Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Tveir karlar voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna skotárásinnar í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Þeir voru báðir handteknir í gærnótt en þriðji maðurinn sem handtekinn var er laus úr haldi.