Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: „Ætlar bara að vera eins og LeBron James“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2024 23:01 Kristófer í leik með Val. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox fór mikinn þegar Valur lagði nýliða Hamars í Hveragerði í Subway-deild karla á dögunum. Valur vann öruggan 22 stiga sigur þar sem Kristófer skoraði 26 stig og tók 10 fráköst. Valsmenn eru mættir á topp Subway-deildarinnar eftir öruggan sigur í Hveragerði. Joshua Jefferson hefur verið frábær í rauðri treyju Vals en það hefur Kristófer líka verið. Því ákvað Körfuboltakvöld að fara aðeins yfir frammistöðu hans á föstudaginn var. „Við ætlum að fara í Kristófer Acox sem kom með enn einn 20-10 leikinn í þessum leik. Kristófer, nýbúinn að láta tappa af hnénu - gerði það um áramótin - og lítur vel út,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Lítur svakalega vel út. Skal viðurkenna það að ég er alltaf að bíða eftir því að sjá hvað gerist þegar íþróttamennskan fer að minnka, sé bara engin merki um að íþróttamennskan sé að fara niður á við enda æfir þessi drengur eins og atvinnumaður,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur, á meðan myndefni af Kristófer að troða boltanum af öllu afli rúllaði. „Sonur minn var að benda mér á Instagram-ið hans og hvað hann gerir á daginn, það er alveg æðislegt. Eins og ég segi, er alltaf að bíða eftir að hann hætti að geta gert þetta en hann klárlega vinnur svo mikið í líkamanum hjá sjálfum sér að hann ætlar bara að vera eins og LeBron James, halda áfram að troða yfir menn þangað til hann verður 39 ára,“ bætti Ómar við. Klippa: Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: Ætlar bara að vera eins og LeBron James Stefán Árni spurði Teit Örlygsson þá hvort Kristófer væri einfaldlega besti leikmaður deildarinnar? „Örugglega topp þrír,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Svo gaman að sjá hvað hann hugsar vel um sig. Er ekkert viss um að Kristó hafi einhvern tímann verið í svona góðu formi. Hann var náttúrulega búinn að vera ofboðslega óheppinn með meiðsli en nú er hann búinn að hanga heill í ansi marga mánuði og 7,9 13 af því að Valur þarf á honum að halda. Hann er búinn að vera frábær.“ Umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að ofan en þar sést Kristófer troða yfir mann og annan. Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Valsmenn eru mættir á topp Subway-deildarinnar eftir öruggan sigur í Hveragerði. Joshua Jefferson hefur verið frábær í rauðri treyju Vals en það hefur Kristófer líka verið. Því ákvað Körfuboltakvöld að fara aðeins yfir frammistöðu hans á föstudaginn var. „Við ætlum að fara í Kristófer Acox sem kom með enn einn 20-10 leikinn í þessum leik. Kristófer, nýbúinn að láta tappa af hnénu - gerði það um áramótin - og lítur vel út,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Lítur svakalega vel út. Skal viðurkenna það að ég er alltaf að bíða eftir því að sjá hvað gerist þegar íþróttamennskan fer að minnka, sé bara engin merki um að íþróttamennskan sé að fara niður á við enda æfir þessi drengur eins og atvinnumaður,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur, á meðan myndefni af Kristófer að troða boltanum af öllu afli rúllaði. „Sonur minn var að benda mér á Instagram-ið hans og hvað hann gerir á daginn, það er alveg æðislegt. Eins og ég segi, er alltaf að bíða eftir að hann hætti að geta gert þetta en hann klárlega vinnur svo mikið í líkamanum hjá sjálfum sér að hann ætlar bara að vera eins og LeBron James, halda áfram að troða yfir menn þangað til hann verður 39 ára,“ bætti Ómar við. Klippa: Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: Ætlar bara að vera eins og LeBron James Stefán Árni spurði Teit Örlygsson þá hvort Kristófer væri einfaldlega besti leikmaður deildarinnar? „Örugglega topp þrír,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Svo gaman að sjá hvað hann hugsar vel um sig. Er ekkert viss um að Kristó hafi einhvern tímann verið í svona góðu formi. Hann var náttúrulega búinn að vera ofboðslega óheppinn með meiðsli en nú er hann búinn að hanga heill í ansi marga mánuði og 7,9 13 af því að Valur þarf á honum að halda. Hann er búinn að vera frábær.“ Umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að ofan en þar sést Kristófer troða yfir mann og annan.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira