Stjórnvöld ætli að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir langtímakjarasamningar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2024 20:01 Þau Þórdís Kobrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra voru jákvæð eftir fund með verkalýðsforustunni í Ráðherrabústaðnum. Þeir Vilhjálmur Birgisson formaður formaður Starfsgreinasambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson voru meðal þeirra sem ræddu við fimm ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Vísir/Hjalti Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt af mörkum takist að ná langtíma kjarasamningi milli SA og ASÍ sem miði af því að ná verðbólgu og vöxtum niður. Verkalýðsforingjar voru bjartsýnir eftir fund með ráðherrum í dag. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar innan ASÍ í vikunni lauk með því að forystufólk sagði boltann hjá stjórnvöldum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, fjármálaráðherra og vinnumarkaðsráðherra tóku á móti verkalýðsforystunni í ráðherrabústaðnum í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði þetta um framkomnar kröfur áður en fundurinn hófst. „Það þarf að taka afstöðu til þeirra og mögulega að gera einhverjar, breytingar, mótvægisaðgerðir og annað slíkt. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrr öðru en því sem þegar liggur fyrir sem er það sem er í birtum og samþykktum fjárlögum,“ segir Þórdís. Bjartsýni eftir fund Það var jákvæður tónn í fólki eftir fundinn sem stóð í einn og hálfan tíma. „Þetta var bara virkilega jákvæður fundur. Mikill samhljómur, mikill vilji stjórnvalda til að koma að þessu borði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins af fundi loknum. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra vonar að samningar náist áður en þeir renna út um næstu mánaðamót. „Við vorum að ræða tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur. Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið sem er mjög gott.Vonandi geta samningar tekið við af samningum og það væri þá í lok mánaðarins,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að næsti fundur með stjórnvöldum sé áætlaður í næstu viku. „Nú fara stjórnvöld og bera saman bækur sínar og reikna og sjá hvort að okkar hugmyndir séu raunhæfar inn í þeirra áætlanir og þeirra pólitík. Ég leyfi mér bara að vera vongóður um að svo sé,“ segir Ragnar. Skiptir máli hvernig samningar nást Katrín Jakobsdóttir sagði skipta miklu máli hvernig samningar náist. Aðspurð um hvort verkalýðshreyfingin geti átt von á breytingum í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir svaraði hún: „ Ef langtímasamningar nást sem miða að því að ná niður langtímaverðbólgu og lækkun á stýrivöxtum þá munum við meta það hvað stjórnvöld geti lagt sitt að mörkum. Sú vinna mun væntanlega ekki bíða til ársins 2025 heldur yrði sú aðkoma á þessu ári,“ segir Katrín. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar innan ASÍ í vikunni lauk með því að forystufólk sagði boltann hjá stjórnvöldum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, fjármálaráðherra og vinnumarkaðsráðherra tóku á móti verkalýðsforystunni í ráðherrabústaðnum í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði þetta um framkomnar kröfur áður en fundurinn hófst. „Það þarf að taka afstöðu til þeirra og mögulega að gera einhverjar, breytingar, mótvægisaðgerðir og annað slíkt. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrr öðru en því sem þegar liggur fyrir sem er það sem er í birtum og samþykktum fjárlögum,“ segir Þórdís. Bjartsýni eftir fund Það var jákvæður tónn í fólki eftir fundinn sem stóð í einn og hálfan tíma. „Þetta var bara virkilega jákvæður fundur. Mikill samhljómur, mikill vilji stjórnvalda til að koma að þessu borði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins af fundi loknum. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra vonar að samningar náist áður en þeir renna út um næstu mánaðamót. „Við vorum að ræða tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur. Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið sem er mjög gott.Vonandi geta samningar tekið við af samningum og það væri þá í lok mánaðarins,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að næsti fundur með stjórnvöldum sé áætlaður í næstu viku. „Nú fara stjórnvöld og bera saman bækur sínar og reikna og sjá hvort að okkar hugmyndir séu raunhæfar inn í þeirra áætlanir og þeirra pólitík. Ég leyfi mér bara að vera vongóður um að svo sé,“ segir Ragnar. Skiptir máli hvernig samningar nást Katrín Jakobsdóttir sagði skipta miklu máli hvernig samningar náist. Aðspurð um hvort verkalýðshreyfingin geti átt von á breytingum í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir svaraði hún: „ Ef langtímasamningar nást sem miða að því að ná niður langtímaverðbólgu og lækkun á stýrivöxtum þá munum við meta það hvað stjórnvöld geti lagt sitt að mörkum. Sú vinna mun væntanlega ekki bíða til ársins 2025 heldur yrði sú aðkoma á þessu ári,“ segir Katrín.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01