég velta því fyrir mér hvort kynþáttahyggja væri ástæðan. Ég held að það sé mikilvægt fyrir landið okkar að sjá að hún er mikilvæg hæfileikakona og að hún er að læra öllum stundum.“ „Hún gerir mistök en sú niðrandi og villandi umræða sem hefur átt sér stað ættu allir að taka til umhugsunar. Aðrir leikmenn geta lenti í erfiðum atvikum, það eru eflaust svipuð atvik í þessum sama leik. Við ræðum þau atvik hins vegar ekki á sama hátt,“ bætti Hayes við. Emma Hayes addresses the online abuse Lauren James has faced. pic.twitter.com/NUHihJuZAi— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) December 13, 2023 Hayes bar meðferðina á James saman við stormviðrið í kringum David Beckham eftir að Beckham var rekinn af velli í leik Englands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 1998. Beckham var þá harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum og hreinlega hataður af knattspyrnuáhugamönnum á Englandi. Hayes vill meina að andstæðingar James hafi reynt að fiska á hana rauð spjöld síðan á heimsmeistaramótinu í sumar og að James þurfi að læra að takast á við það. „Hún er ekki á góðum stað ef ég á að vera hreinskilin. Hún er ungur leikmaður og gerði mistök í sumar. Að sjálfsögðu þarf hún að halda áfram að læra en það gerist ekki á einu augabragði. Þetta er sífelld vinna, stundum áttu góð augnablik og stundum ekki.“ „Eyðið þeim“ Hayes segir samfélagsmiðla ekki hjálpa til. Þar sé orðbragðið ljótt og særandi. „Ég held að þetta fari yfir öll mörk. Ef þú bætir kynþáttahatri ofan á það þá getur maður skilið af hverju andleg heilsa hennar er ekki í hæstu hæðum þessa vikuna.“ „Ráð mitt til leikmannanna sem lenda í erfiðum atvikum í leikjum er að eyða eigin síðum á samfélagsmiðlum. Ég get ekki stjórnað samfélagsmiðlum en mitt hlutverk er að hafa áhrif á þá. Þetta er mitt ráð til leikmannanna. Eyðið þeim.“ Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Lauren James er leikmaður Chelsea og enska landsliðsins og af mörgum talin ein af betri leikmönnum ensku deildarinnar. James hefur fengið gagnrýni vegna eftir atvik í leik Chelsea gegn Arsenal á sunnudag. Hún virtist þá sparka til eða stíga á Lia Walti, leikmann Arsenal. Chelsea tapaði leiknum 4-1 en atvikið átti sér stað í stöðunni 3-1. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, tók James af velli strax í kjölfar atviksins en James fékk gult spjald frá dómara leiksins. Í sumar var James rekin af velli í leik Englands og Nígeríu á heimsmeistaramótinu fyrir að stíga ofan á Michelle Alozie leikmann Nígeríu. Lauren James fékk rautt spjald á heimsmeistaramótinu í sumar eftir þetta atvik þar sem hún steig á bak Michelle Alozie leikmanns Nígeríu.Vísir/Getty Á mánudag gaf Chelsea út yfirlýsingu þar sem liðið gagnrýndi það áreiti sem James hefur mátt þola eftir leikinn gegn Chelsea. Emma Hayes knattspyrnustjóri sagði síðan á blaðamannafundi í gær að hún teldi kynþáttahyggju búa að baki. „Mér finnst þetta ógeðslegt. Allt áreitið sem hún hefur fengið frá almenningi og fjölmiðlum. Við erum að tala um ungan leikmann sem án nokkurs vafa er að vinna að því að bæta sig. En sumt af því sem ég hef lesið er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Hayes á blaðamannafundi Chelsea í gær. Ber áreitið saman við meðferðina sem Beckham fékk Hayes sagðist ekki sjá álíka áreiti gagnvart öðrum leikmönnum í deildinni þegar þeir hafa lent í vafasömum atvikum. „Ég held að það sé sanngjarnt að segja að ef ég væri í hennar stöðu þá myndi ég velta því fyrir mér hvort kynþáttahyggja væri ástæðan. Ég held að það sé mikilvægt fyrir landið okkar að sjá að hún er mikilvæg hæfileikakona og að hún er að læra öllum stundum.“ „Hún gerir mistök en sú niðrandi og villandi umræða sem hefur átt sér stað ættu allir að taka til umhugsunar. Aðrir leikmenn geta lenti í erfiðum atvikum, það eru eflaust svipuð atvik í þessum sama leik. Við ræðum þau atvik hins vegar ekki á sama hátt,“ bætti Hayes við. Emma Hayes addresses the online abuse Lauren James has faced. pic.twitter.com/NUHihJuZAi— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) December 13, 2023 Hayes bar meðferðina á James saman við stormviðrið í kringum David Beckham eftir að Beckham var rekinn af velli í leik Englands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 1998. Beckham var þá harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum og hreinlega hataður af knattspyrnuáhugamönnum á Englandi. Hayes vill meina að andstæðingar James hafi reynt að fiska á hana rauð spjöld síðan á heimsmeistaramótinu í sumar og að James þurfi að læra að takast á við það. „Hún er ekki á góðum stað ef ég á að vera hreinskilin. Hún er ungur leikmaður og gerði mistök í sumar. Að sjálfsögðu þarf hún að halda áfram að læra en það gerist ekki á einu augabragði. Þetta er sífelld vinna, stundum áttu góð augnablik og stundum ekki.“ „Eyðið þeim“ Hayes segir samfélagsmiðla ekki hjálpa til. Þar sé orðbragðið ljótt og særandi. „Ég held að þetta fari yfir öll mörk. Ef þú bætir kynþáttahatri ofan á það þá getur maður skilið af hverju andleg heilsa hennar er ekki í hæstu hæðum þessa vikuna.“ „Ráð mitt til leikmannanna sem lenda í erfiðum atvikum í leikjum er að eyða eigin síðum á samfélagsmiðlum. Ég get ekki stjórnað samfélagsmiðlum en mitt hlutverk er að hafa áhrif á þá. Þetta er mitt ráð til leikmannanna. Eyðið þeim.“
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira