„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. janúar 2024 19:35 Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar. Vísir Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á seinni hluta árs féllu hitamet á nærri hverjum degi og hiti sjávar hefur ekki mælst hærri. Fari meðalhitinn yfir eina og hálfa gráðu á þessu ári, líkt og sumir vísindamenn telja líklegt, er hins vegar ekki þar með sagt að heimsbyggðinni hafi mistekist að standa við Parísarsamkomulagið. Til þess þarf það að gerast nokkur ár í röð. Carlo Buontempo, framkvæmdastjóri Kópernikusar-verkefnis ESB sem birti niðurstöðurnar í dag segir árið það heitasta í um hundrað þúsund ár. „Ég vil endilega að þið meðtakið þetta. Þetta þýðir í rauninni að borgirnar okkar, vegirnir, minnismerkin, býlin okkar, í raun öll starfsemi mannanna, hefur aldrei þurft að kljást við svona heitt loftslag. Það voru engar borgir, engar bækur, enginn landbúnaður eða húsdýr á jörðinni síðast þegar hitinn var svona hér. Þetta kallar á grundvallarendurskoðun á því hvernig við metum umhverfisáhættu okkar þar sem saga okkar er ekki lengur góð heimild um það fordæmalausa loftslag sem við erum þegar farin að upplifa,“ segir Buontempo Rætt var við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formann Landverndar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist áhyggjufull vegna stöðunnar sem kemur henni þó ekki á óvart. Klippa: Heitasta ár frá upphafi mælinga „Ég myndi auðvitað vilja sjá þetta fara í hina áttina en þetta kemur ekki á óvart miðað við að losun er búin að vera að aukast,“ segir Þorgerður. Hvað er í húfi til að halda hlýnun innan marka Parísarsáttmálans? „Það er fullt af vendipunktum sem eiga sér stað þegar við förum yfir þetta markmið og það er allt í húfi til þess að lífríki og súrnun sjávar og fullt af vendipunktum þarna sem við verðum að reyna að vera undir.“ Erum við að fara að rjúfa þakið á þessu ári? „Ég veit það ekki, ég þori ekki að spá til um það en ég held að muni halda áfram að vera þessi veðurofsi sem við erum búin að sjá aukast síðustu ár og örugglega fullt af hitametum slegin víða um heim,“ segir Þorgerður. „Ég veit ekki hvort næsta ár muni fara yfir einmitt þetta met en það er kannski ekki aðal atriðið heldur þurfum við að byrja að draga úr losuninni og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“ Ertu áhyggjufull yfir þessari stöðu? „Auðvitað er ég það og ég held það taki margir í þann steng með mér, að við erum áhyggjufull yfir þessari stöðu mála.“ Umhverfismál Loftslagsmál Veður Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Á seinni hluta árs féllu hitamet á nærri hverjum degi og hiti sjávar hefur ekki mælst hærri. Fari meðalhitinn yfir eina og hálfa gráðu á þessu ári, líkt og sumir vísindamenn telja líklegt, er hins vegar ekki þar með sagt að heimsbyggðinni hafi mistekist að standa við Parísarsamkomulagið. Til þess þarf það að gerast nokkur ár í röð. Carlo Buontempo, framkvæmdastjóri Kópernikusar-verkefnis ESB sem birti niðurstöðurnar í dag segir árið það heitasta í um hundrað þúsund ár. „Ég vil endilega að þið meðtakið þetta. Þetta þýðir í rauninni að borgirnar okkar, vegirnir, minnismerkin, býlin okkar, í raun öll starfsemi mannanna, hefur aldrei þurft að kljást við svona heitt loftslag. Það voru engar borgir, engar bækur, enginn landbúnaður eða húsdýr á jörðinni síðast þegar hitinn var svona hér. Þetta kallar á grundvallarendurskoðun á því hvernig við metum umhverfisáhættu okkar þar sem saga okkar er ekki lengur góð heimild um það fordæmalausa loftslag sem við erum þegar farin að upplifa,“ segir Buontempo Rætt var við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formann Landverndar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist áhyggjufull vegna stöðunnar sem kemur henni þó ekki á óvart. Klippa: Heitasta ár frá upphafi mælinga „Ég myndi auðvitað vilja sjá þetta fara í hina áttina en þetta kemur ekki á óvart miðað við að losun er búin að vera að aukast,“ segir Þorgerður. Hvað er í húfi til að halda hlýnun innan marka Parísarsáttmálans? „Það er fullt af vendipunktum sem eiga sér stað þegar við förum yfir þetta markmið og það er allt í húfi til þess að lífríki og súrnun sjávar og fullt af vendipunktum þarna sem við verðum að reyna að vera undir.“ Erum við að fara að rjúfa þakið á þessu ári? „Ég veit það ekki, ég þori ekki að spá til um það en ég held að muni halda áfram að vera þessi veðurofsi sem við erum búin að sjá aukast síðustu ár og örugglega fullt af hitametum slegin víða um heim,“ segir Þorgerður. „Ég veit ekki hvort næsta ár muni fara yfir einmitt þetta met en það er kannski ekki aðal atriðið heldur þurfum við að byrja að draga úr losuninni og það er það sem við eigum að vera að horfa á.“ Ertu áhyggjufull yfir þessari stöðu? „Auðvitað er ég það og ég held það taki margir í þann steng með mér, að við erum áhyggjufull yfir þessari stöðu mála.“
Umhverfismál Loftslagsmál Veður Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira