Manchester United hefur spilað 26 leiki í öllum keppnum á tímabilinu og tapað helming þeirra. Þeir eru dottnir úr leik í Meistaradeildinni, FA bikarnum, deildarbikarnum og hafa dregist verulega aftur úr í ensku úrvalsdeildinni.
Liðið hefur skorað 18 mörk í 18 deildarleikjum alls og mistekist að skora í 7 þeirra. Þeir hafa ekki skorað núna fjóra leiki í röð, tæpar sjö klukkustundir inni á vellinum, en það er í fyrsta sinn síðan 1992 sem það gerist.
Manchester United haven't scored in SIX hours & 46 minutes, the worst record of any Premier League side in the last month.
— Statman Dave (@StatmanDave) December 23, 2023
Boring, boring Man Utd. 😴😴😴 pic.twitter.com/ArM8dbuwRl
Aðeins einu sinni áður hefur Manchester United tapað jafnmörgum leikjum fyrir jól, það gerðist árið 1930, á tímabili sem liðið endaði í neðsta sæti efstu deildar.
Paul Scholes tjáði sig um vandræði liðsins eftir leik. Hann sagði leikmenn skorta sjálfstraust fram á við og undraði sig á þjálfunaraðferðum Erik Ten Hag.
"Did a manager ever tell me how to score a goal?"
— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 23, 2023
"No." 😳
Paul Scholes talks about the disconnect among the Man Utd players and why they are lacking goals...
🎙️ @lynseyhipgrave1 pic.twitter.com/Gwc9qnlpHp
Manchester United gefst tækifæri til að rétta úr gengi sínu þegar þeir heimsækja Aston Villa á annan í jólum, 26. desember kl. 16:00.