Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 07:30 Anna Kristín Jensdóttir er menntaður náms- og starfsráðgjafi. Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Anna, sem er fötluð og er í hjólastól, var ein eftir í umsóknarferli um stöðu á leikskólanum haustið 2022. Síðan var tekin ákvörðun um að falla frá ráðningu í starfið. Hún fékk þau svör að ástæðan fyrir því að hún fengi ekki starfið væri sú að mikilvægt væri að hafa góða hreyfifærni til þess að geta unnið með og tryggt öryggi barna á leikskólaaldri. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skerta hreyfifærni Önnu þýði það ekki að hún geti ekki sinnt ýmsum störfum á leikskóla og gætt barnanna sem þar eru. Rétt hefði verið að meta starfsaðstæður á Ökrum út frá aðstæðum Önnu, en í því samhengi er bent á að hún notist við notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Garðabær beri þá skyldu að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að gera fötluðum einstaklingum kleift að aðgengi að starfi leikskólans. Einungis má neita fötluðum einstaklingi um slíkar ráðstafanir teljist þær of íþyngjandi, eða fari þær umfram það sem eðlilegt megi teljast. Verður réttindagæslunni ævinlega þakklát „Í fyrsta lagi er þetta mjög ánægjulegt, að vita að þessir alþjóðasamningar séu ekki bara eitthvað sem við skreytum okkur með. Og annars vegar að vita hvar lögin standa,“ segir Anna Kristín í samtali við Vísi. Hún þakkar réttindagæslu fatlaðs fólk fyrir það að þessi niðurstaða hafi fengist. „Ég verð þeim ævinlega þakklát,“ segir Anna. „Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir þeirra aðstoð.“ Anna tekur þó fram að réttindagæslan sé á vondum stað eins og stendur. Enginn starfandi réttindagæslumaður sé á landinu af völdum veikinda vegna mikils álags. „Hún er í skrúfunni. Hún er mjög illa staðsett vegna lítils áhuga félagsmálaráðherra og ráðuneytisins,“ segir hún og skorar á stjórnvöld að bæta úr því. Uppfært 12:45: Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins er það ekki rétt sem fram kemur að ekki sé starfandi réttindagæslumaður á landinu af völdum veikinda vegna álags. Hið rétta sé að fjöldi sem starfi við réttindagæslu fatlaðs fólks sé tólf. Þar af séu þrír í fæðingarorlofi eða veikindaleyfi. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Garðabær Vinnumarkaður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Anna, sem er fötluð og er í hjólastól, var ein eftir í umsóknarferli um stöðu á leikskólanum haustið 2022. Síðan var tekin ákvörðun um að falla frá ráðningu í starfið. Hún fékk þau svör að ástæðan fyrir því að hún fengi ekki starfið væri sú að mikilvægt væri að hafa góða hreyfifærni til þess að geta unnið með og tryggt öryggi barna á leikskólaaldri. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skerta hreyfifærni Önnu þýði það ekki að hún geti ekki sinnt ýmsum störfum á leikskóla og gætt barnanna sem þar eru. Rétt hefði verið að meta starfsaðstæður á Ökrum út frá aðstæðum Önnu, en í því samhengi er bent á að hún notist við notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Garðabær beri þá skyldu að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að gera fötluðum einstaklingum kleift að aðgengi að starfi leikskólans. Einungis má neita fötluðum einstaklingi um slíkar ráðstafanir teljist þær of íþyngjandi, eða fari þær umfram það sem eðlilegt megi teljast. Verður réttindagæslunni ævinlega þakklát „Í fyrsta lagi er þetta mjög ánægjulegt, að vita að þessir alþjóðasamningar séu ekki bara eitthvað sem við skreytum okkur með. Og annars vegar að vita hvar lögin standa,“ segir Anna Kristín í samtali við Vísi. Hún þakkar réttindagæslu fatlaðs fólk fyrir það að þessi niðurstaða hafi fengist. „Ég verð þeim ævinlega þakklát,“ segir Anna. „Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir þeirra aðstoð.“ Anna tekur þó fram að réttindagæslan sé á vondum stað eins og stendur. Enginn starfandi réttindagæslumaður sé á landinu af völdum veikinda vegna mikils álags. „Hún er í skrúfunni. Hún er mjög illa staðsett vegna lítils áhuga félagsmálaráðherra og ráðuneytisins,“ segir hún og skorar á stjórnvöld að bæta úr því. Uppfært 12:45: Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins er það ekki rétt sem fram kemur að ekki sé starfandi réttindagæslumaður á landinu af völdum veikinda vegna álags. Hið rétta sé að fjöldi sem starfi við réttindagæslu fatlaðs fólks sé tólf. Þar af séu þrír í fæðingarorlofi eða veikindaleyfi.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Garðabær Vinnumarkaður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira