Rjúfum kyrrstöðuna í orkumálum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 2. janúar 2024 14:28 Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þessi kyrrstaða bitnar á verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu, raskar orkuöryggi og grefur undan orkuskiptum og nauðsynlegum loftslagsaðgerðum. Með setningu rammaáætlunarlaga undir forystu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra árið 2011 var ákvörðunum um orkunýtingu og vernd landsvæða mörkuð fagleg umgjörð. Lögin gera ráð fyrir að lögð sé fram rammaáætlun á Alþingi á fjögurra ára fresti og að löggjafinn taki þannig afstöðu til þess, eftir umfangsmikla vinnu faghópa og víðtækt samráð, hvar megi virkja og hvað eigi að vernda. Flokkarnir sem stjórna landinu sýndu fádæma ábyrgðarleysi með því að láta sjö ár líða án þess að samþykkt væri þingsályktun um rammaáætlun á Alþingi. Með þessu var gengið gegn markmiðum laganna, undirbúningi og framkvæmdum vegna nýrra virkjana var slegið á frest og jafnframt grafið undan þeim fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þetta áralanga afstöðuleysi löggjafans er sérstaklega skaðlegt í ljósi þess hve langan tíma það tekur að koma upp nýjum virkjunum. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa sofið á verðinum og lítið aðhafst þegar bent er á að styrkja þurfi stjórnsýslu orku- og umhverfismála og að unnt sé að einfalda og samþætta gagnaskil, auka skilvirkni og hraða leyfisveitingum vegna nýrra virkjana án þess að slá af kröfum um nauðsynlegt samráð og umhverfismat. Ofan á þetta bætist að ekki hefur tekist að skapa sátt um hvernig tekjur af orkuvinnslu skiptast. Skýrasta birtingarmynd þess er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar vegna þess að sveitarstjórninni finnst skattaumgjörðin um orkumannvirki ósanngjörn. Þar hefur sveitarstjórnarfólkið rétt fyrir sér: auðvitað ættu tekjurnar af orkumannvirkjum að skila sér í miklu ríkara mæli til nærsamfélagsins. Samfylkingin hefur nálgast orkumálin af raunsæi og ábyrgð. Á tímabilinu 2010 til 2020 reisti Landsvirkjun þrjár virkjanir: Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun II. Búðarhálsvirkjun var fjármögnuð og reist á vakt Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þeistareykjavirkjun var jafnframt áherslumál þáverandi iðnaðarráðherra og sett í nýtingarflokk rammaáætlunar í stjórnartíð Samfylkingar. Stærstu orkuöflunarverkefnin sem nú eru á dagskrá, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, rötuðu í nýtingarflokk rammaáætlunar með stuðningi Samfylkingar. Mikilvægt er að þessi verkefni fái framgang. Nú liggja jafnframt fyrir greiningar faghópa og tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun fimm virkjanakosta sem brýnt er að ráðherra og Alþingi taki afstöðu til. Loks verður Alþingi að hafa hraðar hendur um breytingar á raforkulögum til að tryggja að orkuöryggi almennings njóti forgangs umfram aðra hagsmuni og að nauðsynlegir öryggisventlar séu til staðar þegar ójafnvægi ríkir á orkumarkaði. Samfylkingin hefur hvatt til slíkra lagabreytinga síðastliðin tvö ár en því miður náðist ekki sátt um útfærsluna þegar atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp í þessum tilgangi á síðustu vikum haustþings. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun á Alþingi að rjúfa þurfi kyrrstöðuna sem hefur ríkt í orkumálum á undanförnum árum; að þingmenn stjórnarmeirihlutans dauðskammist sín margir hverjir fyrir framtaksleysið í orkumálum og þær alvarlegu afleiðingar sem því fylgja. Leikreglur rammaáætlunar snúast um að sætta ólík sjónarmið og leita jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Þær kalla á að teknar séu ákvarðanir og þeim fylgt eftir með afgerandi hætti. Undir þeirri ábyrgð verða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að rísa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jóhann Páll Jóhannsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þessi kyrrstaða bitnar á verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu, raskar orkuöryggi og grefur undan orkuskiptum og nauðsynlegum loftslagsaðgerðum. Með setningu rammaáætlunarlaga undir forystu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra árið 2011 var ákvörðunum um orkunýtingu og vernd landsvæða mörkuð fagleg umgjörð. Lögin gera ráð fyrir að lögð sé fram rammaáætlun á Alþingi á fjögurra ára fresti og að löggjafinn taki þannig afstöðu til þess, eftir umfangsmikla vinnu faghópa og víðtækt samráð, hvar megi virkja og hvað eigi að vernda. Flokkarnir sem stjórna landinu sýndu fádæma ábyrgðarleysi með því að láta sjö ár líða án þess að samþykkt væri þingsályktun um rammaáætlun á Alþingi. Með þessu var gengið gegn markmiðum laganna, undirbúningi og framkvæmdum vegna nýrra virkjana var slegið á frest og jafnframt grafið undan þeim fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þetta áralanga afstöðuleysi löggjafans er sérstaklega skaðlegt í ljósi þess hve langan tíma það tekur að koma upp nýjum virkjunum. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa sofið á verðinum og lítið aðhafst þegar bent er á að styrkja þurfi stjórnsýslu orku- og umhverfismála og að unnt sé að einfalda og samþætta gagnaskil, auka skilvirkni og hraða leyfisveitingum vegna nýrra virkjana án þess að slá af kröfum um nauðsynlegt samráð og umhverfismat. Ofan á þetta bætist að ekki hefur tekist að skapa sátt um hvernig tekjur af orkuvinnslu skiptast. Skýrasta birtingarmynd þess er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar vegna þess að sveitarstjórninni finnst skattaumgjörðin um orkumannvirki ósanngjörn. Þar hefur sveitarstjórnarfólkið rétt fyrir sér: auðvitað ættu tekjurnar af orkumannvirkjum að skila sér í miklu ríkara mæli til nærsamfélagsins. Samfylkingin hefur nálgast orkumálin af raunsæi og ábyrgð. Á tímabilinu 2010 til 2020 reisti Landsvirkjun þrjár virkjanir: Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun II. Búðarhálsvirkjun var fjármögnuð og reist á vakt Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þeistareykjavirkjun var jafnframt áherslumál þáverandi iðnaðarráðherra og sett í nýtingarflokk rammaáætlunar í stjórnartíð Samfylkingar. Stærstu orkuöflunarverkefnin sem nú eru á dagskrá, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, rötuðu í nýtingarflokk rammaáætlunar með stuðningi Samfylkingar. Mikilvægt er að þessi verkefni fái framgang. Nú liggja jafnframt fyrir greiningar faghópa og tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun fimm virkjanakosta sem brýnt er að ráðherra og Alþingi taki afstöðu til. Loks verður Alþingi að hafa hraðar hendur um breytingar á raforkulögum til að tryggja að orkuöryggi almennings njóti forgangs umfram aðra hagsmuni og að nauðsynlegir öryggisventlar séu til staðar þegar ójafnvægi ríkir á orkumarkaði. Samfylkingin hefur hvatt til slíkra lagabreytinga síðastliðin tvö ár en því miður náðist ekki sátt um útfærsluna þegar atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp í þessum tilgangi á síðustu vikum haustþings. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun á Alþingi að rjúfa þurfi kyrrstöðuna sem hefur ríkt í orkumálum á undanförnum árum; að þingmenn stjórnarmeirihlutans dauðskammist sín margir hverjir fyrir framtaksleysið í orkumálum og þær alvarlegu afleiðingar sem því fylgja. Leikreglur rammaáætlunar snúast um að sætta ólík sjónarmið og leita jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Þær kalla á að teknar séu ákvarðanir og þeim fylgt eftir með afgerandi hætti. Undir þeirri ábyrgð verða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að rísa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun