Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 10:59 Grinvíkingar biðu ekki boðanna og hafa þegar lagt inn fjölda lykla. Vísir/Sigurjón Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Þeir íbúar sem þurfa að skila inn lyklum eru þeir sem búa í rauða og græna hverfinu samkvæmt rýmingarkorti Grindavíkur. Götulisti fylgir fréttinni. „Mikil áhersla var lögð á þessa framkvæmd þar sem talsvert frost er á svæðinu og verður næstu daga. Því var nauðsynlegt var að fara í þessa aðgerð til að koma í veg fyrir mikið eða meira tjón á húsum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í tilkynningu. Rýmingarkort fyrir Grindavík Hún segir að íbúar sem búi í þeim húsum sem eigi að kanna geti komið með lykla að íbúðum sínum, annað hvort í Þjónustumiðstöð Almannavarna í Tollhúsinu við Tryggvagötu eða í húsnæði Brunavarna. Suðurnesja að Flugvöllum 33 í Reykjanesbæ. Íbúar eru hvattir til þess að koma með lyklana á þessa staði eins fljótt og auðið er. Móttaka lykla er á þessum tveimur stöðum til klukkan 17:00 í dag. Í tilkynningu kemur fram að Almannavarnir hafa fengið til liðs við sig viðbragðsaðila pípulagningamanna til að skoða þau húsnæði sem eru á þessu skilgreinda svæði, það er vestan Víkurbrautar. Þau sem ekki ná að koma með húslykla á þessa tvo skilgreindu staði geta komið með þá á íbúafund sem haldinn verður kl. 17:00 í dag í Laugardagshöllinni. Íbúar annarra svæða geta einnig komið með húslykla af sínum íbúðum á íbúafundinn. Þær götur sem um ræðir eru: • Skipastígur • Árnastígur • Vigdísarvellir • Glæsivellir • Ásvellir • Gerðavellir • Baðsvellir • Selsvellir • Litluvellir • Sólvellir • Hólavellir • Blómsturvellir • Höskuldarvellir • Iðavellir • Efstahraun • Heiðarhraun • Leynisbraut • Hraunbraut • Staðarhraun • Hvassahraun • Borgarhraun • Leynisbrún • Arnarhraun • Skólabraut • Ásabraut • Fornavör • Suðurvör • Norðurvör • Staðarvör • Laut • Dalbraut • Sunnubraut • Hellabraut • Vesturbraut • Kirkjustígur • Verbraut Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Minnsta en skæðasta eldgosið á Reykjanesskaga Eldgosið fyrir norðan Grindavík virðist hafa gefið upp öndina en engin kvika hefur sést kom upp síðan klukkan 1:08 í nótt. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir eldgosið það minnsta af þeim fimm sem orðið hafa á Reykjanesskaga frá 2021. 16. janúar 2024 09:01 Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39 Mál Grindavíkur ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudag Þingmaður Viðreisnar segir skrýtið að fyrsta fundi velferðarnefndar Alþingis eftir jólafrí hafi verið frestað um tvo daga og furðar sig á að mál Grindavíkur verði ekki rædd á þeim fundi. Hann segir vinnubrögðin óboðleg. 16. janúar 2024 05:51 Malbikið flettist upp og húsin síga niður Hraun flæðir enn úr einum gíg á Reykjanesi, en flæðið úr gígnum sem opnaðist Grindavíkurmegin við varnargarðana er hætt. Nýtt hraun setur undarlegan svip á bæinn. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Þeir íbúar sem þurfa að skila inn lyklum eru þeir sem búa í rauða og græna hverfinu samkvæmt rýmingarkorti Grindavíkur. Götulisti fylgir fréttinni. „Mikil áhersla var lögð á þessa framkvæmd þar sem talsvert frost er á svæðinu og verður næstu daga. Því var nauðsynlegt var að fara í þessa aðgerð til að koma í veg fyrir mikið eða meira tjón á húsum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í tilkynningu. Rýmingarkort fyrir Grindavík Hún segir að íbúar sem búi í þeim húsum sem eigi að kanna geti komið með lykla að íbúðum sínum, annað hvort í Þjónustumiðstöð Almannavarna í Tollhúsinu við Tryggvagötu eða í húsnæði Brunavarna. Suðurnesja að Flugvöllum 33 í Reykjanesbæ. Íbúar eru hvattir til þess að koma með lyklana á þessa staði eins fljótt og auðið er. Móttaka lykla er á þessum tveimur stöðum til klukkan 17:00 í dag. Í tilkynningu kemur fram að Almannavarnir hafa fengið til liðs við sig viðbragðsaðila pípulagningamanna til að skoða þau húsnæði sem eru á þessu skilgreinda svæði, það er vestan Víkurbrautar. Þau sem ekki ná að koma með húslykla á þessa tvo skilgreindu staði geta komið með þá á íbúafund sem haldinn verður kl. 17:00 í dag í Laugardagshöllinni. Íbúar annarra svæða geta einnig komið með húslykla af sínum íbúðum á íbúafundinn. Þær götur sem um ræðir eru: • Skipastígur • Árnastígur • Vigdísarvellir • Glæsivellir • Ásvellir • Gerðavellir • Baðsvellir • Selsvellir • Litluvellir • Sólvellir • Hólavellir • Blómsturvellir • Höskuldarvellir • Iðavellir • Efstahraun • Heiðarhraun • Leynisbraut • Hraunbraut • Staðarhraun • Hvassahraun • Borgarhraun • Leynisbrún • Arnarhraun • Skólabraut • Ásabraut • Fornavör • Suðurvör • Norðurvör • Staðarvör • Laut • Dalbraut • Sunnubraut • Hellabraut • Vesturbraut • Kirkjustígur • Verbraut
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Minnsta en skæðasta eldgosið á Reykjanesskaga Eldgosið fyrir norðan Grindavík virðist hafa gefið upp öndina en engin kvika hefur sést kom upp síðan klukkan 1:08 í nótt. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir eldgosið það minnsta af þeim fimm sem orðið hafa á Reykjanesskaga frá 2021. 16. janúar 2024 09:01 Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39 Mál Grindavíkur ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudag Þingmaður Viðreisnar segir skrýtið að fyrsta fundi velferðarnefndar Alþingis eftir jólafrí hafi verið frestað um tvo daga og furðar sig á að mál Grindavíkur verði ekki rædd á þeim fundi. Hann segir vinnubrögðin óboðleg. 16. janúar 2024 05:51 Malbikið flettist upp og húsin síga niður Hraun flæðir enn úr einum gíg á Reykjanesi, en flæðið úr gígnum sem opnaðist Grindavíkurmegin við varnargarðana er hætt. Nýtt hraun setur undarlegan svip á bæinn. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Minnsta en skæðasta eldgosið á Reykjanesskaga Eldgosið fyrir norðan Grindavík virðist hafa gefið upp öndina en engin kvika hefur sést kom upp síðan klukkan 1:08 í nótt. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir eldgosið það minnsta af þeim fimm sem orðið hafa á Reykjanesskaga frá 2021. 16. janúar 2024 09:01
Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39
Mál Grindavíkur ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudag Þingmaður Viðreisnar segir skrýtið að fyrsta fundi velferðarnefndar Alþingis eftir jólafrí hafi verið frestað um tvo daga og furðar sig á að mál Grindavíkur verði ekki rædd á þeim fundi. Hann segir vinnubrögðin óboðleg. 16. janúar 2024 05:51
Malbikið flettist upp og húsin síga niður Hraun flæðir enn úr einum gíg á Reykjanesi, en flæðið úr gígnum sem opnaðist Grindavíkurmegin við varnargarðana er hætt. Nýtt hraun setur undarlegan svip á bæinn. 15. janúar 2024 22:01