Mbappé varar fótboltann við því að elta NBA deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 09:31 Kylian Mbappé er mikill áhugamaður um NBA-deildina og hefur mætt á leiki þegar hann hefur fengið frí frá fótboltanum. Getty/Arturo Holmes Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé segir að evrópskur fótbolti sé að nálgast álagið í NBA deildinni í körfubolta með því að vera sífellt að bæta við leikjum. Leikjaálagið á bestu fótboltamenn heims hefur aukist gríðarlega undanfarinn áratug og bæði UEFA og FIFA virðast leita allra leiða til að fjölga leikjum til að græða meiri pening. Í viðtali við breska blaðið GQ þá sagði franski framherjinn að þessi þróun gæti búið til gjá á milli leikmanna, liða og stuðningsmannanna sem mæta á leikina. „Við nálgumst óðum NBA módelið með tímabil með sjötíu leikjum. Ég persónulega hef ekkert á móti því að spila marga leiki en fyrir vikið munum við ekki geta sýnt eins góða frammistöðu í hvert skiptið eða gefið áhorfendum þá sýningu sem þeir eru komnir til að sjá,“ sagði Mbappé. „Í NBA-deildinni spila leikmennirnir ekki alla leiki og félögin eru að passa upp á álagið á þeim. Ef ég myndi segja einhvern tímann: Ég er þreyttur og ætla ekki að spila á laugardaginn, þá yrði því ekki vel tekið,“ sagði Mbappé. „Áhorfandinn borgar fyrir miðana og sumir sjá þig kannski bara spila einu sinni á tímabilinu. Þeir vilja sjá frammistöðu sem stendur undir nafni og það er skiljanlegt,“ sagði Mbappé. „Ég vil ekki predika en við þurfum að hugsa um þetta í sameiningu og finna hvað sé besta mögulega lausnin fyrir alla. Besta lausnin fyrir leikmenn, áhorfendur, liðin og ráðamenn fótboltans. Eitthvað sem allir geta sætt sig við,“ sagði Mbappé. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) NBA UEFA FIFA Franski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Leikjaálagið á bestu fótboltamenn heims hefur aukist gríðarlega undanfarinn áratug og bæði UEFA og FIFA virðast leita allra leiða til að fjölga leikjum til að græða meiri pening. Í viðtali við breska blaðið GQ þá sagði franski framherjinn að þessi þróun gæti búið til gjá á milli leikmanna, liða og stuðningsmannanna sem mæta á leikina. „Við nálgumst óðum NBA módelið með tímabil með sjötíu leikjum. Ég persónulega hef ekkert á móti því að spila marga leiki en fyrir vikið munum við ekki geta sýnt eins góða frammistöðu í hvert skiptið eða gefið áhorfendum þá sýningu sem þeir eru komnir til að sjá,“ sagði Mbappé. „Í NBA-deildinni spila leikmennirnir ekki alla leiki og félögin eru að passa upp á álagið á þeim. Ef ég myndi segja einhvern tímann: Ég er þreyttur og ætla ekki að spila á laugardaginn, þá yrði því ekki vel tekið,“ sagði Mbappé. „Áhorfandinn borgar fyrir miðana og sumir sjá þig kannski bara spila einu sinni á tímabilinu. Þeir vilja sjá frammistöðu sem stendur undir nafni og það er skiljanlegt,“ sagði Mbappé. „Ég vil ekki predika en við þurfum að hugsa um þetta í sameiningu og finna hvað sé besta mögulega lausnin fyrir alla. Besta lausnin fyrir leikmenn, áhorfendur, liðin og ráðamenn fótboltans. Eitthvað sem allir geta sætt sig við,“ sagði Mbappé. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
NBA UEFA FIFA Franski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti