Íslenskt menntakerfi - stórar áskoranir Hermundur Sigmundsson, Einar Gunnarsson og Svava Hjaltalín skrifa 15. janúar 2024 11:00 Það hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en nú í kjölfar slakra niðurstaðna íslenskra nemenda í PISA að segja áskoranir vera stórar í íslensku menntakerfi. Niðurstöðurnar þarf að taka alvarlega og nauðsynlegt að bregðast við með breyttum áherslum. Það gengur ekki að halda áfram á sömu braut og vona að hlutirnir breytist, það verður að breyta um stefnu. Við höfum ekki siglt í rétta átt en menntakerfinu hefur oft verið líkt við olíuskip og gjarnan sagt að það taki langan tíma að snúa því. Í heimsfaraldrinum kom þó í ljós að hægt var að snúa skipinu á stuttum tíma með samstilltu átaki innan kerfisins með kennara og stjórnendur grunnskóla í fararbroddi. Nú er svo komið að við þurfum að skipta um stefnu til heilla fyrir framtíð þjóðarinnar. Við getum leikið okkur að því og farið nýja leið en hún verður að vera vel vörðuð fyrirfram. Byggjum góðan og traustan grunn. Miðað við hve umfangsmikið og kostnaðarsamt íslenskt skólakerfi er eigum við að ná betri námsárangri en birtist okkur í PISA könnuninni. Í mörg ár hefur verið bent á staðreyndir sem fram hafa komið í athugunum á börnum í grunnskólakerfinu en því miður hafa viðbrögð margra sem stjórna menntakerfinu verið af skornum skammti. Lítum á nokkrar tölur sem birst hafa að undanförnu og snúa að læsi barna á Íslandi: 40% leikskólabarna í stóru bæjarfélagi eru í áhættuhópi hvað varðar málþróun og orðaforða. 39% barna í lok 2. bekkjar eru ekki læs samkvæmt úttekt í Reykjavík frá árinu 2019. 47% drengja geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. 32% stúlkna geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. Auk þessara staðreynda er árangur okkar Íslendinga ekki ásættanlegur í stærðfræði og náttúrufræði miðað við PISA könnunina. Grunnfærni Færni íslenskra nemenda þegar kemur að grunnþáttum stærstu námsgreina skólakerfisins, íslensku og stærðfræði, hefur farið hrakandi á síðustu 20 árum. Við getum gert betur og þurfum að gera betur og því þarf að leggja til nýjar leiðir til að bæta árangurinn. Við grunnskólann í Vestmannaeyjum hefur Kveikjum neistann verkefnið verið í gangi frá árinu 2021. Áherslur verkefnisins er að efla grunnfærni í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði auk þess að vinna markvisst að bættri líðan og félagsfærni nemenda. Árangur verkefnisins hefur verið góður hingað til og sú leið sem farin er byggir á fremstu vísindum á sviði færni- og þekkingarþróunar og hvernig byggja má upp með markvissum hætti grunnfærni. Haldið er utan um árangurinn og mælingar eru notaðar til að kortleggja færni nemenda og næstu skref eru tekin miðað við færni nemandans hverju sinni. Nemendur í Kveikjum neistann, sem eru núna í 3. bekk hafa náð eftirfarandi árangri: Grunnfærni í lestri Eftir 1. bekk vorið 2022: Öll börn gátu lesið orð Eftir 2. bekk vorið 2023: 83% barna gátu lesið og skilið aldurssvarandi texta. Samanburður var gerður við börn í 20 skólum á íslandi og þar var árangurinn sá að 52% barna gátu lesið og skilið textann. Auk þess greindist enginn kynjamunur á milli barna í Vestmannaeyjum á meðan annars staðar var kynjamunur þar sem hallaði á drengi. Félagsfærni Niðurstöður tengslakönnunar sem framkvæmd er árlega af skólahjúkrunarfræðingi sýna að í þeim tveimur árgöngum sem voru í Kveikjum neistanum (2 bekk) haustið 2022 og haustið 2023 voru 19 tengingar (vinatengsl) nemenda á meðan niðurstöður frá fyrri árgöngum voru tengingarnar að jafnaði 6 talsins. Líðan Líðan barna eftir 1. bekk í Kveikjum neistann var mæld og borin saman við líðan barna í 1. bekk árið á undan og mældist marktækt betri líðan barna sem voru í Kveikjum neistann. Til viðbótar má nefna að grunnfærni nemenda er einnig mæld í stærðfræði og hreyfigeta hvers og eins nemanda er mæld og skráð. Kveikjum neistann - Aðferðir Kveikjum neistann er heildstæð nálgun á nám nemenda þar sem í öndvegi er markviss þjálfun í grunnfærni. Mælingar eru notaðar sem nýtast kennurum, foreldrum og nemendum til að taka rétt skref í átt að betri færni. Hugmyndir fremsta fræðafólks eru notaðar og má þar nefna Anders Ericsson sem leggur mikla áherslu á að mæla færni, markvissa þjálfun, eftirfylgni og stöðumat. Einnig er notast við hugmyndir fræðimannsins Mihaly Csikszentmihalyi sem beinast að því að til að ná árangri er mjög mikilvægt að nemendur fái áskoranir miðað við færni til að komast í svokallað flæði og þar með upplifa hæfni til að takast á við viðfangsefnið sem leiðir af sér tilfinninguna “ég get!”. Með því að nýta þessar hugmyndir í skólastarfi eru nemendur, kennarar og foreldrar með mjög góð verkfæri til að efla grunnfærni. Að lokum Kveikjum neistann getur hæglega verið lóð á vogarskálar menntakerfisins til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað undanfarna tvo áratugi þegar kemur að grunnfærni nemenda. Verkefnið er þróunarverkefni sem hugsað er til 10 ára og byrjunin og niðurstöður athugana sem fram hafa farið gefur von um bjartsýni og að hægt sé að snúa skipinu við. Breytum saman áherslum nemendum og þjóðinni til heilla, vörðum sjóleiðina með ljósvitum svo hún verði öllum greið, líka þeim sem standa hvað höllustum fæti. Menntakerfið er jöfnunartæki og það er ekki meitlað í stein. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við tækni – og vísindaháskólann í ÞrándheimiEinar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla VestmannaeyjaSvava Hjaltalín, læsisfræðingur, kennari og verkefnastjóri Rannsóknaseturs um menntun og hugarfar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Svava Þ. Hjaltalín Hermundur Sigmundsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en nú í kjölfar slakra niðurstaðna íslenskra nemenda í PISA að segja áskoranir vera stórar í íslensku menntakerfi. Niðurstöðurnar þarf að taka alvarlega og nauðsynlegt að bregðast við með breyttum áherslum. Það gengur ekki að halda áfram á sömu braut og vona að hlutirnir breytist, það verður að breyta um stefnu. Við höfum ekki siglt í rétta átt en menntakerfinu hefur oft verið líkt við olíuskip og gjarnan sagt að það taki langan tíma að snúa því. Í heimsfaraldrinum kom þó í ljós að hægt var að snúa skipinu á stuttum tíma með samstilltu átaki innan kerfisins með kennara og stjórnendur grunnskóla í fararbroddi. Nú er svo komið að við þurfum að skipta um stefnu til heilla fyrir framtíð þjóðarinnar. Við getum leikið okkur að því og farið nýja leið en hún verður að vera vel vörðuð fyrirfram. Byggjum góðan og traustan grunn. Miðað við hve umfangsmikið og kostnaðarsamt íslenskt skólakerfi er eigum við að ná betri námsárangri en birtist okkur í PISA könnuninni. Í mörg ár hefur verið bent á staðreyndir sem fram hafa komið í athugunum á börnum í grunnskólakerfinu en því miður hafa viðbrögð margra sem stjórna menntakerfinu verið af skornum skammti. Lítum á nokkrar tölur sem birst hafa að undanförnu og snúa að læsi barna á Íslandi: 40% leikskólabarna í stóru bæjarfélagi eru í áhættuhópi hvað varðar málþróun og orðaforða. 39% barna í lok 2. bekkjar eru ekki læs samkvæmt úttekt í Reykjavík frá árinu 2019. 47% drengja geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. 32% stúlkna geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. Auk þessara staðreynda er árangur okkar Íslendinga ekki ásættanlegur í stærðfræði og náttúrufræði miðað við PISA könnunina. Grunnfærni Færni íslenskra nemenda þegar kemur að grunnþáttum stærstu námsgreina skólakerfisins, íslensku og stærðfræði, hefur farið hrakandi á síðustu 20 árum. Við getum gert betur og þurfum að gera betur og því þarf að leggja til nýjar leiðir til að bæta árangurinn. Við grunnskólann í Vestmannaeyjum hefur Kveikjum neistann verkefnið verið í gangi frá árinu 2021. Áherslur verkefnisins er að efla grunnfærni í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði auk þess að vinna markvisst að bættri líðan og félagsfærni nemenda. Árangur verkefnisins hefur verið góður hingað til og sú leið sem farin er byggir á fremstu vísindum á sviði færni- og þekkingarþróunar og hvernig byggja má upp með markvissum hætti grunnfærni. Haldið er utan um árangurinn og mælingar eru notaðar til að kortleggja færni nemenda og næstu skref eru tekin miðað við færni nemandans hverju sinni. Nemendur í Kveikjum neistann, sem eru núna í 3. bekk hafa náð eftirfarandi árangri: Grunnfærni í lestri Eftir 1. bekk vorið 2022: Öll börn gátu lesið orð Eftir 2. bekk vorið 2023: 83% barna gátu lesið og skilið aldurssvarandi texta. Samanburður var gerður við börn í 20 skólum á íslandi og þar var árangurinn sá að 52% barna gátu lesið og skilið textann. Auk þess greindist enginn kynjamunur á milli barna í Vestmannaeyjum á meðan annars staðar var kynjamunur þar sem hallaði á drengi. Félagsfærni Niðurstöður tengslakönnunar sem framkvæmd er árlega af skólahjúkrunarfræðingi sýna að í þeim tveimur árgöngum sem voru í Kveikjum neistanum (2 bekk) haustið 2022 og haustið 2023 voru 19 tengingar (vinatengsl) nemenda á meðan niðurstöður frá fyrri árgöngum voru tengingarnar að jafnaði 6 talsins. Líðan Líðan barna eftir 1. bekk í Kveikjum neistann var mæld og borin saman við líðan barna í 1. bekk árið á undan og mældist marktækt betri líðan barna sem voru í Kveikjum neistann. Til viðbótar má nefna að grunnfærni nemenda er einnig mæld í stærðfræði og hreyfigeta hvers og eins nemanda er mæld og skráð. Kveikjum neistann - Aðferðir Kveikjum neistann er heildstæð nálgun á nám nemenda þar sem í öndvegi er markviss þjálfun í grunnfærni. Mælingar eru notaðar sem nýtast kennurum, foreldrum og nemendum til að taka rétt skref í átt að betri færni. Hugmyndir fremsta fræðafólks eru notaðar og má þar nefna Anders Ericsson sem leggur mikla áherslu á að mæla færni, markvissa þjálfun, eftirfylgni og stöðumat. Einnig er notast við hugmyndir fræðimannsins Mihaly Csikszentmihalyi sem beinast að því að til að ná árangri er mjög mikilvægt að nemendur fái áskoranir miðað við færni til að komast í svokallað flæði og þar með upplifa hæfni til að takast á við viðfangsefnið sem leiðir af sér tilfinninguna “ég get!”. Með því að nýta þessar hugmyndir í skólastarfi eru nemendur, kennarar og foreldrar með mjög góð verkfæri til að efla grunnfærni. Að lokum Kveikjum neistann getur hæglega verið lóð á vogarskálar menntakerfisins til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað undanfarna tvo áratugi þegar kemur að grunnfærni nemenda. Verkefnið er þróunarverkefni sem hugsað er til 10 ára og byrjunin og niðurstöður athugana sem fram hafa farið gefur von um bjartsýni og að hægt sé að snúa skipinu við. Breytum saman áherslum nemendum og þjóðinni til heilla, vörðum sjóleiðina með ljósvitum svo hún verði öllum greið, líka þeim sem standa hvað höllustum fæti. Menntakerfið er jöfnunartæki og það er ekki meitlað í stein. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við tækni – og vísindaháskólann í ÞrándheimiEinar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla VestmannaeyjaSvava Hjaltalín, læsisfræðingur, kennari og verkefnastjóri Rannsóknaseturs um menntun og hugarfar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun