Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 20:25 Sáttur með sína menn. Catherine Ivill/Getty Images „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Manchester United og Tottenham Hotspur mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Man United komust yfir snemma leiks og voru 2-1 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Lundúnum jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks og voru óheppnir að vinna ekki leikinn. „Strákarnir svöruðu frábærlega eftir að við lentum undir. Við spiluðum virkilega góðan fótbolta og jafnvel fyrir það vorum við að skapa fín tækifæri. Við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik, ég gæti ekki verið hamingjusamari.“ „Við áttum virkilega erfiða viku utan vallar, menn veikir og fleira. Þessi hópur leikmanna hefur staðið sig frábærlega.“ Rodrigo Bentancur skoraði jöfnunarmark Spurs í síðari hálfleik en hann, líkt og þónokkrir leikmenn liðsins, hefði í raun átt að sleppa leiknum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá ætti hann enn að vera frá keppni. En hann kom að mér og sagði að hann vildi hjálpa til. Það sýnir karakterinn sem hann býr yfir, hann var frábær í dag.“ Ange Postecoglou was full of praise for his @SpursOfficial squad following issues with injuries and illness in the week pic.twitter.com/x7w1X0Nbpo— Premier League (@premierleague) January 14, 2024 „Strákarnir eru að gefa mér allt sem þeir eiga, hvort það séu strákarnir sem eru að spila út úr stöðu sem og þeir sem hafa ekki spilað í dágóða stund vegna meiðsla. Það eru margar ástæður fyrir að við ættum ekki að standa okkur á þessu getustigi, meira að segja ég hefði samþykkt það,“ sagði Ange að endingu. Tottenham er í 5. sæti með 40 stig að loknum 21 leik á meðan Man United er í 7. sæti með 32 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Manchester United og Tottenham Hotspur mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Man United komust yfir snemma leiks og voru 2-1 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Lundúnum jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks og voru óheppnir að vinna ekki leikinn. „Strákarnir svöruðu frábærlega eftir að við lentum undir. Við spiluðum virkilega góðan fótbolta og jafnvel fyrir það vorum við að skapa fín tækifæri. Við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik, ég gæti ekki verið hamingjusamari.“ „Við áttum virkilega erfiða viku utan vallar, menn veikir og fleira. Þessi hópur leikmanna hefur staðið sig frábærlega.“ Rodrigo Bentancur skoraði jöfnunarmark Spurs í síðari hálfleik en hann, líkt og þónokkrir leikmenn liðsins, hefði í raun átt að sleppa leiknum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá ætti hann enn að vera frá keppni. En hann kom að mér og sagði að hann vildi hjálpa til. Það sýnir karakterinn sem hann býr yfir, hann var frábær í dag.“ Ange Postecoglou was full of praise for his @SpursOfficial squad following issues with injuries and illness in the week pic.twitter.com/x7w1X0Nbpo— Premier League (@premierleague) January 14, 2024 „Strákarnir eru að gefa mér allt sem þeir eiga, hvort það séu strákarnir sem eru að spila út úr stöðu sem og þeir sem hafa ekki spilað í dágóða stund vegna meiðsla. Það eru margar ástæður fyrir að við ættum ekki að standa okkur á þessu getustigi, meira að segja ég hefði samþykkt það,“ sagði Ange að endingu. Tottenham er í 5. sæti með 40 stig að loknum 21 leik á meðan Man United er í 7. sæti með 32 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira