Einstæð móðir rukkuð um tvöfalda leigu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. desember 2023 16:11 Kolbrún Jónsdóttir ásamt börnunum sínum. Andy Commins Kolbrún Jónsdóttir, einstæð móðir, hefur verið rukkuð um leigu janúarmánaðar fyrir íbúð sína í Grindavík. Líkt og aðrir íbúar bæjarins fór hún úr bænum þegar hann var rýmdur þann tíunda nóvember, en síðan hefur hún byrjað að leigja íbúð í Hafnarfirði. Hún situr því uppi með tvær rukkanir fyrir leigu í næsta mánuði. „Engin venjuleg manneskja getur staðið undir tveimur leigugreiðslum á mánuði,“ segir Kolbrún, sem útskýrir að málið valdi enn meiri óvissu hjá sér ofan á það sem Grindvíkingar hafa upplifað síðustu mánuði vegna jarðhræringanna og eldgossins. Leiga Kolbrúnar í Grindavík er á vegum Ölmu leigufélags. Hún segir félagið mega eiga það að fella niður leigu desembermánaðar, en hún hefur fengið þau svör að janúarleigan standi, að minnsta kosti eins og er. „Ég fékk reikninginn í heimabanka og spurði hvort hann yrði ekki alveg örugglega tekin út í ljósi aðstæðna. Ég fékk þau svör að þeir ætluðu ekki að gera það að svo stöddu, en þeir myndu fylgjast með stöðu mála ef eitthvað myndi breytast. Ég spurði á móti, hvað það væri nákvæmlega sem þyrfti að breytast svo þetta yrði tekið út og ég hef ekki fengið svör við því. Þannig reikningurinn er enn inni í heimabankanum.“ Kolbrún hefur sett sig í samband við Leigjendasamtökin vegna málsins, og segir hún að nú sé til skoðunar hver réttindi hennar séu í þessu fordæmalausu aðstæðum. „Maður er samt að vonast til að þurfa ekki að standa í stappi út af þessu, vera í einhverju veseni,“ segir hún. Hefur lítinn áhuga á að vera í Grindavík Íbúum Grindavíkur hefur verið heimilað að dvelja heima hjá sér á ný þrátt fyrir hættumat sem segir að líkur á öðru eldgosi aukist með hverjum deginum. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því síðast í dag að erfitt væri að tryggja öryggi þeirra sem væru í bænum. Og Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær að hætta væri á hraunflæði og gasmengun í Grindavík. Kolbrún segist ekki hafa áhuga á að vera í Grindavík á meðan þar sé óvissuástand, hvað þá að lenda aftur í sömu stöðu og í nóvember, að rýma, vera á vergangi, og þurfa að leita sér að samastað. „Þetta er ástand sem er búið að snúa lífi mínu á hvolf,“ bætir hún við og útskýrir að hún hafi verið í masternámi og að ástandið hafi haft mikil áhrif á það, sem og fjölskyldu sína. Kolbrún bendir á að eins og stendur séu engir félagslegir innviðir í Grindavík. Skóli, heilsugæsla og verslanir séu ekki opnar. Ofan á það bætir hún við að ef hún myndi rifta leigusamningi myndi líklega ekki vera barist um íbúðina. Þætti eðlilegt að gefa smá svigrúm „Manni finnst þetta skjóta svo skökku við, en samt svo mikið í þeirra anda, Ölmu leigufélags, að gera allt sem þeir geta til að græða,“ segir Kolbrún. Hún býr í fjölbýlishúsi og telur að allar íbúðirnar séu í eigu félagsins. Henni skilst að hinir íbúarnir hafi líka fengið rukkun fyrir leigu. Þó hefur hún heyrt frá öðrum leigjendum og leigusölum í Grindavík að fyrirkomulagið sé ólíkt hjá þeim, mörgum hverjum. Flestir virðist ekki rukka, og aðrir rukki hálft leigugjald. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir neinn, en maður myndi halda að það væri hægt að sjá sóma sinn í því að gefa leigjendum smá svigrúm.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Leigumarkaður Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Engin venjuleg manneskja getur staðið undir tveimur leigugreiðslum á mánuði,“ segir Kolbrún, sem útskýrir að málið valdi enn meiri óvissu hjá sér ofan á það sem Grindvíkingar hafa upplifað síðustu mánuði vegna jarðhræringanna og eldgossins. Leiga Kolbrúnar í Grindavík er á vegum Ölmu leigufélags. Hún segir félagið mega eiga það að fella niður leigu desembermánaðar, en hún hefur fengið þau svör að janúarleigan standi, að minnsta kosti eins og er. „Ég fékk reikninginn í heimabanka og spurði hvort hann yrði ekki alveg örugglega tekin út í ljósi aðstæðna. Ég fékk þau svör að þeir ætluðu ekki að gera það að svo stöddu, en þeir myndu fylgjast með stöðu mála ef eitthvað myndi breytast. Ég spurði á móti, hvað það væri nákvæmlega sem þyrfti að breytast svo þetta yrði tekið út og ég hef ekki fengið svör við því. Þannig reikningurinn er enn inni í heimabankanum.“ Kolbrún hefur sett sig í samband við Leigjendasamtökin vegna málsins, og segir hún að nú sé til skoðunar hver réttindi hennar séu í þessu fordæmalausu aðstæðum. „Maður er samt að vonast til að þurfa ekki að standa í stappi út af þessu, vera í einhverju veseni,“ segir hún. Hefur lítinn áhuga á að vera í Grindavík Íbúum Grindavíkur hefur verið heimilað að dvelja heima hjá sér á ný þrátt fyrir hættumat sem segir að líkur á öðru eldgosi aukist með hverjum deginum. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því síðast í dag að erfitt væri að tryggja öryggi þeirra sem væru í bænum. Og Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær að hætta væri á hraunflæði og gasmengun í Grindavík. Kolbrún segist ekki hafa áhuga á að vera í Grindavík á meðan þar sé óvissuástand, hvað þá að lenda aftur í sömu stöðu og í nóvember, að rýma, vera á vergangi, og þurfa að leita sér að samastað. „Þetta er ástand sem er búið að snúa lífi mínu á hvolf,“ bætir hún við og útskýrir að hún hafi verið í masternámi og að ástandið hafi haft mikil áhrif á það, sem og fjölskyldu sína. Kolbrún bendir á að eins og stendur séu engir félagslegir innviðir í Grindavík. Skóli, heilsugæsla og verslanir séu ekki opnar. Ofan á það bætir hún við að ef hún myndi rifta leigusamningi myndi líklega ekki vera barist um íbúðina. Þætti eðlilegt að gefa smá svigrúm „Manni finnst þetta skjóta svo skökku við, en samt svo mikið í þeirra anda, Ölmu leigufélags, að gera allt sem þeir geta til að græða,“ segir Kolbrún. Hún býr í fjölbýlishúsi og telur að allar íbúðirnar séu í eigu félagsins. Henni skilst að hinir íbúarnir hafi líka fengið rukkun fyrir leigu. Þó hefur hún heyrt frá öðrum leigjendum og leigusölum í Grindavík að fyrirkomulagið sé ólíkt hjá þeim, mörgum hverjum. Flestir virðist ekki rukka, og aðrir rukki hálft leigugjald. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir neinn, en maður myndi halda að það væri hægt að sjá sóma sinn í því að gefa leigjendum smá svigrúm.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Leigumarkaður Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira