Aukin einangrun milli tekjuhópa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2024 12:16 Einangrun mismunandi tekjuhópa hefur farið vaxandi í Reykjavík samkvæmt skýrslunni. Vísir/Vilhelm Einangrun tekjuhópa í Reykjavík fer vaxandi, samkvæmt nýrri rannsókn. Dósent segir ríki, sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins öll geta unnið gegn slíkri einangrun. Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík nú fyrir helgi. Hann segir eina markverðustu niðurstöðuna vera þá að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa sé að aukast. „Sérstaklega lágtekjuhópar sem í auknum mæli verða einangraðir á ákveðnum svæðum, svo millitekjufólk og hátekjufólk öðrum,“ segir Kolbeinn. Innan borgarinnar sé hátekjuhópana helst að finna í Fossvogi og Ártúnshverfi. „Svo erum við með Austurbæjarskólahverfi, Vesturbæjarskólahverfi og Fellahverfi á hinum endanum.“ Hér að neðan má sjá kynningu Kolbeins á skýrslunni síðastliðinn föstudag. Húsnæðisverð ráði miklu Þá vekur athygli Kolbeins flutningur Íslendinga í lægri tekjuhópum út fyrir höfuðborgarsvæðið, og þær breytingar sem orðið hafa á árunum 2000 til 2020, sem rannsóknin nær til. „Það hefur samt ekki skilað sér í færslu á lágtekjufólki almennt, heldur það sem hefur gerst á sínum tíma er að innflytjendur fylla í skörðin sem þessir hópar skilja eftir, þannig að það hefur orðið breyting á prófíl lágtekjuhópsins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessi þróun skýrist að miklu leyti af þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, og þeirri staðreynd að þar sé erfiðara en víða annars staðar að finna húsnæði sem mæti kröfum hlutdeildarlána. Kolbeinn er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsVísir/Baldur Þróunin varhugaverð Kolbeinn segir ójöfnuð á Íslandi almennt ekki mikinn. „Við þurfum að huga að því að lágtekjuhópar einangrist ekki,“ segir Kolbeinn. Rannsóknir sýni að slík einangrun hafi aukin neikvæð áhrif á líf fólks. „Það sem við þurfum þá kannski sérstaklega að huga að er að tryggja einhvers konar blöndun byggðar, en gæta þess samt að við séum ekki bara að færa fátækt fólk til í birgarlandslaginu. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að lyfta fólki úr fátækt.“ Þróunina í átt að einangrun sé hægt að glíma við á ýmsan hátt. „Þetta er borgin, þetta er ríkið, þetta eru aðilar vinnumarkaðarins, sem allir geta haft áhrif á þessa þróun á ólíkum forsendum.“ Reykjavík Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík nú fyrir helgi. Hann segir eina markverðustu niðurstöðuna vera þá að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa sé að aukast. „Sérstaklega lágtekjuhópar sem í auknum mæli verða einangraðir á ákveðnum svæðum, svo millitekjufólk og hátekjufólk öðrum,“ segir Kolbeinn. Innan borgarinnar sé hátekjuhópana helst að finna í Fossvogi og Ártúnshverfi. „Svo erum við með Austurbæjarskólahverfi, Vesturbæjarskólahverfi og Fellahverfi á hinum endanum.“ Hér að neðan má sjá kynningu Kolbeins á skýrslunni síðastliðinn föstudag. Húsnæðisverð ráði miklu Þá vekur athygli Kolbeins flutningur Íslendinga í lægri tekjuhópum út fyrir höfuðborgarsvæðið, og þær breytingar sem orðið hafa á árunum 2000 til 2020, sem rannsóknin nær til. „Það hefur samt ekki skilað sér í færslu á lágtekjufólki almennt, heldur það sem hefur gerst á sínum tíma er að innflytjendur fylla í skörðin sem þessir hópar skilja eftir, þannig að það hefur orðið breyting á prófíl lágtekjuhópsins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessi þróun skýrist að miklu leyti af þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, og þeirri staðreynd að þar sé erfiðara en víða annars staðar að finna húsnæði sem mæti kröfum hlutdeildarlána. Kolbeinn er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsVísir/Baldur Þróunin varhugaverð Kolbeinn segir ójöfnuð á Íslandi almennt ekki mikinn. „Við þurfum að huga að því að lágtekjuhópar einangrist ekki,“ segir Kolbeinn. Rannsóknir sýni að slík einangrun hafi aukin neikvæð áhrif á líf fólks. „Það sem við þurfum þá kannski sérstaklega að huga að er að tryggja einhvers konar blöndun byggðar, en gæta þess samt að við séum ekki bara að færa fátækt fólk til í birgarlandslaginu. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að lyfta fólki úr fátækt.“ Þróunina í átt að einangrun sé hægt að glíma við á ýmsan hátt. „Þetta er borgin, þetta er ríkið, þetta eru aðilar vinnumarkaðarins, sem allir geta haft áhrif á þessa þróun á ólíkum forsendum.“
Reykjavík Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira