Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 11:26 Kjaraviðræður og þjóðarsátt eru til umræðu í Pallborði dagsins. vísir/arnar Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir Pallborðsins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Klippa: Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Ragnar Þór sagðist fyrir jól vera bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga myndi ná að gera sögulega kjarasamninga í janúar, sem myndu stuðla að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira en nokkrir þúsundkallar til eða frá. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ sagði Ragnar Þór. Greint var frá því 22. desember að samningsaðilar, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins, væru samstíga um að ráðast í aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Umrædd breiðfylking samanstóð upphaflega af VR, Eflingu, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn en síðan hafa fleiri gert kröfu um að fá að koma að borðinu. Meint „þjóðarsátt“ var gagnrýnd, meðal annars af Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, sem sagði fyrirhugaðar flatar krónutöluhækkanir og tugmilljarða tekjutilfærslur myndu skila sér í meira en tíu prósent aukningu á ráðstöfunartekjum Eflingarfólks en 1,5 til 2 prósenta hækkun hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þórarinn Eyfjörð. Ljóst er að ein forsenda þjóðarsáttar er aðkoma stjórnvalda og eftir áramót var boðað til fundar ráðherra og leiðtoga breiðfylkingarinnar. Þá greindi Vísir frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sett sig í samband við forystu opinberu félaganna til að skipuleggja fund eða fundi. Enn fleiri eiga þó hagsmuna að gæta, til að mynda aldraðir og öryrkjar. „Hvað er þjóðarsátt og fyrir hverja er hún?“ spyrjum við í Pallborðinu í dag. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Pallborðið Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Gestir Pallborðsins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Klippa: Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Ragnar Þór sagðist fyrir jól vera bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga myndi ná að gera sögulega kjarasamninga í janúar, sem myndu stuðla að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira en nokkrir þúsundkallar til eða frá. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ sagði Ragnar Þór. Greint var frá því 22. desember að samningsaðilar, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins, væru samstíga um að ráðast í aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Umrædd breiðfylking samanstóð upphaflega af VR, Eflingu, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn en síðan hafa fleiri gert kröfu um að fá að koma að borðinu. Meint „þjóðarsátt“ var gagnrýnd, meðal annars af Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, sem sagði fyrirhugaðar flatar krónutöluhækkanir og tugmilljarða tekjutilfærslur myndu skila sér í meira en tíu prósent aukningu á ráðstöfunartekjum Eflingarfólks en 1,5 til 2 prósenta hækkun hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þórarinn Eyfjörð. Ljóst er að ein forsenda þjóðarsáttar er aðkoma stjórnvalda og eftir áramót var boðað til fundar ráðherra og leiðtoga breiðfylkingarinnar. Þá greindi Vísir frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sett sig í samband við forystu opinberu félaganna til að skipuleggja fund eða fundi. Enn fleiri eiga þó hagsmuna að gæta, til að mynda aldraðir og öryrkjar. „Hvað er þjóðarsátt og fyrir hverja er hún?“ spyrjum við í Pallborðinu í dag. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Pallborðið Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira