Skel gerði tilboð sem KEA gat ekki hafnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 11:45 Jón Ásgeir Jóhannesson á ráðandi hlut í Streng sem á rúmlega helmingshlut í Skel. Hann er jafnframt stjórnarformaður Skeljar. Vísir/Vilhelm KEA hefur selt fjárfestingafélaginu Skel allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. sem haldið hefur utan um fimm prósenta eignarhlut KEA í matvörukeðjunni Samkaup hf. Samkaup heldur utan um tuttugu verslanir Nettó, Krambúðir víða um land, Kjörbúðirnar sömuleiðis og fjórar verslanir Iceland á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru smásöluverslanir Samkaupa um sextíu talsins. Fjallað var um kaupin á vef Innherja í gær þar sem útskýrt var að Skel væri að styrkja stöðu sína í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað. Með kaupum Skeljar eykst hlutdeild félagsins í Samkaupum. Jón Ásgeir Jóhannesson, lengi kenndur við Bónus og Baug, er stjórnarformaður Skeljar og einn af stærri eigendum þess. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa sem er í eigu Skeljar í gegnum Orkuna, tjáði Innherja í nóvember að unnið væri hörðum höndum að því að opna nýjar matvöruverslanir. Annars vegar undir merkjum Heimkaupa og hins vegar lágvöruverðsverslanir. Unnið væri að því að finna hentugar staðsetningar. Í tilkynningu á vef KEA segir að KEA hafi átt hlut sinn í Samkaupum í um tíu ár. „KEA fékk tilboð í hlut sinn frá SKEL fjárfestingafélagi sem það taldi sig ekki getað hafnað. KEA er að einfalda eignasafn sitt í samræmi við þá stefnu að fækka en um leið að stækka þau verkefni sem félagið er með á efnahagsreikningi sínum,“ segir í tilkynningunni. Kaupfélag Suðurnesja á rúmlega helmingshlut í Samkaupum. Birta lífeyrissjóður rúmlega átján prósent, Kaupfélag Borgfirðinga rúm tíu prósent og Festa lífeyrissjóður slétt tíu prósent. Nú er Skel orðinn fimmti stærsti eigandinn í Samkaupum. Verslun Akureyri Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Matvöruverslun Tengdar fréttir SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Samkaup heldur utan um tuttugu verslanir Nettó, Krambúðir víða um land, Kjörbúðirnar sömuleiðis og fjórar verslanir Iceland á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru smásöluverslanir Samkaupa um sextíu talsins. Fjallað var um kaupin á vef Innherja í gær þar sem útskýrt var að Skel væri að styrkja stöðu sína í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað. Með kaupum Skeljar eykst hlutdeild félagsins í Samkaupum. Jón Ásgeir Jóhannesson, lengi kenndur við Bónus og Baug, er stjórnarformaður Skeljar og einn af stærri eigendum þess. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa sem er í eigu Skeljar í gegnum Orkuna, tjáði Innherja í nóvember að unnið væri hörðum höndum að því að opna nýjar matvöruverslanir. Annars vegar undir merkjum Heimkaupa og hins vegar lágvöruverðsverslanir. Unnið væri að því að finna hentugar staðsetningar. Í tilkynningu á vef KEA segir að KEA hafi átt hlut sinn í Samkaupum í um tíu ár. „KEA fékk tilboð í hlut sinn frá SKEL fjárfestingafélagi sem það taldi sig ekki getað hafnað. KEA er að einfalda eignasafn sitt í samræmi við þá stefnu að fækka en um leið að stækka þau verkefni sem félagið er með á efnahagsreikningi sínum,“ segir í tilkynningunni. Kaupfélag Suðurnesja á rúmlega helmingshlut í Samkaupum. Birta lífeyrissjóður rúmlega átján prósent, Kaupfélag Borgfirðinga rúm tíu prósent og Festa lífeyrissjóður slétt tíu prósent. Nú er Skel orðinn fimmti stærsti eigandinn í Samkaupum.
Verslun Akureyri Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Matvöruverslun Tengdar fréttir SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33