Bjarni Ingimarsson, innivarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta við fréttastofu.
Slökkviliðinu barst tilkynning um brunann rétt fyrir ellefu í kvöld og samkvæmt varðstjóra voru tveir bílar sendir á vettvang, einn slökkviliðsbíll og einn tankbíll.
Vörubíllinn sem kviknaði í var á athafnasvæði við Geirland 1 þar sem verktakar eru að vinna að breikkun þjóðvegarins við Lögbergsbrekku.
Að sögn varðstjóra var svæðið mannlaust og hafði eldurinn engin frekari áhrif þó fleiri vinnuvélar væru á staðnum.