Diljá skoraði annað mark liðsins á 65. mínútu eftir að Nikee Van Dijk hafði komið liðinu yfir stundarfjórðungi áður.
Jeslynn Kuijpersskoraði svo þriðja mark liðsins á 69. mínútu áður en Diljá bætti fjórða mari liðsins, og öðru marki sínu, við og gulltryggði um leið sigur gestanna.
Amber Maximus klóraði í bakkann fyrir heimakonur skömmu fyrir leikslok, en nær komst Gent ekki og niðurstaðan varð 4-1 útisigur Leuven. Leuven trónir því enn á toppi belgísku deildarinnar með 31 stig eftir tólf leiki, en Gent situr í sjötta sæti með 17 stig.