Ten Hag pirraður yfir aulamörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 23:31 Ten Hag á hliðarlínunni í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var ósáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í 2-2 jafntefli dagsins við Tottenham Hotspur. Man United tók á móti Tottenham á Old Trafford og komst yfir snemma leiks. Gestirnir jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu en heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir löbbuðu einfaldlega í gegnum vörn heimaliðsins. Ten Hag var allt annað en sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í dag. „Ég tel okkur hafa skorað tvö frábær mörk en við fengum á okkur tvö aulamörk. Síðara markið kemur efir markspyrnu, við hefðum átt að verjast betur. Við áttum góða kafla, skorum tvö mörk og sköpum færi.“ Það kom á óvart að Diogo Dalot hafi verið í hægri bakverði og Aaron Wan-Bissaka vinstra megin. „Við reiknuðum með að Luke Shaw myndi spila í dag og stilltum því upp þannig. Hann dró sig síðan úr hóp í morgun því hann var ekki leikfær. Til að þurfa ekki að breyta of miklu ákváðum við að setja Wan-Bissaka í vinstri bakvörð.“ Ten Hag vildi vítaspyrnu þegar Alejandro Garnacho féll í teignum. „Hvað getur maður gert? Ég er vanur þessu, þetta hefur verið svona allt tímabilið.“ Þjálfarinn sagði einnig að Scott McTominay hafi brennt af færi sem hann skorar úr í 10 skipti af 10 á venjulegum degi. Þá hrósaði hann Rasmus Höjlund og Marcus Rashford. „Ég vona að þeir haldi áfram, þeir eru að tengjast betri böndum og það þarftu framarlega á vellinum þar sem ákvarðanir eru teknar á örskotsstundu.“ „Ég held það hafi áhrif á öll lið þegar framherjar þess eru ekki að skora. Það hefur áhrif á allt liðið og gerir alla óörugga,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir leik dagsins er Man United í 7. sæti með 32 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Man United tók á móti Tottenham á Old Trafford og komst yfir snemma leiks. Gestirnir jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu en heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir löbbuðu einfaldlega í gegnum vörn heimaliðsins. Ten Hag var allt annað en sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í dag. „Ég tel okkur hafa skorað tvö frábær mörk en við fengum á okkur tvö aulamörk. Síðara markið kemur efir markspyrnu, við hefðum átt að verjast betur. Við áttum góða kafla, skorum tvö mörk og sköpum færi.“ Það kom á óvart að Diogo Dalot hafi verið í hægri bakverði og Aaron Wan-Bissaka vinstra megin. „Við reiknuðum með að Luke Shaw myndi spila í dag og stilltum því upp þannig. Hann dró sig síðan úr hóp í morgun því hann var ekki leikfær. Til að þurfa ekki að breyta of miklu ákváðum við að setja Wan-Bissaka í vinstri bakvörð.“ Ten Hag vildi vítaspyrnu þegar Alejandro Garnacho féll í teignum. „Hvað getur maður gert? Ég er vanur þessu, þetta hefur verið svona allt tímabilið.“ Þjálfarinn sagði einnig að Scott McTominay hafi brennt af færi sem hann skorar úr í 10 skipti af 10 á venjulegum degi. Þá hrósaði hann Rasmus Höjlund og Marcus Rashford. „Ég vona að þeir haldi áfram, þeir eru að tengjast betri böndum og það þarftu framarlega á vellinum þar sem ákvarðanir eru teknar á örskotsstundu.“ „Ég held það hafi áhrif á öll lið þegar framherjar þess eru ekki að skora. Það hefur áhrif á allt liðið og gerir alla óörugga,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir leik dagsins er Man United í 7. sæti með 32 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25