Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 07:30 Anna Kristín Jensdóttir er menntaður náms- og starfsráðgjafi. Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Anna, sem er fötluð og er í hjólastól, var ein eftir í umsóknarferli um stöðu á leikskólanum haustið 2022. Síðan var tekin ákvörðun um að falla frá ráðningu í starfið. Hún fékk þau svör að ástæðan fyrir því að hún fengi ekki starfið væri sú að mikilvægt væri að hafa góða hreyfifærni til þess að geta unnið með og tryggt öryggi barna á leikskólaaldri. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skerta hreyfifærni Önnu þýði það ekki að hún geti ekki sinnt ýmsum störfum á leikskóla og gætt barnanna sem þar eru. Rétt hefði verið að meta starfsaðstæður á Ökrum út frá aðstæðum Önnu, en í því samhengi er bent á að hún notist við notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Garðabær beri þá skyldu að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að gera fötluðum einstaklingum kleift að aðgengi að starfi leikskólans. Einungis má neita fötluðum einstaklingi um slíkar ráðstafanir teljist þær of íþyngjandi, eða fari þær umfram það sem eðlilegt megi teljast. Verður réttindagæslunni ævinlega þakklát „Í fyrsta lagi er þetta mjög ánægjulegt, að vita að þessir alþjóðasamningar séu ekki bara eitthvað sem við skreytum okkur með. Og annars vegar að vita hvar lögin standa,“ segir Anna Kristín í samtali við Vísi. Hún þakkar réttindagæslu fatlaðs fólk fyrir það að þessi niðurstaða hafi fengist. „Ég verð þeim ævinlega þakklát,“ segir Anna. „Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir þeirra aðstoð.“ Anna tekur þó fram að réttindagæslan sé á vondum stað eins og stendur. Enginn starfandi réttindagæslumaður sé á landinu af völdum veikinda vegna mikils álags. „Hún er í skrúfunni. Hún er mjög illa staðsett vegna lítils áhuga félagsmálaráðherra og ráðuneytisins,“ segir hún og skorar á stjórnvöld að bæta úr því. Uppfært 12:45: Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins er það ekki rétt sem fram kemur að ekki sé starfandi réttindagæslumaður á landinu af völdum veikinda vegna álags. Hið rétta sé að fjöldi sem starfi við réttindagæslu fatlaðs fólks sé tólf. Þar af séu þrír í fæðingarorlofi eða veikindaleyfi. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Garðabær Vinnumarkaður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Anna, sem er fötluð og er í hjólastól, var ein eftir í umsóknarferli um stöðu á leikskólanum haustið 2022. Síðan var tekin ákvörðun um að falla frá ráðningu í starfið. Hún fékk þau svör að ástæðan fyrir því að hún fengi ekki starfið væri sú að mikilvægt væri að hafa góða hreyfifærni til þess að geta unnið með og tryggt öryggi barna á leikskólaaldri. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skerta hreyfifærni Önnu þýði það ekki að hún geti ekki sinnt ýmsum störfum á leikskóla og gætt barnanna sem þar eru. Rétt hefði verið að meta starfsaðstæður á Ökrum út frá aðstæðum Önnu, en í því samhengi er bent á að hún notist við notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Garðabær beri þá skyldu að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að gera fötluðum einstaklingum kleift að aðgengi að starfi leikskólans. Einungis má neita fötluðum einstaklingi um slíkar ráðstafanir teljist þær of íþyngjandi, eða fari þær umfram það sem eðlilegt megi teljast. Verður réttindagæslunni ævinlega þakklát „Í fyrsta lagi er þetta mjög ánægjulegt, að vita að þessir alþjóðasamningar séu ekki bara eitthvað sem við skreytum okkur með. Og annars vegar að vita hvar lögin standa,“ segir Anna Kristín í samtali við Vísi. Hún þakkar réttindagæslu fatlaðs fólk fyrir það að þessi niðurstaða hafi fengist. „Ég verð þeim ævinlega þakklát,“ segir Anna. „Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir þeirra aðstoð.“ Anna tekur þó fram að réttindagæslan sé á vondum stað eins og stendur. Enginn starfandi réttindagæslumaður sé á landinu af völdum veikinda vegna mikils álags. „Hún er í skrúfunni. Hún er mjög illa staðsett vegna lítils áhuga félagsmálaráðherra og ráðuneytisins,“ segir hún og skorar á stjórnvöld að bæta úr því. Uppfært 12:45: Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins er það ekki rétt sem fram kemur að ekki sé starfandi réttindagæslumaður á landinu af völdum veikinda vegna álags. Hið rétta sé að fjöldi sem starfi við réttindagæslu fatlaðs fólks sé tólf. Þar af séu þrír í fæðingarorlofi eða veikindaleyfi.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Garðabær Vinnumarkaður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira