Minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 14:06 Ríkið mun koma til móts við tekjutap RÚV. Vísir/Vilhelm Til stendur að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, útvarpsstjóra. Ríkið mun koma til móts við RÚV verði það fyrir tekjutapi vegna þessa. Yfirlýsingin er viðauki við nýjan þjónustusamning ráðherrans við RÚV. Á gildistíma þjónustusamningsins á að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. Það á að verða gert með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða, eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu. Þá verði unnið að útfærslu stafrænna lausna sem geri viðskiptavinum kleift að panta auglýsingar á netinu. Þá segir að komið verði til móts við mögulegt tekjutap Ríkisútvarpsins af minnkandi umsvifum á samkeppnismarkaði. Það verði gert með það að markmiði að Ríkisútvarpið geti áfram sinnt sínu lögbundna hlutverki og uppfyllt ákvæði þjónustusamnings. Í þjónustusamningum eru aðrir þættir en vera RÚV á auglýsingamarkaði teknir fyrir. Starfsemi RÚV á að aukast um tíu prósent á landsbyggðinni á samningstímabilinu. Fram kemur að hlutfall dagskrárefnis sem keypt er af sjálfstæðum framleiðendum skal á samningstímanum vera að meðaltali 35 prósent af íslensku efni í sjónvarpi, mælt í klukkustundum og miðað við frumsýnt efni á kjörtíma í línulegri dagskrá. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07 Væri búin að taka RÚV af auglýsingamarkaði væri það lausnin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun. 31. mars 2023 20:30 Auglýsingadeild RÚV grimm á auglýsingamarkaði Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra sem er um 25 prósenta vöxtur milli ára. 2. maí 2022 11:59 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Sjá meira
Yfirlýsingin er viðauki við nýjan þjónustusamning ráðherrans við RÚV. Á gildistíma þjónustusamningsins á að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. Það á að verða gert með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða, eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu. Þá verði unnið að útfærslu stafrænna lausna sem geri viðskiptavinum kleift að panta auglýsingar á netinu. Þá segir að komið verði til móts við mögulegt tekjutap Ríkisútvarpsins af minnkandi umsvifum á samkeppnismarkaði. Það verði gert með það að markmiði að Ríkisútvarpið geti áfram sinnt sínu lögbundna hlutverki og uppfyllt ákvæði þjónustusamnings. Í þjónustusamningum eru aðrir þættir en vera RÚV á auglýsingamarkaði teknir fyrir. Starfsemi RÚV á að aukast um tíu prósent á landsbyggðinni á samningstímabilinu. Fram kemur að hlutfall dagskrárefnis sem keypt er af sjálfstæðum framleiðendum skal á samningstímanum vera að meðaltali 35 prósent af íslensku efni í sjónvarpi, mælt í klukkustundum og miðað við frumsýnt efni á kjörtíma í línulegri dagskrá.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07 Væri búin að taka RÚV af auglýsingamarkaði væri það lausnin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun. 31. mars 2023 20:30 Auglýsingadeild RÚV grimm á auglýsingamarkaði Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra sem er um 25 prósenta vöxtur milli ára. 2. maí 2022 11:59 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Sjá meira
Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07
Væri búin að taka RÚV af auglýsingamarkaði væri það lausnin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun. 31. mars 2023 20:30
Auglýsingadeild RÚV grimm á auglýsingamarkaði Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra sem er um 25 prósenta vöxtur milli ára. 2. maí 2022 11:59