Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir var aðalmarkvörður Víkings á síðustu leiktíð, sautján ára gömul, þegar liðið vann Lengjudeildina og varð bikarmeistari í fyrsta sinn.
Birta er uppalin hjá öðru Víkingsliði, í Ólafsvík, og varði mark þess í næstefstu deild. Hún flutti sig svo yfir í Garðabæinn og var aðalmarkvörður Stjörnunnar í efstu deild sumarið 2019, þá 18 ára gömul. Hún hefur alls leikið 26 leiki í efstu deild hér á landi, og 34 leiki í næstefstu deild, auk þess að spila tuttugu leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Birta var síðast á mála hjá Val en spilaði þó ekki fyrir liðið, en hún hefur síðustu ár stundað nám í Bandaríkjunum og spilað þar í háskólaboltanum.
Þess má geta að Birta er eldri systir Aldísar Guðlaugsdóttur, markvarðar FH, sem var í A-landsliðshópi Íslands gegn Danmörku í lokaleik nýliðins árs.