Flugumferðarstjórar fresta verkfallsaðgerðum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 23:22 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra, segir ákvörðun um frestun verkfallsaðgerða hafa verið tekna um leið og fréttist af gosinu. Vísir Félag flugumferðarstjóra hefur ákveðið að hætta við verkfallsaðgerðir næstkomandi miðvikudag í ljósi tíðinda af eldgosinu. Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, staðfestir þetta við fréttastofu. „Við aflýstum aðgerðum um leið og við fréttum af þessu gosi. Á meðan óvissuástand ríkir þá munum við ekki boða til frekari aðgerða,“ segir Arnar. Fyrstu aðgerðir flugumferðarstjóra voru á mánudaginn, miðvikudag í síðustu viku og aftur í morgun. Til stóð að flugmumferðarstjórar myndi svo aftur leggja niður störf á miðvikudagsmorgun. Lítið hefur þokað í samkomulagsátt og miðaði í viðræðum lítið í dag. Ekkert var fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í dag, þó að sáttasemjari segir að einhverjar þreifingar hafi verið. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag deiluaðilar yrðu að sýna ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokaði þó ekki að stjórnvöld myndu grípa inn í með lagasetningu.
Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, staðfestir þetta við fréttastofu. „Við aflýstum aðgerðum um leið og við fréttum af þessu gosi. Á meðan óvissuástand ríkir þá munum við ekki boða til frekari aðgerða,“ segir Arnar. Fyrstu aðgerðir flugumferðarstjóra voru á mánudaginn, miðvikudag í síðustu viku og aftur í morgun. Til stóð að flugmumferðarstjórar myndi svo aftur leggja niður störf á miðvikudagsmorgun. Lítið hefur þokað í samkomulagsátt og miðaði í viðræðum lítið í dag. Ekkert var fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í dag, þó að sáttasemjari segir að einhverjar þreifingar hafi verið. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag deiluaðilar yrðu að sýna ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokaði þó ekki að stjórnvöld myndu grípa inn í með lagasetningu.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Play Eldgos á Reykjanesskaga Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Vefmyndavélar: Eldgosið frá mörgum sjónarhornum Eldgos hófst á Reykjanesskaga í kvöld. Gosið er staðsett nærri Hagafelli og sést vel úr byggð. 18. desember 2023 23:19 Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Vefmyndavélar: Eldgosið frá mörgum sjónarhornum Eldgos hófst á Reykjanesskaga í kvöld. Gosið er staðsett nærri Hagafelli og sést vel úr byggð. 18. desember 2023 23:19
Vaktin: Eldgos hafið á Reykjanesskaga Gos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í kvöld. 18. desember 2023 22:25