Enginn aðfangadagsleikur á næsta tímabili Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. desember 2023 18:30 Enska úrvalsdeildin hefur hlustað á gagnrýni sem hún hlaut fyrir að færa leik Chelsea og Wolves frá Þorláksmessu yfir á aðfangadag. Visionhaus/Getty Images Almanak ensku úrvalsdeildarinnar fyrir tímabilið 2024/25 var gefið út fyrr í dag, það hefst þann 17. ágúst 2024, 90 dögum eftir að núverandi keppnistímabili lýkur og rétt rúmum mánuði eftir að úrslitaleikur EM fer fram. Tímabilinu lýkur svo með heilli umferð þann 25. maí 2025. Úrvalsdeildin hefur ákveðið að hafa ekki leik þann 24. desember 2024. Fyrr á tímabilinu var ákveðið að Wolves skyldi taka á móti Chelsea næstkomandi aðfangadag en ákvörðunin naut ekki góðs hljómgrunns meðal leikmanna og þjálfara sem þrá hvíld yfir hátíðarnar, sem og stuðningsmanna, en almenningssamgöngur eru skertar á aðfangadag og erfitt getur reynst að ferðast að leikstað. Litið var á þann leik sem prufukeyrslu og ljóst er að ekki verður haldið áfram með aðfangadagsleiki. Einu sinni áður hefur leikur farið fram á aðfangadag, árið 1995 þegar Leeds United vann 3-1 sigur á Manchester United. „Í samræmi við skuldbinginar sem gerðar voru við félögin til að takast á við þétta leikjadagskrá hafa ráðstafanir verið gerðar til að tryggja hvíldartíma leikmanna. Ekkert félag mun leika innan við 60 klukkustundum frá síðasta leik. Enginn leikur mun fara fram 24. desember 2024“ sagði í yfirlýsingu úrvalsdeildarinnar. 📅 The 2024/25 Premier League season dates have been confirmed➡️ https://t.co/ecolkefN5B pic.twitter.com/k4h66lvQ5d— Premier League (@premierleague) December 22, 2023 Að venju verða 20 lið í deildinni og 38 umferðir spilaðar. Tímabilinu verður skipt þannig að 33 umferðir fara fram yfir helgi, 4 umferðir í miðri viku og ein umferð á almennum frídegi (e. Bank Holiday). Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Sjá meira
Úrvalsdeildin hefur ákveðið að hafa ekki leik þann 24. desember 2024. Fyrr á tímabilinu var ákveðið að Wolves skyldi taka á móti Chelsea næstkomandi aðfangadag en ákvörðunin naut ekki góðs hljómgrunns meðal leikmanna og þjálfara sem þrá hvíld yfir hátíðarnar, sem og stuðningsmanna, en almenningssamgöngur eru skertar á aðfangadag og erfitt getur reynst að ferðast að leikstað. Litið var á þann leik sem prufukeyrslu og ljóst er að ekki verður haldið áfram með aðfangadagsleiki. Einu sinni áður hefur leikur farið fram á aðfangadag, árið 1995 þegar Leeds United vann 3-1 sigur á Manchester United. „Í samræmi við skuldbinginar sem gerðar voru við félögin til að takast á við þétta leikjadagskrá hafa ráðstafanir verið gerðar til að tryggja hvíldartíma leikmanna. Ekkert félag mun leika innan við 60 klukkustundum frá síðasta leik. Enginn leikur mun fara fram 24. desember 2024“ sagði í yfirlýsingu úrvalsdeildarinnar. 📅 The 2024/25 Premier League season dates have been confirmed➡️ https://t.co/ecolkefN5B pic.twitter.com/k4h66lvQ5d— Premier League (@premierleague) December 22, 2023 Að venju verða 20 lið í deildinni og 38 umferðir spilaðar. Tímabilinu verður skipt þannig að 33 umferðir fara fram yfir helgi, 4 umferðir í miðri viku og ein umferð á almennum frídegi (e. Bank Holiday).
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Sjá meira