Áramótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrarbakka en engin í Kópavogi Helena Rós Sturludóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 14:25 Áramótabrennur draga marga að. vísir/vilhelm Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur. Einnig verður áramótabrenna á Akureyri, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, í Neskaupstað, á fjórum stöðum í Múlaþingi og í Skagafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Fréttamaður fór á stúfana í Hafnarfirði og Kópavogi og athugaði hvernig þessi breyting leggist í bæjarbúa. , Nú eru engar áramótabrennur í Kópavogi, hefur það áhrif á ykkur? „Nei, ekki þannig. Það hefði kannski verið gaman að fara með krakkanna en ég vissi satt best að segja vissi ekki einu sinni af því,“ segir Jón Gunnar Kristjánsson, íbúi í Kópavogi. Ósáttur með breytinguna Gísli Rúnar Guðmundsson tekur í annan streng og sér á eftir brennunni í Kópavogi sem hann segir skemmtilega hefð sem hann vilji halda í. „Ég er bara mjög sjokkeraður yfir því, það er mikil hefð að fara á brennur og ætli við förum ekki inn á Ægissíðu.” Arnór Guðmundsson kippir sér hins vegar lítið upp við þetta. Ferðu gjarnan ekki á brennur? „Jú bara stundum þegar ég er í stuði sko en ekkert alltaf.“ Aðallega gert fyrir börnin Guðrún Elsa Tryggvadóttir, íbúi í Kópavogi segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á fjölskylduna en þar spili inn í aldur sonar síns. “Við erum með svo lítið barn að hann hefur ekki áhuga á þessu núna. Kannski myndi það gera það ef hann væri aðeins eldri.” Emil Alfreð Emilsson lét sig brennurnar í Hafnarfirði lítið varða en Ugla Margrét kaus að tjá sig sem minnst um málið. Saga Úlfarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði segir fjölskylduna vera á leiðinni upp í sveit og brennuleysi í Hafnarfirði breyti því litlu fyrir þau þetta árið. Henning Henningsson, íbúi í Hafnarfirði segir þetta hafa lítil áhrif á sig þar sem hann hafi lítið farið á brennur undanfarin ár. „Svo þetta er bara allt í góðu fyrir okkur.“ Ása Karen Hólm tekur undir og segir þetta hafi ekki verið hluti af áramótahefð fjölskyldunnar undanfarin ár. „Meira þegar við vorum með minni börn en ég skil þau sem eru ekki með börn, að þau sjái á eftir þessu.“ Áramót Kópavogur Hafnarfjörður Árborg Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Einnig verður áramótabrenna á Akureyri, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, í Neskaupstað, á fjórum stöðum í Múlaþingi og í Skagafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Fréttamaður fór á stúfana í Hafnarfirði og Kópavogi og athugaði hvernig þessi breyting leggist í bæjarbúa. , Nú eru engar áramótabrennur í Kópavogi, hefur það áhrif á ykkur? „Nei, ekki þannig. Það hefði kannski verið gaman að fara með krakkanna en ég vissi satt best að segja vissi ekki einu sinni af því,“ segir Jón Gunnar Kristjánsson, íbúi í Kópavogi. Ósáttur með breytinguna Gísli Rúnar Guðmundsson tekur í annan streng og sér á eftir brennunni í Kópavogi sem hann segir skemmtilega hefð sem hann vilji halda í. „Ég er bara mjög sjokkeraður yfir því, það er mikil hefð að fara á brennur og ætli við förum ekki inn á Ægissíðu.” Arnór Guðmundsson kippir sér hins vegar lítið upp við þetta. Ferðu gjarnan ekki á brennur? „Jú bara stundum þegar ég er í stuði sko en ekkert alltaf.“ Aðallega gert fyrir börnin Guðrún Elsa Tryggvadóttir, íbúi í Kópavogi segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á fjölskylduna en þar spili inn í aldur sonar síns. “Við erum með svo lítið barn að hann hefur ekki áhuga á þessu núna. Kannski myndi það gera það ef hann væri aðeins eldri.” Emil Alfreð Emilsson lét sig brennurnar í Hafnarfirði lítið varða en Ugla Margrét kaus að tjá sig sem minnst um málið. Saga Úlfarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði segir fjölskylduna vera á leiðinni upp í sveit og brennuleysi í Hafnarfirði breyti því litlu fyrir þau þetta árið. Henning Henningsson, íbúi í Hafnarfirði segir þetta hafa lítil áhrif á sig þar sem hann hafi lítið farið á brennur undanfarin ár. „Svo þetta er bara allt í góðu fyrir okkur.“ Ása Karen Hólm tekur undir og segir þetta hafi ekki verið hluti af áramótahefð fjölskyldunnar undanfarin ár. „Meira þegar við vorum með minni börn en ég skil þau sem eru ekki með börn, að þau sjái á eftir þessu.“
Áramót Kópavogur Hafnarfjörður Árborg Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira