Næsta mál sé að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og sjá bygginguna rísa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2024 12:01 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tímamótin mikil. Vísir/Arnar Undirritun samkomulags um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal er risastórt hagsmunamál að sögn borgarstjóra Reykjavíkur, enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. Næsta mál sé að ráðast í úrboð og úthluta lóðinni. Í gær skrifuðu borgarstjóri Reykjavíkur, fjármálaráðherra, barnamálaráðherra og forsætisráðherra undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir um risastór tímamót að ræða eftir langa vinnu. „Það sem hefur staðið á er annars vegar stofnun félags um byggingu þjóðarhallar og að ná niðurstöðu varðandi kostnaðarskiptingu milli ríkis og Reykjavíkurborgar, bæði varðandi stofnkostnað og rekstur. Þetta allt saman er búið að botna núna. Næsta mál er í raun að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og fara að sjá þessa byggingu í hönnun og sjá hana rísa.“ Risa skref Um gríðarlegt hagsmunamál sé að ræða enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. „Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál og stærra en ýmsir átta sig á. Þetta skiptir máli fyrir börnin sem æfa og keppa í Laugardalnum, þetta skiptir máli fyrir landsliðið og í raun allar keppnisíþróttir innanhúss.“ Töluvert hefur verið fjallað um nýjan þjóðarleikvang undanfarin ár og hafa ráðamenn hlotið gagnrýni fyrir seinagang í þeim efnum. „Ég man alveg eftir sambærilegri umræðu um Hörpu. Það trúði því í raun enginn að Harpa væri að verða að veruleika fyrr en fólk mætti á fyrstu tónleikana og nú er hún orðin órjúfanlegur þáttur af borgarlífinu og menningarlífinu. Þannig verður það líka með þjóðarhöll. Ég skil að fólk sé óþolinmótt í hversu skrefi en mikilvægt að átta sig á að þetta var risa skref sem tekið var í gær.“ Laugardalsvöllur Reykjavík Íþróttir barna Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í gær skrifuðu borgarstjóri Reykjavíkur, fjármálaráðherra, barnamálaráðherra og forsætisráðherra undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir um risastór tímamót að ræða eftir langa vinnu. „Það sem hefur staðið á er annars vegar stofnun félags um byggingu þjóðarhallar og að ná niðurstöðu varðandi kostnaðarskiptingu milli ríkis og Reykjavíkurborgar, bæði varðandi stofnkostnað og rekstur. Þetta allt saman er búið að botna núna. Næsta mál er í raun að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og fara að sjá þessa byggingu í hönnun og sjá hana rísa.“ Risa skref Um gríðarlegt hagsmunamál sé að ræða enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. „Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál og stærra en ýmsir átta sig á. Þetta skiptir máli fyrir börnin sem æfa og keppa í Laugardalnum, þetta skiptir máli fyrir landsliðið og í raun allar keppnisíþróttir innanhúss.“ Töluvert hefur verið fjallað um nýjan þjóðarleikvang undanfarin ár og hafa ráðamenn hlotið gagnrýni fyrir seinagang í þeim efnum. „Ég man alveg eftir sambærilegri umræðu um Hörpu. Það trúði því í raun enginn að Harpa væri að verða að veruleika fyrr en fólk mætti á fyrstu tónleikana og nú er hún orðin órjúfanlegur þáttur af borgarlífinu og menningarlífinu. Þannig verður það líka með þjóðarhöll. Ég skil að fólk sé óþolinmótt í hversu skrefi en mikilvægt að átta sig á að þetta var risa skref sem tekið var í gær.“
Laugardalsvöllur Reykjavík Íþróttir barna Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira