ONE um allan heim Einar G Harðarson skrifar 5. janúar 2024 10:01 Rafmyntina ONE er nú að finna í 194 löndum og telur milljónir notenda og tólf milljónir reikninga. Hagkerfi hefur því myndast. Myntin byggir á því í kjölinn að fara eftir öllum reglum, reglugerðum og lögum í hverju því landi sem myntin er í. ONE fer eftir öllum stöðlum á borð við KYC, AML og FAFT (sem Ísland var sett á lista hjá) í fjármálaheiminum og er lögleg í alla staði. Flestar aðrar rafmyntir hafa fengið þann stimpil að vera „myntir sem þjóna ólöglegri starfsemi“. ONE hefur af sumum verið sett í þann flokk vegna þekkingarskorts. Eins og Libra sem byggði á sömu gildum hefur ONE mætt mikilli andstöðu frá fjármálaheiminum. Enda er kostnaður við rekstur rafmyntakerfis mun minni en bankakerfisins sem styðst við Fiat peninga eða seðla. Reynt hefur verið að stöðva myntina ONE með margs konar hindrunum en það hefur ekki tekist og mun ekki takast. Ein af þessum hindrunum er að setja ekki reglugerðir fyrir rafmyntir. Með því að setja ekki lög og reglur er ekki hægt að segja að myntin sé lögleg en ekki heldur ólögleg, nema litið sé svo á að allar rafmyntir séu ólöglegar. Nú, seint og síðar árið 2024, verða reglugerðir MiCA virkjaðar og munu taka gildi nú í sumar frá Evrópska seðlabankanum. Allar áætlanir ONE um hvernig þær yrðu hafa staðist. Með töfum hefur seðlabanki EU gefið „gömlu” fjármálastofnunum færi á að undirbúa sig undir rafmyntavæðinguna og jafnframt að undirbúa eigin rafmynt CBDC eða Central Bank Digital Currency. Forseti Alþjóðabankans Kristalína Georgieva sagði fyrir stuttu: „Fyrirtæki og bankar, undirbúið ykkur strax undir að rafmyntin er að koma. Því verður ekki frestað.“ Ekki hægt að skapa verðbólgu Rafmyntir eru framleiddar í ákveðnu magni og ekki hægt að framleiða meira en ákveðið er í upphafi. Það getur svo tekið mörg ár að framleiða það magn sem ákveðið var. Þannig er ekki hægt að prenta meira og því ekki hægt að skapa verðbólgu og um leið veikingu myntarinnar. Hins vegar vilja þeir sem framleiða CBCD hafa glugga fyrir þennan þátt sem gerir myntina gallaða eða fellanlega, eins og alla aðra gömlu gjaldmiðlana. Fyrirtæki á Íslandi búa við tvöfalt til þrefalt hagkerfi á meðan hinn almenni maður býr við eitt hagkerfi. Á Íslandi eru í raun þrjú hagkerfi; króna, verðtryggð króna og erlendur gjaldmiðill. Eini gjaldmiðillinn sem hinn almenni maður getur notað er krónan. ONE er núna að breiðast mjög hratt út í heiminum m.a. vegna stöðugleika myntarinnar. Þar sem hinn venjulegi gjaldmiðill er ríkjandi þá er notkun á ONE orðin eins og einn af tveimur gjaldmiðlum eða annað af tveimur hagkerfum. Borgað er í dag að hluta með ONE og að hluta með gjaldmiðli þjóðarinnar. ONE hefur á síðustu árum hækkað úr 0,5 € í 42,5 € á meðan gjaldmiðlar ríkja hafa nær allir lækkað í verði. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Rafmyntir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Rafmyntina ONE er nú að finna í 194 löndum og telur milljónir notenda og tólf milljónir reikninga. Hagkerfi hefur því myndast. Myntin byggir á því í kjölinn að fara eftir öllum reglum, reglugerðum og lögum í hverju því landi sem myntin er í. ONE fer eftir öllum stöðlum á borð við KYC, AML og FAFT (sem Ísland var sett á lista hjá) í fjármálaheiminum og er lögleg í alla staði. Flestar aðrar rafmyntir hafa fengið þann stimpil að vera „myntir sem þjóna ólöglegri starfsemi“. ONE hefur af sumum verið sett í þann flokk vegna þekkingarskorts. Eins og Libra sem byggði á sömu gildum hefur ONE mætt mikilli andstöðu frá fjármálaheiminum. Enda er kostnaður við rekstur rafmyntakerfis mun minni en bankakerfisins sem styðst við Fiat peninga eða seðla. Reynt hefur verið að stöðva myntina ONE með margs konar hindrunum en það hefur ekki tekist og mun ekki takast. Ein af þessum hindrunum er að setja ekki reglugerðir fyrir rafmyntir. Með því að setja ekki lög og reglur er ekki hægt að segja að myntin sé lögleg en ekki heldur ólögleg, nema litið sé svo á að allar rafmyntir séu ólöglegar. Nú, seint og síðar árið 2024, verða reglugerðir MiCA virkjaðar og munu taka gildi nú í sumar frá Evrópska seðlabankanum. Allar áætlanir ONE um hvernig þær yrðu hafa staðist. Með töfum hefur seðlabanki EU gefið „gömlu” fjármálastofnunum færi á að undirbúa sig undir rafmyntavæðinguna og jafnframt að undirbúa eigin rafmynt CBDC eða Central Bank Digital Currency. Forseti Alþjóðabankans Kristalína Georgieva sagði fyrir stuttu: „Fyrirtæki og bankar, undirbúið ykkur strax undir að rafmyntin er að koma. Því verður ekki frestað.“ Ekki hægt að skapa verðbólgu Rafmyntir eru framleiddar í ákveðnu magni og ekki hægt að framleiða meira en ákveðið er í upphafi. Það getur svo tekið mörg ár að framleiða það magn sem ákveðið var. Þannig er ekki hægt að prenta meira og því ekki hægt að skapa verðbólgu og um leið veikingu myntarinnar. Hins vegar vilja þeir sem framleiða CBCD hafa glugga fyrir þennan þátt sem gerir myntina gallaða eða fellanlega, eins og alla aðra gömlu gjaldmiðlana. Fyrirtæki á Íslandi búa við tvöfalt til þrefalt hagkerfi á meðan hinn almenni maður býr við eitt hagkerfi. Á Íslandi eru í raun þrjú hagkerfi; króna, verðtryggð króna og erlendur gjaldmiðill. Eini gjaldmiðillinn sem hinn almenni maður getur notað er krónan. ONE er núna að breiðast mjög hratt út í heiminum m.a. vegna stöðugleika myntarinnar. Þar sem hinn venjulegi gjaldmiðill er ríkjandi þá er notkun á ONE orðin eins og einn af tveimur gjaldmiðlum eða annað af tveimur hagkerfum. Borgað er í dag að hluta með ONE og að hluta með gjaldmiðli þjóðarinnar. ONE hefur á síðustu árum hækkað úr 0,5 € í 42,5 € á meðan gjaldmiðlar ríkja hafa nær allir lækkað í verði. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar