„Eitthvað sem gerist einu sinni á ævinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 08:01 Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að hann sé ekki hrifinn af því þegar lið Manchester United sé talað niður fyrir leiki þess gegn lærisveinum hans í Liverpool. Liðin mætast á heimavelli Liverpool í dag. 7-0 sigur Liverpool á United í fyrra er öllum knattspyrnuáhugamönnum enn í fersku minni. Liverpool hefur gengið vel gegn erkifjendum sínum á síðustu árum og eru sigurstranglegri aðilinn fyrir leik liðanna á Anfield í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segist þó ekki hrifinn af því þegar talað er um að United sé ekki gott lið. „Ég kann aldrei við þegar fyrirsagnirnar um United eru á þennan hátt fyrir leik gegn okkur. Þá gæti þetta orðið leikur þar sem þeir ná öllu réttu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jurgen Klopp og Erik Ten Hag fyrir leik liðanna á Anifeld í fyrra sem Liverpool vann 7-0.Vísir/Getty „Því meira slæmt sem er sagt um þá, þeim mun sterkari munu þeir koma. Það er alltaf þannig og ég kann ekki við það. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim til að vita hver vandamál þeirra eru. Ég sá hins vegar að Erik Ten Hag var stjóri mánaðarins í nóvember og liðið var að ná í úrslit. Ég skil ekki hvernig allt getur verið í rugli? Ég bara skil það ekki,“ sagði Klopp en United féll meðal annars úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki skipta máli hvernig gengur hjá United því fyrir honum skipti einungis máli hvernig hans lið nái að undirbúa sig. „Ég reyni að skilja stöðu andstæðingana fyrir leiki. Því það er mikilvægt að vita hvernig þeir koma stemmdir. Stundum segi ég leikmönnunum mína skoðun og stundum geri ég það ekki.“ Mesti áhorfendafjöldi í 50 ár Á morgun verður Anfield fullsetinn í fyrsta sinn á tímabilinu. Framkvæmdir við eina stúku vallarins drógust verulega á langinn og á morgun verða í fyrsta sinn áhorfendur í þeirri stúku. Búist er við 57.000 áhorfendum á leikinn sem verður mesti fjöldi á leik í Anfield í 50 ár. Fyrir leik liðanna á Anfield í fyrra hafði United verið við það að blanda sér í titilbaráttuna en nú er liðið 10 stigum á eftir LIverpool sem situr á toppi deildarinnar. Klopp segir það ekki skipta máli hvort sigurinn á morgun geri út um vonir United um að berjast um titilinn. „Það er eitt sem skiptir máli og það er að sækja þrjú stig á leikdegi. Ef þetta væri undir lok tímabilsins og við værum að taka stórt skref í átt að einhverju frábæru með sigri, þá myndi ég kannski tala um það.“ „Við vitum að 7-0 sigurinn voru einhver fáránleg úrslit sem gerast einu sinni á ævinni. Ef það hjálpar einhverjum fyrir næsta leik á eftir þá er það liðinu sem tapaði 7-0 en ekki liðinu sem vann. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
7-0 sigur Liverpool á United í fyrra er öllum knattspyrnuáhugamönnum enn í fersku minni. Liverpool hefur gengið vel gegn erkifjendum sínum á síðustu árum og eru sigurstranglegri aðilinn fyrir leik liðanna á Anfield í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segist þó ekki hrifinn af því þegar talað er um að United sé ekki gott lið. „Ég kann aldrei við þegar fyrirsagnirnar um United eru á þennan hátt fyrir leik gegn okkur. Þá gæti þetta orðið leikur þar sem þeir ná öllu réttu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jurgen Klopp og Erik Ten Hag fyrir leik liðanna á Anifeld í fyrra sem Liverpool vann 7-0.Vísir/Getty „Því meira slæmt sem er sagt um þá, þeim mun sterkari munu þeir koma. Það er alltaf þannig og ég kann ekki við það. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim til að vita hver vandamál þeirra eru. Ég sá hins vegar að Erik Ten Hag var stjóri mánaðarins í nóvember og liðið var að ná í úrslit. Ég skil ekki hvernig allt getur verið í rugli? Ég bara skil það ekki,“ sagði Klopp en United féll meðal annars úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki skipta máli hvernig gengur hjá United því fyrir honum skipti einungis máli hvernig hans lið nái að undirbúa sig. „Ég reyni að skilja stöðu andstæðingana fyrir leiki. Því það er mikilvægt að vita hvernig þeir koma stemmdir. Stundum segi ég leikmönnunum mína skoðun og stundum geri ég það ekki.“ Mesti áhorfendafjöldi í 50 ár Á morgun verður Anfield fullsetinn í fyrsta sinn á tímabilinu. Framkvæmdir við eina stúku vallarins drógust verulega á langinn og á morgun verða í fyrsta sinn áhorfendur í þeirri stúku. Búist er við 57.000 áhorfendum á leikinn sem verður mesti fjöldi á leik í Anfield í 50 ár. Fyrir leik liðanna á Anfield í fyrra hafði United verið við það að blanda sér í titilbaráttuna en nú er liðið 10 stigum á eftir LIverpool sem situr á toppi deildarinnar. Klopp segir það ekki skipta máli hvort sigurinn á morgun geri út um vonir United um að berjast um titilinn. „Það er eitt sem skiptir máli og það er að sækja þrjú stig á leikdegi. Ef þetta væri undir lok tímabilsins og við værum að taka stórt skref í átt að einhverju frábæru með sigri, þá myndi ég kannski tala um það.“ „Við vitum að 7-0 sigurinn voru einhver fáránleg úrslit sem gerast einu sinni á ævinni. Ef það hjálpar einhverjum fyrir næsta leik á eftir þá er það liðinu sem tapaði 7-0 en ekki liðinu sem vann.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira