Opna aðra lyftuna í fyrra fallinu eftir sprenginguna í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2023 11:58 Langar raðir, fólks og bíla, mynduðust í Bláfjöllum í gær. Vísir Örtröð myndaðist í Bláfjöllum í gær þegar fimm þúsund manns lögðu leið sína í brekkurnar. Framkvæmdastjóri segir daginn einn þann allra fjölmennasta frá því hann hóf störf. Langar raðir myndist óhjákvæmilega þegar slíkur fjöldi komi saman. Ekki hafi verið hægt að opna fleiri lyftur vegna manneklu. Eins og sjá mátti af myndum úr Bláfjöllum í gær voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis greinilega orðnir skíðaþyrstir eftir jólin. „Og veðrið var bara einstakt. Þannig að já, dagurinn í gær var bara sá stærsti eða einn sá stærsti sem ég hef upplifað síðan 2007,“ segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Hann segir um fimm þúsund manns hafa komið á svæðið í gær. Raðir á öllum vígstöðvum hafi orðið svo langar að margir hafi hreinlega aldrei komist á skíði, sem gerist óhjákvæmilega þegar „uppselt“ er á svæðið eins og í gær. „Við erum með þarna tvær stólalyftur í gangi í gær sem hvor um sig ber um 2500 manns upp á klukkutíma þannig það er gríðarlegur mokstur á lyftunum. Raðirnar voru langar í stólalyfturnar en að sögn fólks sem var í röðunum þá tóku þær ekki nema um tíu mínútur.“ Hefði getað stýrt umferð betur Aukafólk mannar iðulega vaktirnar í desember og fullmannað var í gær. Fast starfsfólk kemur ekki til starfa fyrr en í janúar, að sögn Magnúsar. „Þannig að ég hafði ekki aðgang að þessu fastafólki sem kemur í janúar nema tveimur af tólf. Það hefði breytt miklu, þá hefði ég getað haft fleiri lyftur opnar.“ Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Steingrímur Dúi Löng bílaröð myndaðist einnig inn á svæðið. Magnús er þó ekki endilega á því að leggja þurfi fleiri bílastæði. „Það voru bílastæði til staðar við skálana en fólk valdi það frekar að leggja á veginum og mynda þannig teppu,“ segir Magnús. „Svo hefðum við auðvitað getað verið með betri stýringar á þessu. Við gátum opnað svokallaða vesturgötu þannig að við mynduðum hringstreymi á svæðinu fyrir bíla sem hjálpar alltaf til. En við hefðum mögulega getað stýrt umferðinni betur.“ Skíðasvæðið er opið í dag og önnur stólalyftan verður opnuð í fyrra fallinu, klukkan eitt. Magnús gerir þó ekki ráð fyrir jafnmörgum gestum og í gær. „Það spáir samt, eins og núna og næstu daga, góðu veðri og fínu í dag líka, þó það verði skýjað. Það á að detta niður vindurinn klukkan eitt. Þannig að ég geri bara ráð fyrir mjög góðum degi eins og vanalega er milli jóla og nýárs en ekki þeirri sprengju sem var í gær.“ Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar Bláfjöll voru opnuð í fyrsta sinn í vetur rétt fyrir jól. Skíðasvæði Kópavogur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Eins og sjá mátti af myndum úr Bláfjöllum í gær voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis greinilega orðnir skíðaþyrstir eftir jólin. „Og veðrið var bara einstakt. Þannig að já, dagurinn í gær var bara sá stærsti eða einn sá stærsti sem ég hef upplifað síðan 2007,“ segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Hann segir um fimm þúsund manns hafa komið á svæðið í gær. Raðir á öllum vígstöðvum hafi orðið svo langar að margir hafi hreinlega aldrei komist á skíði, sem gerist óhjákvæmilega þegar „uppselt“ er á svæðið eins og í gær. „Við erum með þarna tvær stólalyftur í gangi í gær sem hvor um sig ber um 2500 manns upp á klukkutíma þannig það er gríðarlegur mokstur á lyftunum. Raðirnar voru langar í stólalyfturnar en að sögn fólks sem var í röðunum þá tóku þær ekki nema um tíu mínútur.“ Hefði getað stýrt umferð betur Aukafólk mannar iðulega vaktirnar í desember og fullmannað var í gær. Fast starfsfólk kemur ekki til starfa fyrr en í janúar, að sögn Magnúsar. „Þannig að ég hafði ekki aðgang að þessu fastafólki sem kemur í janúar nema tveimur af tólf. Það hefði breytt miklu, þá hefði ég getað haft fleiri lyftur opnar.“ Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Steingrímur Dúi Löng bílaröð myndaðist einnig inn á svæðið. Magnús er þó ekki endilega á því að leggja þurfi fleiri bílastæði. „Það voru bílastæði til staðar við skálana en fólk valdi það frekar að leggja á veginum og mynda þannig teppu,“ segir Magnús. „Svo hefðum við auðvitað getað verið með betri stýringar á þessu. Við gátum opnað svokallaða vesturgötu þannig að við mynduðum hringstreymi á svæðinu fyrir bíla sem hjálpar alltaf til. En við hefðum mögulega getað stýrt umferðinni betur.“ Skíðasvæðið er opið í dag og önnur stólalyftan verður opnuð í fyrra fallinu, klukkan eitt. Magnús gerir þó ekki ráð fyrir jafnmörgum gestum og í gær. „Það spáir samt, eins og núna og næstu daga, góðu veðri og fínu í dag líka, þó það verði skýjað. Það á að detta niður vindurinn klukkan eitt. Þannig að ég geri bara ráð fyrir mjög góðum degi eins og vanalega er milli jóla og nýárs en ekki þeirri sprengju sem var í gær.“ Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar Bláfjöll voru opnuð í fyrsta sinn í vetur rétt fyrir jól.
Skíðasvæði Kópavogur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22
Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28
Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22