Körfubolti

Brunson dró vagninn er Knicks batt enda á sigur­göngu Bucks

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jalen Brunson var stigahæsti maður vallarins í kvöld.
Jalen Brunson var stigahæsti maður vallarins í kvöld. Vísir/Getty

Jalen Brunson var stigahæsti maður vallarins er New York Knicks vann sjö stiga sigur gegn Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld, 129-122.

Milwaukee-liðið hafði unnið sjö leiki í röð fyrir leik kvöldsins og mættu því til leiks í sannkölluðu jólaskapi. Jólasteikin virtist þó sitja í þeim og heimamenn í New York Knicks leiddu með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta, staðan 36-27.

Gestirnir frá Milwaukee náðu að halda betur aftur að heimamönnum í öðrum leikhluta, en þrátt fyrir það jók Knicks-liðið forskot sitt lítillega og fór með 62-51 forystu inn í hálfleikshléið.

Ekki tóks gestunum að saxa á forskot Knicks í þriðja leikhluta og þrátt fyrir að hafa gert það í þeim fjórða þá var það orðið of seint. Niðurstaðan varð sjö stiga sigur New York Knicks, 129-122, sem batt þar með enda á sjö leikja sigurgöngu Milwaukee Bucks.

Eins og áður segir var Jalen Brunson stigahæsti maður vallarins með 38 stig, en hann tók einnig fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Milwaukee Buck voru þeir Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard atkvæðamestir með 32 stig hvor. Giannis bætti einnig við 13 fráköstum og sex stoðsendingum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×