Einhver verður Íþróttamaður ársins í fyrsta sinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 12:46 Ómar Ingi Magnússon hefur verið Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár. MummiLú Íþróttamaður ársins verður krýndur í 68. skiptið í kvöld og það er þegar ljóst að sigurvegari kvöldsins fær þessa stærstu viðurkenningu íslensks íþróttafólks í fyrsta sinn á ferlinum. Enginn af þeim tíu íþróttamönnum sem eru meðal tíu efstu í kjörinu í ár hafa fengið þennan heiður áður. Ómar Ingi Magnússon hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár en hann er ekki tilnefndur í ár. Ekki heldur Sara Björk Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson sem unnu titilinn á undan honum. Íþróttamaður ársins var kjörinn í fyrsta sinn árið 1956 og þá vann þrístökkvarinn Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur vann líka næstu tvö ár á eftir og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Enginn hefur unnið þetta oftar en hann. Síðan Vilhjálmur var kjörinn fyrstur fyrir næstum því sjö áratugum síðan hafa 44 einstaklingar til viðbótar verið kjörnir Íþróttamenn ársins, 38 karlar að Vilhjálmi meðtöldum og sjö konur. Sá 46. bætist því í hópinn í kvöld. Samsett mynd Sex konur og fjórir karlar koma til greina að þessu sinni en aldrei áður hafa verið fleiri konur meðal tíu efstu. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir voru bæði meðal þriggja efstu í kjörinu í fyrra og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð þá í fimmta sæti. Öll gera þau tilkall til þess að vera kosin Íþróttamaður ársins í ár. Það gera líka fleiri. Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er á topp tíu listanum eins og í fyrra, knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þar eftir eins árs fjarveru og knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tilnefndur í fyrsta sinn í fimm ár. Það eru líka fjórar konur á listanum sem eru tilnefndar í fyrsta sinn á ferlinum en það eru frjálsíþróttakonan Andrea Kolbeinsdóttir, sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir, kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir og fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Það verður einnig kosið lið ársins og þjálfari ársins í kvöld. Víkingur á tvö af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins enduðu meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli í kvöld og verður útsendingin að venju í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19.35. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta Íþróttamaður ársins Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira
Enginn af þeim tíu íþróttamönnum sem eru meðal tíu efstu í kjörinu í ár hafa fengið þennan heiður áður. Ómar Ingi Magnússon hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár en hann er ekki tilnefndur í ár. Ekki heldur Sara Björk Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson sem unnu titilinn á undan honum. Íþróttamaður ársins var kjörinn í fyrsta sinn árið 1956 og þá vann þrístökkvarinn Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur vann líka næstu tvö ár á eftir og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Enginn hefur unnið þetta oftar en hann. Síðan Vilhjálmur var kjörinn fyrstur fyrir næstum því sjö áratugum síðan hafa 44 einstaklingar til viðbótar verið kjörnir Íþróttamenn ársins, 38 karlar að Vilhjálmi meðtöldum og sjö konur. Sá 46. bætist því í hópinn í kvöld. Samsett mynd Sex konur og fjórir karlar koma til greina að þessu sinni en aldrei áður hafa verið fleiri konur meðal tíu efstu. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir voru bæði meðal þriggja efstu í kjörinu í fyrra og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð þá í fimmta sæti. Öll gera þau tilkall til þess að vera kosin Íþróttamaður ársins í ár. Það gera líka fleiri. Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er á topp tíu listanum eins og í fyrra, knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þar eftir eins árs fjarveru og knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tilnefndur í fyrsta sinn í fimm ár. Það eru líka fjórar konur á listanum sem eru tilnefndar í fyrsta sinn á ferlinum en það eru frjálsíþróttakonan Andrea Kolbeinsdóttir, sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir, kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir og fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Það verður einnig kosið lið ársins og þjálfari ársins í kvöld. Víkingur á tvö af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins enduðu meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli í kvöld og verður útsendingin að venju í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19.35. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Íþróttamaður ársins Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira