Jákvætt að sjá að varnargarðarnir virki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 08:24 Þorvaldur segir ýmislegt hafa lærst af eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. Þá hafi gildi varnargarðanna sýnt sig og sannað í þessu nýjasta gosi. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. „Við sjáum það kannski fyrst og fremst að það hefur dregið virkilega úr rennslinu og framleiðnin í gosinu hefur dregist virkilega saman. Sprungan sem opnaðist rétt norðan við Grindavík virðist hafa lognast út af í nótt, sem eru jákvæðar fréttir,“ sagði Þorvaldur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú rétt eftir klukkan átta. Hann segir virknina mesta á miðri sprungunni og hún haldist mest fyrir norðan varnargarðinn. „Sem skilaði sínu svo sannarlega. Hann bjargaði því sem bjargað var, hann hélt miklu af þessum hrauni fyrir norðan og beindi því í vesturátt. Það er jákvæði hlutinn úr þessu en skelfilegi hlutinn er að það hafa orðið skemmdir í Grindavík og húseignir eyðilagst,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort honum hafi komið á óvart þegar syðri sprungan opnaðist segir Þorvaldur það hafa komið sér svolítið á óvart. „Já, það kom mér pínulítið á óvart, þó það hafi alltaf verið vitað að það gæti gerst. Miðað við hvernig gangurinn var í gosinu og það var ekkert augljóst að gerast sem benti til að væri aukning í framleiðninni og þannig auka þrýstingur til að opna nýjar sprungur. Það var ekkert augljóst út frá því sem við vorum að sjá á þessari nyrðri sprungu að svona væri í bígerð.“ Vísindamenn hafi lært ýmislegt á síðustu fjórum árum og mikil reynsla byggst upp. „Sérstaklega hvað varðar hegðunina undir yfirborði og eins líka hvernig hraun hegðar sér og við hverju við megum búast þar. Eitt sem er kannski athyglisvert í sambandi við hraunflæði er að í flestum þessum gosum hefur alla vega hluti af hraunflæði verið í opnum rásum, sem þýðir að það tapar hita frekar fljótt og á því mjög erfitt að ná verulegri lengd. Það er ágætt að hafa reynslu af því,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37 Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
„Við sjáum það kannski fyrst og fremst að það hefur dregið virkilega úr rennslinu og framleiðnin í gosinu hefur dregist virkilega saman. Sprungan sem opnaðist rétt norðan við Grindavík virðist hafa lognast út af í nótt, sem eru jákvæðar fréttir,“ sagði Þorvaldur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú rétt eftir klukkan átta. Hann segir virknina mesta á miðri sprungunni og hún haldist mest fyrir norðan varnargarðinn. „Sem skilaði sínu svo sannarlega. Hann bjargaði því sem bjargað var, hann hélt miklu af þessum hrauni fyrir norðan og beindi því í vesturátt. Það er jákvæði hlutinn úr þessu en skelfilegi hlutinn er að það hafa orðið skemmdir í Grindavík og húseignir eyðilagst,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort honum hafi komið á óvart þegar syðri sprungan opnaðist segir Þorvaldur það hafa komið sér svolítið á óvart. „Já, það kom mér pínulítið á óvart, þó það hafi alltaf verið vitað að það gæti gerst. Miðað við hvernig gangurinn var í gosinu og það var ekkert augljóst að gerast sem benti til að væri aukning í framleiðninni og þannig auka þrýstingur til að opna nýjar sprungur. Það var ekkert augljóst út frá því sem við vorum að sjá á þessari nyrðri sprungu að svona væri í bígerð.“ Vísindamenn hafi lært ýmislegt á síðustu fjórum árum og mikil reynsla byggst upp. „Sérstaklega hvað varðar hegðunina undir yfirborði og eins líka hvernig hraun hegðar sér og við hverju við megum búast þar. Eitt sem er kannski athyglisvert í sambandi við hraunflæði er að í flestum þessum gosum hefur alla vega hluti af hraunflæði verið í opnum rásum, sem þýðir að það tapar hita frekar fljótt og á því mjög erfitt að ná verulegri lengd. Það er ágætt að hafa reynslu af því,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37 Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37
Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30