Sjálfstæðismenn felli mögulega vantrauststillögu „með óbragð í munni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2024 20:01 Ólafur á ekki von á því að málið felli ríkisstjórnina. Hann telur hins vegar sáralitlar líkur á að stjórnin haldi áfram eftir næstu kosningar, hvernig sem þær kunni að fara. Vísir/Ívar Prófessor í stjórnmálafræði telur ekki að ríkisstjórnin springi vegna álits Umboðsmanns Alþingis í hvalveiðamálinu og Sjálfstæðismenn myndu verja Svandísi mögulegu vantrausti með æluna upp í kok. Í kvöldfréttum okkar í gær sagðist forsætisráðherra ekki telja að álit umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í sumar væri ástæða til afsagnar ráðherrans. Umboðsmaður taldi lagastoð hafa skort fyrir banninu og að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Prófessor í stjórnmálafræði bendir á að forsætisráðherra hafi þegar rætt við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eftir að álitið kom fram á föstudag. „Það þýðir væntanlega að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi hafi krafist að hún segi af sér. Þannig að hópurinn sem talar svona fyrir því að það sé að minnsta kosti eðlilegt að hún segi af sér, eru einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lengi hafa verið órólegir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Sjálfstæðismenn verji Svandísi ekki með glöðu geði Einhverjir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir afsögn Svandísar vegna málsins, til að mynda Gísli Rafn Ólafsson í Pírötum og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Ólafur bendir á að tvær vantrausttillögur á dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks hafi verið felldar á kjörtímabilinu með hjálp þingmanna VG. „Ef það verður þannig að það verði borin fram vantrauststillaga og Sjálfstæðismenn munu ekki bara gera það með óbragð í munni, heldur kyngja ælunni eins og Brynjar Níelsson komst nú gjarnan að orði. Það er alveg augljóst að þeir munu ekki fella vantraust á Svandísi með glöðu geði, ekki frekar en VG-liðarnir felldu vantraust á þessa dómsmálaráðherra.“ Líklegast sé að forystufólk innan Sjálfstæðisflokks meti stöðuna svo að mikilvægara sé að halda samstarfinu gangandi, í það minnsta fram yfir næstu kjarasamninga. Brestirnir sífellt háværari Spurður segir Ólafur að málinu sé á vissan hátt lokið. „Í þeim skilningi að það verði ekki nein stórtíðindi núna á næstunni. En hins vegar mun þetta mál auðvitað sitja í bæði Vinstri grænum og auðvitað Sjálfstæðismönnum.“ Heldurðu að stjórnin springi út af þessu? „Nei, ég held að hún springi ekki út af þessu,“ segir Ólafur Hann telji þó sáralitlar líkur á að stjórnin haldi eftir næstu kosningar, sem að óbreyttu yrðu haustið 2025, miðað við fullt fjögurra ára kjörtímabil. „Eiginlega alveg sama hvernig þær fara. En ég held ennþá að það sé líklegra að það haldi út kjörtímabilið, eða að minnsta kosti til vorsins 2025, þó að brestirnir séu sífellt að verða háværari og háværari.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. 7. janúar 2024 13:38 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. 6. janúar 2024 17:13 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sagðist forsætisráðherra ekki telja að álit umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í sumar væri ástæða til afsagnar ráðherrans. Umboðsmaður taldi lagastoð hafa skort fyrir banninu og að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Prófessor í stjórnmálafræði bendir á að forsætisráðherra hafi þegar rætt við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eftir að álitið kom fram á föstudag. „Það þýðir væntanlega að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi hafi krafist að hún segi af sér. Þannig að hópurinn sem talar svona fyrir því að það sé að minnsta kosti eðlilegt að hún segi af sér, eru einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lengi hafa verið órólegir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Sjálfstæðismenn verji Svandísi ekki með glöðu geði Einhverjir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir afsögn Svandísar vegna málsins, til að mynda Gísli Rafn Ólafsson í Pírötum og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Ólafur bendir á að tvær vantrausttillögur á dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks hafi verið felldar á kjörtímabilinu með hjálp þingmanna VG. „Ef það verður þannig að það verði borin fram vantrauststillaga og Sjálfstæðismenn munu ekki bara gera það með óbragð í munni, heldur kyngja ælunni eins og Brynjar Níelsson komst nú gjarnan að orði. Það er alveg augljóst að þeir munu ekki fella vantraust á Svandísi með glöðu geði, ekki frekar en VG-liðarnir felldu vantraust á þessa dómsmálaráðherra.“ Líklegast sé að forystufólk innan Sjálfstæðisflokks meti stöðuna svo að mikilvægara sé að halda samstarfinu gangandi, í það minnsta fram yfir næstu kjarasamninga. Brestirnir sífellt háværari Spurður segir Ólafur að málinu sé á vissan hátt lokið. „Í þeim skilningi að það verði ekki nein stórtíðindi núna á næstunni. En hins vegar mun þetta mál auðvitað sitja í bæði Vinstri grænum og auðvitað Sjálfstæðismönnum.“ Heldurðu að stjórnin springi út af þessu? „Nei, ég held að hún springi ekki út af þessu,“ segir Ólafur Hann telji þó sáralitlar líkur á að stjórnin haldi eftir næstu kosningar, sem að óbreyttu yrðu haustið 2025, miðað við fullt fjögurra ára kjörtímabil. „Eiginlega alveg sama hvernig þær fara. En ég held ennþá að það sé líklegra að það haldi út kjörtímabilið, eða að minnsta kosti til vorsins 2025, þó að brestirnir séu sífellt að verða háværari og háværari.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. 7. janúar 2024 13:38 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. 6. janúar 2024 17:13 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. 7. janúar 2024 13:38
Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08
Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. 6. janúar 2024 17:13
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20