Hvít jól um allt land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2023 07:49 Jólin verða hvít um allt land, þó þau geti verið svolítið flekkótt syðst. Vísir/Vilhelm Allir landsmenn mega eiga von á hvítum jólum, þó jörð geti verið hvítflekkótt syðst. Veðurspáin fyrir helgina skánaði í morgun frá því sem var og segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að allir geti átt von á hvítum jólum. „Föstudagurinn er með rólegheitum, norðlæg átt og éljagangur um norðan- og austanvert landið en líklega meira og minna alveg þurrt og bjart yfir sunnan- og vestantil. Á laugardag þá kemur lægðin býsna nálægt okkur þannig að það bætir nokkuð í vind, það verður skýjað og éljagangur nokkuð víða á landinu,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur. Komi lægðin nær landinu gæti snjóað um sunnanvert landið en hann segir það ekki sjálfgefið. „Aðfangadagur eins og hann er núna er hann alveg þurr sunnantil en áfram éljagangur fyrir norðan og austan. Jóladagur er svoleiðis líka,“ segir Óli Þór. „Þessi föl sem kom í nótt og sá snjór sem var fyrir hann tekur ekkert upp þó rigni um tíma í dag. Hann sígur og blotnar og svo frystir hann aftur. Þessir tímar í dag eru síðustu tímarnir sem maður sér hláku fyrir jól og sá snjór sem verður eftir hann er ekkert að fara. Það getur verið að það verði eitthvað flekkótt syðst á landinu en á höfuðborgarsvæðinu er mjög líklegt að verði meira og minna hvít jól og fyrir norðan og austan verða þau klárlega hvít.“ Veður Jól Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Sjá meira
Veðurspáin fyrir helgina skánaði í morgun frá því sem var og segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að allir geti átt von á hvítum jólum. „Föstudagurinn er með rólegheitum, norðlæg átt og éljagangur um norðan- og austanvert landið en líklega meira og minna alveg þurrt og bjart yfir sunnan- og vestantil. Á laugardag þá kemur lægðin býsna nálægt okkur þannig að það bætir nokkuð í vind, það verður skýjað og éljagangur nokkuð víða á landinu,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur. Komi lægðin nær landinu gæti snjóað um sunnanvert landið en hann segir það ekki sjálfgefið. „Aðfangadagur eins og hann er núna er hann alveg þurr sunnantil en áfram éljagangur fyrir norðan og austan. Jóladagur er svoleiðis líka,“ segir Óli Þór. „Þessi föl sem kom í nótt og sá snjór sem var fyrir hann tekur ekkert upp þó rigni um tíma í dag. Hann sígur og blotnar og svo frystir hann aftur. Þessir tímar í dag eru síðustu tímarnir sem maður sér hláku fyrir jól og sá snjór sem verður eftir hann er ekkert að fara. Það getur verið að það verði eitthvað flekkótt syðst á landinu en á höfuðborgarsvæðinu er mjög líklegt að verði meira og minna hvít jól og fyrir norðan og austan verða þau klárlega hvít.“
Veður Jól Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Sjá meira