Frumvarp matvælaráðherra lélegt kosningaplagg! Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. janúar 2024 12:30 Nú hefur umsagnafrestur um fiskveiðifrumvarp matvælaráðherra verið framlengdur. Ráðherra hlýtur að gera sér grein fyrir að frumvarpið í núverandi mynd verður aldrei samþykkt í núverandi ríkisstjórn. Ég gef mér að ráðherra hafi hugsað með sér að í næstu kosningabaráttu geti hún notað þetta frumvarp sér og sínum flokk til framdráttar. En staðreyndin er sú að enginn útgerðaraðili mér aðvitandi er sáttur við frumvarpið, hvorki frá smábátum til stæðstu útgerða fyrirtækja. Einnig vekur athygli að innan eiginn flokks ráðherra, Vinstri grænna, er mikill klofningur um frumarp þetta. Landsamband smábátaeigenda sem varaþingmaður VG í norðvestur kjördæmi talar fyrir LS, lýsir yfir andstöðu við þetta plagg. Einnig fer þingmaður VG í norðvestur kjördæmi undan í flæmingi, aðspurður vegna málsins. Á síðasta ári lagði matvælaráðherra fram frumvarp um að breyta strandveiðum til fyrra horfs frá því fyrir árið 2019. Innan flokks ráðherra var engin eining vegna þess og sýnir greinilega að núverandi matvælaráðherra hlustar ekki einu sinni á sitt eigið fólk, því hún er í pólitík, sinni eigin pólitík! Frumvarp þetta var eitt af þeim málum sem sópað var út af borðinu fyrir sumarfrí alþingis síðasta vor. Þá var öllum málum sem ríkisstjórnin kom sér ekki saman um að klára „sópað undir teppið“. Annars hefði ríkisstjórnin sprungið! Mikið hefur gengið á frá því síðasta sumar þegar matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Braut hún þar með lög um atvinnuréttindi sem gerir ríkið skaðabótaskylt gagnvart því frjárhagstjóni sem af því hlýst. Þær skaðabætur þurfa skattgeiðendur að borga! Matvælaráðherra ætlar ekki að segja af sér, hún er nefnilega í pólitík, og finnst þar af leiðandi að þar gildi ekki landslög, sérstaklega ef lögin eru gömul. Eitt sinn var núverandi matvælaráðherra umhverfisráðherra og afrekaði m.a að koma virkjanakostum rammaáætlunar úr nýtingaglokk í biðflokk en lofaði í staðin þáverandi forsætisráðherra samfylkingarinnar að VG mundi styðja umsókn að ESB aðild Íslendinga. Í dag blasir við orkuskortur og pattstaða er innan ríkistjórnarinnar við virkjanaframkvæmdum er öllum ljós. Undirritaður hefur skrifað greinar og haldið margar ræður, síðan árið 2017 um þá póltisísku misþyrmingu sem lýðræðinu eru sýndar með því að mynda ríkisstjórn þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri. Þá er ríkisstjórnarsáttmálinn eingöngu um að koma sér saman um að hafa enga stefnu og leggja öll pólitísk stefnumál viðkomandi flokka til hliðar. Þetta eru hrein svik við kjósendur og þar með lýðræðisleg misþyrming. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Nú hefur umsagnafrestur um fiskveiðifrumvarp matvælaráðherra verið framlengdur. Ráðherra hlýtur að gera sér grein fyrir að frumvarpið í núverandi mynd verður aldrei samþykkt í núverandi ríkisstjórn. Ég gef mér að ráðherra hafi hugsað með sér að í næstu kosningabaráttu geti hún notað þetta frumvarp sér og sínum flokk til framdráttar. En staðreyndin er sú að enginn útgerðaraðili mér aðvitandi er sáttur við frumvarpið, hvorki frá smábátum til stæðstu útgerða fyrirtækja. Einnig vekur athygli að innan eiginn flokks ráðherra, Vinstri grænna, er mikill klofningur um frumarp þetta. Landsamband smábátaeigenda sem varaþingmaður VG í norðvestur kjördæmi talar fyrir LS, lýsir yfir andstöðu við þetta plagg. Einnig fer þingmaður VG í norðvestur kjördæmi undan í flæmingi, aðspurður vegna málsins. Á síðasta ári lagði matvælaráðherra fram frumvarp um að breyta strandveiðum til fyrra horfs frá því fyrir árið 2019. Innan flokks ráðherra var engin eining vegna þess og sýnir greinilega að núverandi matvælaráðherra hlustar ekki einu sinni á sitt eigið fólk, því hún er í pólitík, sinni eigin pólitík! Frumvarp þetta var eitt af þeim málum sem sópað var út af borðinu fyrir sumarfrí alþingis síðasta vor. Þá var öllum málum sem ríkisstjórnin kom sér ekki saman um að klára „sópað undir teppið“. Annars hefði ríkisstjórnin sprungið! Mikið hefur gengið á frá því síðasta sumar þegar matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Braut hún þar með lög um atvinnuréttindi sem gerir ríkið skaðabótaskylt gagnvart því frjárhagstjóni sem af því hlýst. Þær skaðabætur þurfa skattgeiðendur að borga! Matvælaráðherra ætlar ekki að segja af sér, hún er nefnilega í pólitík, og finnst þar af leiðandi að þar gildi ekki landslög, sérstaklega ef lögin eru gömul. Eitt sinn var núverandi matvælaráðherra umhverfisráðherra og afrekaði m.a að koma virkjanakostum rammaáætlunar úr nýtingaglokk í biðflokk en lofaði í staðin þáverandi forsætisráðherra samfylkingarinnar að VG mundi styðja umsókn að ESB aðild Íslendinga. Í dag blasir við orkuskortur og pattstaða er innan ríkistjórnarinnar við virkjanaframkvæmdum er öllum ljós. Undirritaður hefur skrifað greinar og haldið margar ræður, síðan árið 2017 um þá póltisísku misþyrmingu sem lýðræðinu eru sýndar með því að mynda ríkisstjórn þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri. Þá er ríkisstjórnarsáttmálinn eingöngu um að koma sér saman um að hafa enga stefnu og leggja öll pólitísk stefnumál viðkomandi flokka til hliðar. Þetta eru hrein svik við kjósendur og þar með lýðræðisleg misþyrming. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar