Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:36 Þriðja vinnustöðvun flugumferðarstjóra í mánuðinum fer fram á mánudag að öllu óbreyttu. Vísir/Vilhelm Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. Fundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var í gær frestað og óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður. Að óbreyttu mun vinnustöðvun flugumferðarstjóra fara fram á mánudagsmorgun og verður sú þriðja í þessum mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hugsanlegt tjón verði gripið til umfangsmeiri verkfallsaðgerða. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að verulegt tjón hljótist af aðgerðunum, sem leggist fyrst og fremst á ferðaþjónustuna en að auki á útflutning sjávarafurða „og önnur afleidd áhrif víða um hagkerfið,“ segir í grein SA. Þá segir að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamganga í einn dag gæti numið 1,5 milljörðum króna. Þar af megi ætla að beint tjón ferðaþjónustu nemi milljarði króna hið minnsta. Stöðvist flugsamgöngur fyrirvaralítið sé ólíklegt að aðfanga- og launakostnaður lækki samhliða tekjufalli. Í slíkum tilfellum yrði tjón greinarinnar líklega enn meira. Í þessum mánuði hafa tvær vinnustöðvanir flugumferðarstjóra farið fram, á þriðjudag og fimmtudag síðastliðinn, í sex klukkustundir í senn. Að öllu óbreyttu fer fram önnur vinnustöðvun á mánudag, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður en búist er við því að boðað verði til fundar um helgina. Útflutningur fersks fisks með flugi nemur um hundrað milljónum króna á dag, samkvæmt gein SA. Þar er þó ekki tekið tillit til óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar en þau áhrif séu illmælanlegri. Tjón fyrir marga Í útreikningum SA kemur fram að fjárhagslegt tjón ferðaþjónustunnar sé verulegt. Ætla megi að hagkerfið gæti orðið af um 1,2 milljörðum króna í tekjur vegna minni neyslu ferðamanna fyrir hvern dag sem ekki er flogið til landsins, ef miðað er við heildarneysla ferðamanns séu um 230 þúsund krónur og að flugfarið nemi fimmtungi þess kostnaðar. Loks kemur fram að ef flug lægi niðri í einn mánuð myndi landsframleiðsla dragast saman um um það bil eitt prósent, eða ríflega fjörutíu milljarða króna. Það samsvarar 1,3 milljarði á dag. Þannig yrði áhrifanna ekki aðeins vart hjá fyrirtækjum, heldur einnig ríkissjóði. Nýleg skýrsla um skattspor ferðaþjónustu áætli að skattspor greinarinnar verði ríflega 90 milljarðar króna á þessu ári, eða sem samsvarar ríflega 250 milljónum króna á dag. Það sé því ljóst að ríkissjóður muni ekki fara varhluta af þessum aðgerðum. „Ferðaþjónustan hefur þurft að glíma við alvarlegar áskoranir á umliðnum mánuðum og árum vegna heimsfaraldurs og náttúruhamfara. Í því ljósi er sú staða sem nú er upp komin sérlega átakanleg,“ segir í greininni. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Play Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Fundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var í gær frestað og óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður. Að óbreyttu mun vinnustöðvun flugumferðarstjóra fara fram á mánudagsmorgun og verður sú þriðja í þessum mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hugsanlegt tjón verði gripið til umfangsmeiri verkfallsaðgerða. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að verulegt tjón hljótist af aðgerðunum, sem leggist fyrst og fremst á ferðaþjónustuna en að auki á útflutning sjávarafurða „og önnur afleidd áhrif víða um hagkerfið,“ segir í grein SA. Þá segir að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamganga í einn dag gæti numið 1,5 milljörðum króna. Þar af megi ætla að beint tjón ferðaþjónustu nemi milljarði króna hið minnsta. Stöðvist flugsamgöngur fyrirvaralítið sé ólíklegt að aðfanga- og launakostnaður lækki samhliða tekjufalli. Í slíkum tilfellum yrði tjón greinarinnar líklega enn meira. Í þessum mánuði hafa tvær vinnustöðvanir flugumferðarstjóra farið fram, á þriðjudag og fimmtudag síðastliðinn, í sex klukkustundir í senn. Að öllu óbreyttu fer fram önnur vinnustöðvun á mánudag, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður en búist er við því að boðað verði til fundar um helgina. Útflutningur fersks fisks með flugi nemur um hundrað milljónum króna á dag, samkvæmt gein SA. Þar er þó ekki tekið tillit til óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar en þau áhrif séu illmælanlegri. Tjón fyrir marga Í útreikningum SA kemur fram að fjárhagslegt tjón ferðaþjónustunnar sé verulegt. Ætla megi að hagkerfið gæti orðið af um 1,2 milljörðum króna í tekjur vegna minni neyslu ferðamanna fyrir hvern dag sem ekki er flogið til landsins, ef miðað er við heildarneysla ferðamanns séu um 230 þúsund krónur og að flugfarið nemi fimmtungi þess kostnaðar. Loks kemur fram að ef flug lægi niðri í einn mánuð myndi landsframleiðsla dragast saman um um það bil eitt prósent, eða ríflega fjörutíu milljarða króna. Það samsvarar 1,3 milljarði á dag. Þannig yrði áhrifanna ekki aðeins vart hjá fyrirtækjum, heldur einnig ríkissjóði. Nýleg skýrsla um skattspor ferðaþjónustu áætli að skattspor greinarinnar verði ríflega 90 milljarðar króna á þessu ári, eða sem samsvarar ríflega 250 milljónum króna á dag. Það sé því ljóst að ríkissjóður muni ekki fara varhluta af þessum aðgerðum. „Ferðaþjónustan hefur þurft að glíma við alvarlegar áskoranir á umliðnum mánuðum og árum vegna heimsfaraldurs og náttúruhamfara. Í því ljósi er sú staða sem nú er upp komin sérlega átakanleg,“ segir í greininni.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Play Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira