Enski boltinn

Ten Hag segir fyrstu við­ræðurnar við Ratcliffe hafi verið mjög já­kvæðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erik ten Hag er ánægður með nýja eigendur og nýjar hugmyndir þeirra.
Erik ten Hag er ánægður með nýja eigendur og nýjar hugmyndir þeirra. Getty/Visionhaus

Það var gott hljóð í Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, þegar hann var spurður út í fund sinn með Sir Jim Ratcliffe og INEOS fólkinu hans.

Ten Hag hitti Ratcliffe og félaga á miðvikudaginn eftir að tilkynnt var um að INEOS væri búið að kaupa 25 prósent hlut í Manchester United og taka um leið yfir stjórnina á öllum knattspyrnutengdum málum hjá félaginu.

Það verður reyndar ekki skrifað undir samninginn fyrr en í febrúar en hollenski stjórinn er sannfærður um að koma þeirra séu góðar fréttir fyrir félagið.

„Mjög jákvæðar samræður, verð ég að segja,“ sagði Erik ten Hag á blaðamannafundi. Hann sjálfur er undir mikilli pressu eftir dapurt gengi United en er ánægður með ferska vinda tengdum nýjum eigendum.

„Við fórum á langan fund og sátum saman í marga klukkutíma. Við vorum á sömu blaðsíðu í mörgum málum og þetta var mjög jákvætt frá báðum aðilum. Þetta var mjög uppbyggilegur fundur og okkur hlakkar til samstarfsins,“ sagði Ten Hag.

„Þeir eru með góðar hugmyndir og við verðum að sjá til hvort við getum tekið mikið af þeim inn til okkar,“ sagði Ten Hag.

Næti leikur Manchester United er á móti Wigan Athletic í enska bikarnum á mánudaginn.

Ten Hag staðfesti að félagið væri búið að framlengja samninga sína við þá Aaron Wan-Bissaka, Victor Lindelöf og Hannibal. Þá eru viðræður í gangi við Raphaël Varane og Anthony Martial, sem báðir renna út á samning í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×