Madueke bjargaði jólunum fyrir Chelsea

Siggeir Ævarsson skrifar
Noni Madueke og Axel Disasi fagna sigurmarki þess fyrrnefnda
Noni Madueke og Axel Disasi fagna sigurmarki þess fyrrnefnda Vísir/Getty

Lundúnaliðin Chelsea og Crystal Palace mættust á Stamford Bridge í kvöld en gestirnir í Palace höfðu ekki unnið í sjö deildarleikjum í röð og fögnuðu síðast sigri í ensku úrvalsdeildinni 4. nóvember síðastliðinn. Það varð engin breyting á því í kvöld.

Mykhaylo Mudryk kom Chelsea yfir snemma leiks en Michael Olise jafnaði leikinn með laglegu marki rétt fyrir hálfleik þar sem setja mátti stórt spurningamerki við varnarleik heimamanna.

VAR var í nokkuð stóru hlutverki í kvöld. Fyrst var mark dæmt af Chelsea á 78. mínútu eftir að Nicolas Jackson hafði tekist að koma boltanum í netið en á 87. mínútu var VAR með Chelsea á bandi þegar liðið fékk vítaspyrnu dæmda eftir endurskoðun í VAR-herberginu.

Varamaðurinn Noni Madueke fór á punktinn og skoraði af öryggi þar sem hann sendi Dean Henderson í rangt horn.

Sigurinn þýðir að Chelsea lyftir sér í efri helminginn deildarinnar, í 10. sætið, með jafn mörg stig og Wolves sem liðið tapaði einmitt fyrir á aðfangadag.

Crystal Palace halda áfram að leita að sigri en liðið er nú aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira