Sex ára dreng flogið á vitlausan áfangastað Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. desember 2023 11:19 Drengurinn ætlaði að heimsækja ömmu sína í borginni Fort Myers í Flórída. EPA Sex ára bandarískum dreng, sem ferðast átti frá Pennsylvania-ríki til Fort Myers í Flórída með flugfélaginu Spirit Airlines í gær, var komið fyrir í flugvél til Orlandó borgar af fylgdarmanni flugfélagsins. CBS hefur eftir talsmanni Spirit að drengnum hafi verið ranglega komið fyrir um borð í flugvél sem flaug honum til borgarinnar Orlandó, en ekki Fort Myers, þar sem hann átti að lenda. Rúmlega 250 kílómetrar eru milli borganna. Þá segir talsmaðurinn málið vera í rannsókn. Drengurinn hafi allan tímann verið undir eftirliti fylgdarmanns frá flugfélaginu. Og um leið og upp komst að hann væri í vitlausri flugferð hefði félagið haft samband við foreldra hans. Sagði engin börn í flugvélinni Drengurinn er sagður sex ára gamall og að flugferðin hefði verið hans fyrsta. Tilgangur ferðarinnar hafi verið heimsókn til ömmu hans. Fréttaveitan WINK TV hefur eftir Mariu Ramos, ömmu drengsins, að atvikið sé eitt það óhugnanlegasta sem hún hefur lent í. „Þau sögðu: Nei, hann er ekki í þessu flugi. Hann missti af fluginu. Ég sagði: nei, hann gæti ekki hafa misst af fluginu vegna þess að ég er með innritunarmiðann hans,“ sagði hún við miðilinn. „Ég hljóp inn í flugvélina til flugfreyjunnar og spurði hana: Hvar er barnabarnið mitt? Hann kom til ykkar í Philadelphia. Hún sagði: nei, það voru engin börn í flugferðinni.“ Síðan þá hefur flugfélagið beðið fjölskyldu drengsins afsökunar og er eins og áður segir með málið í rannsókn. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
CBS hefur eftir talsmanni Spirit að drengnum hafi verið ranglega komið fyrir um borð í flugvél sem flaug honum til borgarinnar Orlandó, en ekki Fort Myers, þar sem hann átti að lenda. Rúmlega 250 kílómetrar eru milli borganna. Þá segir talsmaðurinn málið vera í rannsókn. Drengurinn hafi allan tímann verið undir eftirliti fylgdarmanns frá flugfélaginu. Og um leið og upp komst að hann væri í vitlausri flugferð hefði félagið haft samband við foreldra hans. Sagði engin börn í flugvélinni Drengurinn er sagður sex ára gamall og að flugferðin hefði verið hans fyrsta. Tilgangur ferðarinnar hafi verið heimsókn til ömmu hans. Fréttaveitan WINK TV hefur eftir Mariu Ramos, ömmu drengsins, að atvikið sé eitt það óhugnanlegasta sem hún hefur lent í. „Þau sögðu: Nei, hann er ekki í þessu flugi. Hann missti af fluginu. Ég sagði: nei, hann gæti ekki hafa misst af fluginu vegna þess að ég er með innritunarmiðann hans,“ sagði hún við miðilinn. „Ég hljóp inn í flugvélina til flugfreyjunnar og spurði hana: Hvar er barnabarnið mitt? Hann kom til ykkar í Philadelphia. Hún sagði: nei, það voru engin börn í flugferðinni.“ Síðan þá hefur flugfélagið beðið fjölskyldu drengsins afsökunar og er eins og áður segir með málið í rannsókn.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira