Leikskólamál Reykjavíkurborgar Hlynur Ólafsson skrifar 17. janúar 2024 14:30 Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við. Eitt er sameiginlegt með öllum mínum börnum, og það er að Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig í stykkinu í að geta boðið þeim pláss á leikskóla þegar æskilegt væri að þeir tækju við keflinu ef svo má að orði komast, og vanrækja þar með eina af grunnskyldum sínum sem sveitarfélag. Í tíð þeirra sem hafa farið fyrir búsforráðum í Ráðhúsinu síðastliðin kjörtímabil virðist sem svo að biðlistar hafa eingöngu lengst, en þeir hampa engu að síður sjálfum sér í fjölmiðlum fyrir þann “árangur” sem náðst hefur í leikskólamálum og skreyta sig með stolnum fjöðrum þeirra sem réttilega eiga lof skilið í þessara að því er virðist vonlausu baráttu, sem eru starfsmenn leikskólanna. Aðgerðarplanið Brúum bilið er fjarri því að brúa bilið þar sem með allri þessari þéttingu byggðar þá er ekki pláss fyrir börn þeirra sem flytja í hverfin á leikskólum því þeir virðast ekki fjölga leikskólaplássum með auknum fólksfjölda. Byggðin þéttist, en leikskólanetið þynnist. Leikskólinn Hlíð lokaði í október 2022 vegna myglu og stendur hann ennþá lokaður vegna þessa hvimleiða og tíða vandamáls. Hvernig getur það staðist að það taki meira en 18 mánuði að laga það vandamál? Svo er það nýjasta útspil Reykjavíkurborgar að bjóða þeim sem eru með börn hjá dagforeldrum og hafa náð 18 mánaða aldri aukalegar greiðslur ef þau hafa ekki fengið inn á leikskóla (sem er nokkuð algengt). Hvað með okkur sem fá ekki inn hjá leikskóla né dagforeldrum? Við þurfum endalaust að vera að takmarka atvinnu, skóla, og frítíma á meðan er borgarstjórn er of upptekin við að klappa sér á bakið til að sjá vandamálið og gera eitthvað í því. Það er innileg von mín að Einar muni standa sig betur en Dagur hefur gert síðastliðin ár, þó svo að ég geti ekki verð mjög bjartsýnn á það. Höfundur er faðir í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við. Eitt er sameiginlegt með öllum mínum börnum, og það er að Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig í stykkinu í að geta boðið þeim pláss á leikskóla þegar æskilegt væri að þeir tækju við keflinu ef svo má að orði komast, og vanrækja þar með eina af grunnskyldum sínum sem sveitarfélag. Í tíð þeirra sem hafa farið fyrir búsforráðum í Ráðhúsinu síðastliðin kjörtímabil virðist sem svo að biðlistar hafa eingöngu lengst, en þeir hampa engu að síður sjálfum sér í fjölmiðlum fyrir þann “árangur” sem náðst hefur í leikskólamálum og skreyta sig með stolnum fjöðrum þeirra sem réttilega eiga lof skilið í þessara að því er virðist vonlausu baráttu, sem eru starfsmenn leikskólanna. Aðgerðarplanið Brúum bilið er fjarri því að brúa bilið þar sem með allri þessari þéttingu byggðar þá er ekki pláss fyrir börn þeirra sem flytja í hverfin á leikskólum því þeir virðast ekki fjölga leikskólaplássum með auknum fólksfjölda. Byggðin þéttist, en leikskólanetið þynnist. Leikskólinn Hlíð lokaði í október 2022 vegna myglu og stendur hann ennþá lokaður vegna þessa hvimleiða og tíða vandamáls. Hvernig getur það staðist að það taki meira en 18 mánuði að laga það vandamál? Svo er það nýjasta útspil Reykjavíkurborgar að bjóða þeim sem eru með börn hjá dagforeldrum og hafa náð 18 mánaða aldri aukalegar greiðslur ef þau hafa ekki fengið inn á leikskóla (sem er nokkuð algengt). Hvað með okkur sem fá ekki inn hjá leikskóla né dagforeldrum? Við þurfum endalaust að vera að takmarka atvinnu, skóla, og frítíma á meðan er borgarstjórn er of upptekin við að klappa sér á bakið til að sjá vandamálið og gera eitthvað í því. Það er innileg von mín að Einar muni standa sig betur en Dagur hefur gert síðastliðin ár, þó svo að ég geti ekki verð mjög bjartsýnn á það. Höfundur er faðir í Reykjavík.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun