Norðmenn ábyrgir fyrir skaðlegu sjókvíaeldi á Íslandi Þorkell Sigurlaugsson skrifar 2. janúar 2024 10:31 Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna. Ekkert er að því að fá erlenda fjárfesta en þeir þurfa ekki að koma inn eins og nýlenduherrar og við taka á móti þeim eins og fávísar nýlenduþjóðir gera. Ófullkomin löggjöf og regluverk var smíðað um fiskeldi með hagsmunaaðilum þar sem spillingin innan og utan stjórnsýslunnar varð síðar meir augljós. Slakt eftirlit með nýlenduherrunum og leppum þeirra varð síðan til þess að laxar sluppu úr kvíum, voru kynþroska og sýktir. Það var svo kaldhæðni örlaganna að fá þurfti hingað norska kafara til að drepa laxana, þennan vágest í laxveiðiám landsins. Greiðsla fyrir auðlindina var afar takmörkuð og leppar Norðmanna hér á landi sitja margir eftir með digra sjóði eftir að hafa komið herlegheitunum á hlutabréfamarkað á Íslandi og erlendis og selt aftur hluta sinna bréfa. Nokkrir íslenskir lífeyrissjóðir, sérstaklega einn, tók þátt í þessu samfélagslega óábyrga, ósjálfbæra og sóðalega verkefni enda gróðavonin mikil. Hér fylgdu Norðmenn sömu aðferðinni og víða annars staðar; - það væri verið að bjarga dauðvona byggðarlögum, og meira segja búa til búskaparhætti sem mundi að lokum toppa allar þorskveiðar við Íslandsstrendur og jafnvel verði að aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Áhugaverð framtíðarsýn eða hitt þó heldur eins og vikið verður að hér að neðan. Í fyrri grein minni á Visi.is þann 27. desember fjallaði ég um bókina „The New Fish“ og fer ekki að endurtaka umfjöllun um hana en tengi m.a. boðskap hennar við þessa grein varðandi stöðuna á Ísland. Lúsafaraldur herjar á eldislaxinn hér á landi Lús varð sífellt ágengari hér á landi og nota þarf kröftug lúsalyf til að vinna á lúsinni. Laxalús í eldislaxi hefur verið vandamál í áratugi í Noregi. Norskur framkvæmdastjóri eins fyrirtækisins á Íslandi lét að því liggja eins og þetta væri nýr og jafnvel óvæntur hlutur. Í tilfelli Tálknafjarðar nýlega var farið yfir strikið í þéttleika o.fl. og bæði Arnarlax og Arctic Fish hafa lent í fjárhagslegu tjóni. Matvælastofnun hefur talið fjölda lúsa á löxum úr sex sjókvíum Arctic Fish í Hvannadal í Tálknafirði. Þá fundust rúmlega 96 lýs á hverjum laxi að meðaltali. Laxalúsin étur roðið á laxinum þannig að sár myndast og bakteríur komast í sárin og stækka þau; laxarnir verða svo veikburða vegna þessa og drepast á endanum ef þeim er ekki slátrað áður en til þess kemur. Fólk spyr sig eðlilega hvaða áhrif þetta hefur á humar og rækju, þorsk í fjörðum landsins og önnur sjávardýr. Elvar Örn Friðriksson Tjón vegna sjókvíaeldis á Íslandi er að raungerast Þann 27. desember, í lok síðasta árs, var athyglisvert viðtal í síðdegisútvarpi RUV 2 við Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóra Verndarsjóðs villtra laxastofna. Þá var ég einmitt að vinna að ritun þessarar greinar. Honum var tíðrætt um kæru Matvælastofnunar á hendur Arctic Fish. Matvælastofnun kærði þann 13. september Arctic Fish vegna slysasleppinga á eldislaxi úr kvíum fyrirtækisins í Kvígindisdal í Patreksfirði. Tvö göt komu á sjókví fyrirtækisins. Á fjórða þúsund laxar sleppa og hluti þeirra fer upp í árnar og hrygnir með villtum íslenskum laxi. Fengnir voru kafarar frá Noregi í haust til að ná fiski. Fram kom að 500 eldislaxar hafa veiðst í 50 ám í allt að 400 km. Langflestir laxanna voru kynþroska sem hefði ekki verið raunin ef ljós hefðu verið nýtt í kvíunum til að koma í veg fyrir kynþroska laxanna. Þann 21. desember tilkynnti lögreglan á Vestfjörðum að hún teldi ekki grundvöll fyrir áframhaldandi rannsókn vegna þessara slysasleppinga. Taldi lögreglan að lagaumhverfið í málum sem þessum sé erfitt. Lögin séu meira leiðbeinandi um starfsemina fremur en refsilög. Því hafi verið útilokað að halda rannsókn áfram á starfseminni. Ég hugleiddi það eftir viðtalið hvort vestfirska lögreglan sé ekki vanhæf a.m.k. í erfiðri stöðu að fjalla um þetta mál vegna öflugrar starfsemi þessa fyrirtækis í sinni heimabyggð og jafnvel góðra tengsla við starfsfólk. Í lögum númer nr. 71/2008 er fjallað um fiskeldi. Í 22. grein laganna kemur fram að það varði framkvæmdastjóra og stjórnarmenn rekstrarleyfishafa sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, séu sakir miklar. Til dæmis ef eldisfiskur sleppur úr fiskeldisstöð þar sem umbúnaði við fiskeldi hefur verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis þeirra sem framið hefur verið af ásetningi eða gáleysi. Er þetta ekki nokkuð skýrt? Þess vegna var Elvar eðlilega undrandi í þessum útvarpsþætti og nefndi nokkur atriði því til stuðnings. Í fyrsta lagi hefur komið fram að ekkert eftirlit hafði verið haft með kvíunum í a.m.k. 3 mánuði. Í öðru lagi var fóðrari skilinn eftir í kvíinni í nokkra daga sem gerði göt á hana. Að lokum nefndi hann að yfirmaðurinn, sem sá um þetta eftirlit, var ekki búsettur á landinu. Og Elvar heldur áfram: „Þessi niðurstaða eru skilaboð um að komast má upp með stærsta mengunarslys sögunnar hér á landi og það hefur engin eftirmál. Þessu fyrirtæki og öðrum sjókvíaeldisfyrirtækjum er umbunað með lækkun á auðlindagjöldum í lokaumræðu fjárlagafrumvarpsins á alþingi. Hér kemur í ljós, eins og oft áður, eiginhagsmunapólitík stjórnmálamanna til að afla sér vinsælda í eigin kjördæmum. Kolefnisspor sjókvíaeldis er mjög mikið Samkvæmt rannsókn sem birt var árið 2020 hefur laxeldi í sjókvíum margfalt hærra kolefnisspor en villtur fiskur. Þarf ekki að koma á óvart því villtur fiskur er á allan hátt umhverfisvænni afurð og á það m.a. við um þorsk, ýsu, ufsa, síld og makríl. Ástæðan fyrir hærra kolefnisspori eldisfisks er m.a. vaxandi fiskidauði í sjókvíaeldi, lúsafár, lakari fóðurnýting og mun hærra hlutfall fóðurs kemur úr plönturíkinu. Sojabaunir eru t.d. ræktaðar fjarri laxeldistöðvum svo sem í suður Ameríku. Langar flutningsleiðir fóðurs og afurða á markað vega þungt þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda þótt það telji ekki inn í kolefnisspor Íslendinga. Fóðurskortur þ.e. hráefni úr uppsjávarfiskum fór þverrandi í heiminum og farið var að nota sojamjöl blandað alls konar efnum, misjafnlega góðum fyrir eldisfiskinn. Þegar litið er til Íslands þá er fiskafóður flutt inn frá Noregi eftir að hafa komið upphaflega frá fjarlægum stöðum svo sem Suður Ameríku. Þegar allt þetta og fleiri þættir fara saman skilur eldisfiskurinn eftir sig mikið kolefnisspor. Landeldi væri mun hagkvæmara hvað þetta varðar og reyndar einnig varðandi ýmsa aðra þætti nema orkuöflun sem verður þó vonandi græn en ekki keyrð með jarðefnaeldsneyti. Við förum skynsamlega með nýtingu okkar sjávarauðlindar og erum til fyrirmyndar í vinnslu sjávarafurða. Hagkvæmni í sjávarútvegi hefur aukist. Fiskiskipaflotinn er hagkvæmari hvað eldsneytisnotkun varðar og við fullnýtum sjávarafurðirnar mun betur eins og dæmi sanna og Dr. Þór Sigfússon með sjávarklasann og útgáfustarfsemi sína hefur bent rækilega á og stuðlað að með sínu góða starfi undanfarin ár. Ísland er eitt síðasta vígi villta Norður-Atlandshafslaxins Íslenski Atlantshafslaxinn er í útrýmingarhættu meðal annars vegna loftslagsbreytinga, skilyrða í hafinu og svo núna vegna sjókvíaeldis sem á eftir að taka sinn toll hér á landi. Laxveiðum hefur fækkað verulega á undanförnum árum og til að mynda horfið að mestu úr mörgum ám í Bretlandi. Ekki að ástæðulausu að frumkvöðullinn Orri Vigfússon (1942-2017) stofnaði Verndarsjóð villtra laxastofna árið 1989, North Atlantic Salmon Fund (Sjá NASF.is). Einn kaflinn í bókinn The New Fish fjallar um ferðalag höfundanna til Íslands og hittu þeir meðal annars Sturlu Birgisson sem hætti í kokkalandsliðinu árið 2018 vegna samning þess við Arnarlax. Fjölmargir aðrir gerðu það sama og skömmu eftir að samningurinn var gerður ákvað stjórn Klúbbs matreiðslumeistara að segja samningnum upp vegna vanefnda Arnarlax þar sem greiðsla hafði ekki borist á réttum tíma. Núna árið 2023 lætur HSÍ sér detta í hug að gera samning við Arnarlax enda hafa mótmæli orðið enn háværari nú vegna þessa enda komið betur í ljós sá skaði sem hlýst af laxeldi þessara og annarra stórra aðila hér á landi. Ókindin í íslenskri náttúru Ókindin prýðir kápu nýjast tölublaðs Veiðimannsins veturinn 2023-2024 þar sem tennur Ókindarinnar eru eldislaxar sem sleppa úr eldiskvíum. En þetta er svo sannarlega ekki einvörðungu hagsmunamál veiðimanna. Rúmlega 2.000 lögbýli á Íslandi treysta á tekjur af laxveiðiám og í mörgum tilfellum væri ekki hægt að halda úti búi ef þessara tekna nyti ekki við. Fjölmargir aðrir aðilar starfa í tengslum við þessa atvinnustarfsemi. Einnig skaðlegt fyrir ferðaþjónustuna því þá fækkar þeim verðmætu ferðamönnum sem hingað koma til laxveiða. Ímynd þjóðarinnar skaðast einnig, þar sem við höfum lagt áherslu á náttúrvernd, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Hér hefur íslenski laxinn alist upp í 10.000 ár jafnvel alltaf í sinni heimaá. En núna erum við að hleypa þessum kynbóta norska laxi inn í íslenska náttúru. Þess er ekki langt að bíða að stórfelldur skaði verður á villta laxastofninum sem gengur upp í íslenskrar laxveiðiár, ef ekki verða gerðar verulega úrbætur, sjókvíaeldi dregið saman í nokkra tugi þúsunda tonna, í stað 100 eða jafnvel 200 þúsund tonna. Þetta þarf að gera að mínu mati á nokkrum árum, samhliða mjög ströngu regluverki og eftirliti því vissulega er búið að byggja upp væntingar og fjárhagslega hagsmuni á sjókvíaeldi á nokkrum stöðum á landinu og þjónustustarfsemi víða um land. Andstaða gegn sjókvíaeldi á Íslandi Afgerandi andstaða gegn sjókvíaeldi er meðal íslensks almennings ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði í október fyrir Verndarsjóð villtra laxastofna (NASF). Þar segjast 75,8% af þeim 682 sem svöruðu telja villta laxastofninum stafi frekar eða mjög mikil hætta af eldi í opnum sjókvíum og 57,5% telja að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum. Það er augljóst að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Landsamband fiskeldisstöðva eiga litla samleið og mistök að sameina þessi hagsmunasamtök. Það er ömurlegt að Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) reyna að verja sjókvíaeldi og það skelfilega ástand sem þar ríkir sbr. grein hennar í Viðskiptablaðinu þann 5.september. Þar er talað um að treysta vísindunum af því að það hentaði málstað laxeldisfyrirtækjanna þegar það var skrifað þá, en trúlega ekki lengur. https://www.sfs.is/frett/treystum-visindunum. Vanræksla hvað varðar upplýsingamiðlun um laxalús, slysasleppingar o.fl. er ekki sjávarútvegi til framdráttar. Í sjávarútvegi er lögð áhersla á sjálfbærni, vernd og góða nýtingu á okkar auðlind. Það er áskorun fyrir laxeldisbændur að finna sér tilverurétt í samfélaginu í sátt og í takt við náttúruna og þjóðfélagið í heild, alveg eins og bændur, sjómenn og iðnaður hafa þurft að gera. Sem betur fer eru mörg smærri fiskeldifyrirtæki víða um land, ekki síst í landeldi, með sína starfsemi til fyrirmyndar. Draga þarf úr sjókvíaeldi á næstu árum á sama tíma og miklu strangari kröfur verði gerðar til starfseminnar. Ef stórbættir framleiðsluhættir og eftirlit dugar ekki verður að hætta þessari starfsemi algjörlega. Það á eftir að koma í ljós hvort okkur takist að skapa sérstöðu með árangursríku landeldi, þar sem lús, sýkingar og slæm meðferð á laxinum hverfur að mestu og umhverfinu og villta laxinum ekki ógnað. Það er spennandi verkefni. Þá getum við stolt lagt áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd, rekjanleika á afurðunum og talað um íslenskan lax sem réttnefndi fyrir okkar afurðir með yfirburði umfram þann norska. Reynsla okkar, þekking og fjárhagsleg geta á að vera nægilega sterk svo við þurfum ekki að vera eins og nýlenduþjóð og láta framleiðsluhætti nýlenduherra í fiskeldi stjórna hér uppbyggingu þessarar atvinnustarfsemi eins og hún hefur verið rekin fram til þessa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Umhverfissóðar framleiða „nýjan fisk“ Það eru ekki margar bækur um fiskeldi sem hafa haft jafn sterk áhrif á mig og bókin The New Fish (The Truth about Farmed Salmon and the Consequences We Can No Longer Ignore). Bókin er rituð af þeim Simon Sætre, sem var blaðamaður hjá vikublaðinu Morgenbladet, og höfundur fimm bóka og svo Kjetil Östli sem er einnig blaðamaður og handhafi Brage verðlauna bókaútgefenda og höfundur og ritstjóri Harvest Magazine. 27. desember 2023 07:00 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna. Ekkert er að því að fá erlenda fjárfesta en þeir þurfa ekki að koma inn eins og nýlenduherrar og við taka á móti þeim eins og fávísar nýlenduþjóðir gera. Ófullkomin löggjöf og regluverk var smíðað um fiskeldi með hagsmunaaðilum þar sem spillingin innan og utan stjórnsýslunnar varð síðar meir augljós. Slakt eftirlit með nýlenduherrunum og leppum þeirra varð síðan til þess að laxar sluppu úr kvíum, voru kynþroska og sýktir. Það var svo kaldhæðni örlaganna að fá þurfti hingað norska kafara til að drepa laxana, þennan vágest í laxveiðiám landsins. Greiðsla fyrir auðlindina var afar takmörkuð og leppar Norðmanna hér á landi sitja margir eftir með digra sjóði eftir að hafa komið herlegheitunum á hlutabréfamarkað á Íslandi og erlendis og selt aftur hluta sinna bréfa. Nokkrir íslenskir lífeyrissjóðir, sérstaklega einn, tók þátt í þessu samfélagslega óábyrga, ósjálfbæra og sóðalega verkefni enda gróðavonin mikil. Hér fylgdu Norðmenn sömu aðferðinni og víða annars staðar; - það væri verið að bjarga dauðvona byggðarlögum, og meira segja búa til búskaparhætti sem mundi að lokum toppa allar þorskveiðar við Íslandsstrendur og jafnvel verði að aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Áhugaverð framtíðarsýn eða hitt þó heldur eins og vikið verður að hér að neðan. Í fyrri grein minni á Visi.is þann 27. desember fjallaði ég um bókina „The New Fish“ og fer ekki að endurtaka umfjöllun um hana en tengi m.a. boðskap hennar við þessa grein varðandi stöðuna á Ísland. Lúsafaraldur herjar á eldislaxinn hér á landi Lús varð sífellt ágengari hér á landi og nota þarf kröftug lúsalyf til að vinna á lúsinni. Laxalús í eldislaxi hefur verið vandamál í áratugi í Noregi. Norskur framkvæmdastjóri eins fyrirtækisins á Íslandi lét að því liggja eins og þetta væri nýr og jafnvel óvæntur hlutur. Í tilfelli Tálknafjarðar nýlega var farið yfir strikið í þéttleika o.fl. og bæði Arnarlax og Arctic Fish hafa lent í fjárhagslegu tjóni. Matvælastofnun hefur talið fjölda lúsa á löxum úr sex sjókvíum Arctic Fish í Hvannadal í Tálknafirði. Þá fundust rúmlega 96 lýs á hverjum laxi að meðaltali. Laxalúsin étur roðið á laxinum þannig að sár myndast og bakteríur komast í sárin og stækka þau; laxarnir verða svo veikburða vegna þessa og drepast á endanum ef þeim er ekki slátrað áður en til þess kemur. Fólk spyr sig eðlilega hvaða áhrif þetta hefur á humar og rækju, þorsk í fjörðum landsins og önnur sjávardýr. Elvar Örn Friðriksson Tjón vegna sjókvíaeldis á Íslandi er að raungerast Þann 27. desember, í lok síðasta árs, var athyglisvert viðtal í síðdegisútvarpi RUV 2 við Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóra Verndarsjóðs villtra laxastofna. Þá var ég einmitt að vinna að ritun þessarar greinar. Honum var tíðrætt um kæru Matvælastofnunar á hendur Arctic Fish. Matvælastofnun kærði þann 13. september Arctic Fish vegna slysasleppinga á eldislaxi úr kvíum fyrirtækisins í Kvígindisdal í Patreksfirði. Tvö göt komu á sjókví fyrirtækisins. Á fjórða þúsund laxar sleppa og hluti þeirra fer upp í árnar og hrygnir með villtum íslenskum laxi. Fengnir voru kafarar frá Noregi í haust til að ná fiski. Fram kom að 500 eldislaxar hafa veiðst í 50 ám í allt að 400 km. Langflestir laxanna voru kynþroska sem hefði ekki verið raunin ef ljós hefðu verið nýtt í kvíunum til að koma í veg fyrir kynþroska laxanna. Þann 21. desember tilkynnti lögreglan á Vestfjörðum að hún teldi ekki grundvöll fyrir áframhaldandi rannsókn vegna þessara slysasleppinga. Taldi lögreglan að lagaumhverfið í málum sem þessum sé erfitt. Lögin séu meira leiðbeinandi um starfsemina fremur en refsilög. Því hafi verið útilokað að halda rannsókn áfram á starfseminni. Ég hugleiddi það eftir viðtalið hvort vestfirska lögreglan sé ekki vanhæf a.m.k. í erfiðri stöðu að fjalla um þetta mál vegna öflugrar starfsemi þessa fyrirtækis í sinni heimabyggð og jafnvel góðra tengsla við starfsfólk. Í lögum númer nr. 71/2008 er fjallað um fiskeldi. Í 22. grein laganna kemur fram að það varði framkvæmdastjóra og stjórnarmenn rekstrarleyfishafa sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, séu sakir miklar. Til dæmis ef eldisfiskur sleppur úr fiskeldisstöð þar sem umbúnaði við fiskeldi hefur verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis þeirra sem framið hefur verið af ásetningi eða gáleysi. Er þetta ekki nokkuð skýrt? Þess vegna var Elvar eðlilega undrandi í þessum útvarpsþætti og nefndi nokkur atriði því til stuðnings. Í fyrsta lagi hefur komið fram að ekkert eftirlit hafði verið haft með kvíunum í a.m.k. 3 mánuði. Í öðru lagi var fóðrari skilinn eftir í kvíinni í nokkra daga sem gerði göt á hana. Að lokum nefndi hann að yfirmaðurinn, sem sá um þetta eftirlit, var ekki búsettur á landinu. Og Elvar heldur áfram: „Þessi niðurstaða eru skilaboð um að komast má upp með stærsta mengunarslys sögunnar hér á landi og það hefur engin eftirmál. Þessu fyrirtæki og öðrum sjókvíaeldisfyrirtækjum er umbunað með lækkun á auðlindagjöldum í lokaumræðu fjárlagafrumvarpsins á alþingi. Hér kemur í ljós, eins og oft áður, eiginhagsmunapólitík stjórnmálamanna til að afla sér vinsælda í eigin kjördæmum. Kolefnisspor sjókvíaeldis er mjög mikið Samkvæmt rannsókn sem birt var árið 2020 hefur laxeldi í sjókvíum margfalt hærra kolefnisspor en villtur fiskur. Þarf ekki að koma á óvart því villtur fiskur er á allan hátt umhverfisvænni afurð og á það m.a. við um þorsk, ýsu, ufsa, síld og makríl. Ástæðan fyrir hærra kolefnisspori eldisfisks er m.a. vaxandi fiskidauði í sjókvíaeldi, lúsafár, lakari fóðurnýting og mun hærra hlutfall fóðurs kemur úr plönturíkinu. Sojabaunir eru t.d. ræktaðar fjarri laxeldistöðvum svo sem í suður Ameríku. Langar flutningsleiðir fóðurs og afurða á markað vega þungt þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda þótt það telji ekki inn í kolefnisspor Íslendinga. Fóðurskortur þ.e. hráefni úr uppsjávarfiskum fór þverrandi í heiminum og farið var að nota sojamjöl blandað alls konar efnum, misjafnlega góðum fyrir eldisfiskinn. Þegar litið er til Íslands þá er fiskafóður flutt inn frá Noregi eftir að hafa komið upphaflega frá fjarlægum stöðum svo sem Suður Ameríku. Þegar allt þetta og fleiri þættir fara saman skilur eldisfiskurinn eftir sig mikið kolefnisspor. Landeldi væri mun hagkvæmara hvað þetta varðar og reyndar einnig varðandi ýmsa aðra þætti nema orkuöflun sem verður þó vonandi græn en ekki keyrð með jarðefnaeldsneyti. Við förum skynsamlega með nýtingu okkar sjávarauðlindar og erum til fyrirmyndar í vinnslu sjávarafurða. Hagkvæmni í sjávarútvegi hefur aukist. Fiskiskipaflotinn er hagkvæmari hvað eldsneytisnotkun varðar og við fullnýtum sjávarafurðirnar mun betur eins og dæmi sanna og Dr. Þór Sigfússon með sjávarklasann og útgáfustarfsemi sína hefur bent rækilega á og stuðlað að með sínu góða starfi undanfarin ár. Ísland er eitt síðasta vígi villta Norður-Atlandshafslaxins Íslenski Atlantshafslaxinn er í útrýmingarhættu meðal annars vegna loftslagsbreytinga, skilyrða í hafinu og svo núna vegna sjókvíaeldis sem á eftir að taka sinn toll hér á landi. Laxveiðum hefur fækkað verulega á undanförnum árum og til að mynda horfið að mestu úr mörgum ám í Bretlandi. Ekki að ástæðulausu að frumkvöðullinn Orri Vigfússon (1942-2017) stofnaði Verndarsjóð villtra laxastofna árið 1989, North Atlantic Salmon Fund (Sjá NASF.is). Einn kaflinn í bókinn The New Fish fjallar um ferðalag höfundanna til Íslands og hittu þeir meðal annars Sturlu Birgisson sem hætti í kokkalandsliðinu árið 2018 vegna samning þess við Arnarlax. Fjölmargir aðrir gerðu það sama og skömmu eftir að samningurinn var gerður ákvað stjórn Klúbbs matreiðslumeistara að segja samningnum upp vegna vanefnda Arnarlax þar sem greiðsla hafði ekki borist á réttum tíma. Núna árið 2023 lætur HSÍ sér detta í hug að gera samning við Arnarlax enda hafa mótmæli orðið enn háværari nú vegna þessa enda komið betur í ljós sá skaði sem hlýst af laxeldi þessara og annarra stórra aðila hér á landi. Ókindin í íslenskri náttúru Ókindin prýðir kápu nýjast tölublaðs Veiðimannsins veturinn 2023-2024 þar sem tennur Ókindarinnar eru eldislaxar sem sleppa úr eldiskvíum. En þetta er svo sannarlega ekki einvörðungu hagsmunamál veiðimanna. Rúmlega 2.000 lögbýli á Íslandi treysta á tekjur af laxveiðiám og í mörgum tilfellum væri ekki hægt að halda úti búi ef þessara tekna nyti ekki við. Fjölmargir aðrir aðilar starfa í tengslum við þessa atvinnustarfsemi. Einnig skaðlegt fyrir ferðaþjónustuna því þá fækkar þeim verðmætu ferðamönnum sem hingað koma til laxveiða. Ímynd þjóðarinnar skaðast einnig, þar sem við höfum lagt áherslu á náttúrvernd, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Hér hefur íslenski laxinn alist upp í 10.000 ár jafnvel alltaf í sinni heimaá. En núna erum við að hleypa þessum kynbóta norska laxi inn í íslenska náttúru. Þess er ekki langt að bíða að stórfelldur skaði verður á villta laxastofninum sem gengur upp í íslenskrar laxveiðiár, ef ekki verða gerðar verulega úrbætur, sjókvíaeldi dregið saman í nokkra tugi þúsunda tonna, í stað 100 eða jafnvel 200 þúsund tonna. Þetta þarf að gera að mínu mati á nokkrum árum, samhliða mjög ströngu regluverki og eftirliti því vissulega er búið að byggja upp væntingar og fjárhagslega hagsmuni á sjókvíaeldi á nokkrum stöðum á landinu og þjónustustarfsemi víða um land. Andstaða gegn sjókvíaeldi á Íslandi Afgerandi andstaða gegn sjókvíaeldi er meðal íslensks almennings ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði í október fyrir Verndarsjóð villtra laxastofna (NASF). Þar segjast 75,8% af þeim 682 sem svöruðu telja villta laxastofninum stafi frekar eða mjög mikil hætta af eldi í opnum sjókvíum og 57,5% telja að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum. Það er augljóst að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Landsamband fiskeldisstöðva eiga litla samleið og mistök að sameina þessi hagsmunasamtök. Það er ömurlegt að Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) reyna að verja sjókvíaeldi og það skelfilega ástand sem þar ríkir sbr. grein hennar í Viðskiptablaðinu þann 5.september. Þar er talað um að treysta vísindunum af því að það hentaði málstað laxeldisfyrirtækjanna þegar það var skrifað þá, en trúlega ekki lengur. https://www.sfs.is/frett/treystum-visindunum. Vanræksla hvað varðar upplýsingamiðlun um laxalús, slysasleppingar o.fl. er ekki sjávarútvegi til framdráttar. Í sjávarútvegi er lögð áhersla á sjálfbærni, vernd og góða nýtingu á okkar auðlind. Það er áskorun fyrir laxeldisbændur að finna sér tilverurétt í samfélaginu í sátt og í takt við náttúruna og þjóðfélagið í heild, alveg eins og bændur, sjómenn og iðnaður hafa þurft að gera. Sem betur fer eru mörg smærri fiskeldifyrirtæki víða um land, ekki síst í landeldi, með sína starfsemi til fyrirmyndar. Draga þarf úr sjókvíaeldi á næstu árum á sama tíma og miklu strangari kröfur verði gerðar til starfseminnar. Ef stórbættir framleiðsluhættir og eftirlit dugar ekki verður að hætta þessari starfsemi algjörlega. Það á eftir að koma í ljós hvort okkur takist að skapa sérstöðu með árangursríku landeldi, þar sem lús, sýkingar og slæm meðferð á laxinum hverfur að mestu og umhverfinu og villta laxinum ekki ógnað. Það er spennandi verkefni. Þá getum við stolt lagt áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd, rekjanleika á afurðunum og talað um íslenskan lax sem réttnefndi fyrir okkar afurðir með yfirburði umfram þann norska. Reynsla okkar, þekking og fjárhagsleg geta á að vera nægilega sterk svo við þurfum ekki að vera eins og nýlenduþjóð og láta framleiðsluhætti nýlenduherra í fiskeldi stjórna hér uppbyggingu þessarar atvinnustarfsemi eins og hún hefur verið rekin fram til þessa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Umhverfissóðar framleiða „nýjan fisk“ Það eru ekki margar bækur um fiskeldi sem hafa haft jafn sterk áhrif á mig og bókin The New Fish (The Truth about Farmed Salmon and the Consequences We Can No Longer Ignore). Bókin er rituð af þeim Simon Sætre, sem var blaðamaður hjá vikublaðinu Morgenbladet, og höfundur fimm bóka og svo Kjetil Östli sem er einnig blaðamaður og handhafi Brage verðlauna bókaútgefenda og höfundur og ritstjóri Harvest Magazine. 27. desember 2023 07:00
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun