Búið að ákveða daginn sem kærumál Man. City verða tekin fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 07:01 Erling Haaland og Manchester City félagar eiga yfir sér 115 kærumál vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/James Gill Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tjáð sig hvenær um öll kærumálin gegn Manchester City verða tekin fyrir. Það er búið að kæra og refsa Everton liðinu síðan að fréttist af því að enska úrvalsdeildin ætlaði að kæra Manchester City fyrir meira en hundrað brot á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Þrátt fyrir það er það ekki orðið opinbert hvenær 115 kærumál Manchester City verða tekin fyrir hjá dómstól ensku úrvalsdeildarinnar. Tíu stig voru tekin af Everton fyrir áramót fyrir brot á rekstrarreglum deildarinnar og bæði Everton og Nottingham Forest voru kærð fyrir brot á rekstrarreglum á mánudaginn. Everton gæti því misst fleiri stig en þessi tíu. Masters kom fram fyrir þingnefnd í gær og sagði þar að það væri búið að ákveða daginn sem City menn fá tækifæri til að verja sig fyrir fyrrnefndum kærum en hann gæti bara ekki sagt frá því hvenær sá dagur verður. „Ef eitthvað félag, hvort sem það eru meistararnir eða annað lið, hefur brotið reglur um eyðslu, þá væru þau í nákvæmlega sömu stöðu og Everton og Nottingham Forest,“ sagði Richard Masters við þingnefndarmenn. „Fjöldi og eðli kæranna gegn Manchester City, sem ég augljóslega get ekki talað um hér, þýða það að þær verða teknar fyrir í allt öðru umhverfi,“ sagði Masters. „Það er búið að ákveða daginn sem málið fær áheyrn. Því miður get ég ekki sagt ykkur meira nema að það sé gangur í þessu máli,“ sagði Masters. Premier League CEO Richard Masters has confirmed to the DCMS select committee that a date has been set for Manchester City s Premier League hearing for their alleged 115 breaches of financial rules Masters could not specify the exact date pic.twitter.com/KKMznJbNWC— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 16, 2024 Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Það er búið að kæra og refsa Everton liðinu síðan að fréttist af því að enska úrvalsdeildin ætlaði að kæra Manchester City fyrir meira en hundrað brot á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Þrátt fyrir það er það ekki orðið opinbert hvenær 115 kærumál Manchester City verða tekin fyrir hjá dómstól ensku úrvalsdeildarinnar. Tíu stig voru tekin af Everton fyrir áramót fyrir brot á rekstrarreglum deildarinnar og bæði Everton og Nottingham Forest voru kærð fyrir brot á rekstrarreglum á mánudaginn. Everton gæti því misst fleiri stig en þessi tíu. Masters kom fram fyrir þingnefnd í gær og sagði þar að það væri búið að ákveða daginn sem City menn fá tækifæri til að verja sig fyrir fyrrnefndum kærum en hann gæti bara ekki sagt frá því hvenær sá dagur verður. „Ef eitthvað félag, hvort sem það eru meistararnir eða annað lið, hefur brotið reglur um eyðslu, þá væru þau í nákvæmlega sömu stöðu og Everton og Nottingham Forest,“ sagði Richard Masters við þingnefndarmenn. „Fjöldi og eðli kæranna gegn Manchester City, sem ég augljóslega get ekki talað um hér, þýða það að þær verða teknar fyrir í allt öðru umhverfi,“ sagði Masters. „Það er búið að ákveða daginn sem málið fær áheyrn. Því miður get ég ekki sagt ykkur meira nema að það sé gangur í þessu máli,“ sagði Masters. Premier League CEO Richard Masters has confirmed to the DCMS select committee that a date has been set for Manchester City s Premier League hearing for their alleged 115 breaches of financial rules Masters could not specify the exact date pic.twitter.com/KKMznJbNWC— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 16, 2024
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira